Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2015, Síða 6
6 Fréttir Helgarblað 20.–23. nóvember 2015
ATN Zebra 16
Z-spjótlyfta • Fjórhjóladrifin
• Diesel
• Vinnuhæð: 16,4m
• Pallhæð: 14,4m
• Lágrétt útskot: 9,3m
• Lyftigeta: 230kg
• Aukabúnaður: Rafmagns-
og lofttenglar í körfu.
• Til afgreiðslu strax
Ýmsar aðrar ATN spjót- og
skæralyftur til afgreiðslu
með stuttum fyrirvara.
Piltar réðust á
átta ára stúlku
Slógu hana og hrintu, að sögn móður hennar
Þ
að er náttúrlega fyrst og fremst
mikið áfall fyrir hana að lenda
í þessu,“ segir Aðalheiður Ósk
Þorsteinsdóttir en ráðist var á
8 ára gamla dóttur hennar á Reykja-
víkurvegi í Hafnarfirði snemma á
þriðjudagskvöld. „Dóttir mín var á
leiðinni heim frá vini sínum og var
að ganga upp Reykjavíkurveginn í
Hafnarfirði, nálægt Hellisgerði þegar
þrír unglingsstrákar réðust á hana.
Mér skilst að þeir hafi hrint henni og
kýlt hana og kallað að henni ókvæð-
isorðum. Hún náði síðan að komast
í burtu frá þeim og heim til okkar,“
segir hún við DV og bætir við að við
árásina hafi dóttir hennar hlotið mar
á höndum og fótum.
Málið hefur verið tilkynnt til lög-
reglu sem og skólayfirvalda í Hafnar-
firði. Stúlkan gat gefið nákvæma lýs-
ingu á piltunum, sem hún telur vera
12–14 ára gamla. Að sögn dóttur Að-
alheiðar var einn í röndóttum bux-
um, röndóttum jakka með röndótta
húfu með rauðum dúsk, í hvítum
skóm og brúnhærður. Annar var í
hvítum buxum, bláum jakka/úlpu, í
svörtum skóm og rauðhærður með
freknur. Sá þriðji var í bláum buxum,
svörtum jakka, hvítum skóm, með
svarta derhúfu með hvítu Diesel-
merki og rauðhærður. Þá mun kona
á vínrauðum bíl hafa keyrt fram hjá
þar sem árásin átti sér stað. Aðal-
heiður Ósk biðlar til þeirra sem geta
veitt upplýsingar að koma þeim til
lögreglu. n
Aðalheiður Ósk Þorsteinsdóttir
Nokkrir unglingspiltar réðust á dóttur
hennar á þriðjudagskvöld.
Sigurbjörg fékk loks
flutning úr Skógarbæ
n Fékk mikil viðbrögð í kjölfar umfjöllunar DV n „Stígið fram, segið sögu ykkar“
V
ið fengum loksins flutn-
ing í gegn. Hún er komin á
opna deild á nýlegu og fal-
legu heimili DAS í Boða-
þingi. Þar sýnir starfsfólkið
mikinn áhuga og frumkvæði til að fá
sem mesta vitneskju um hagi og venj-
ur mömmu og full virðing borin fyrir
þeim. Ég hef fengið meiri og ítarlegri
upplýsingar um líðan mömmu á síð-
ustu tveimur vikum sem liðnar eru
frá því hún flutti í Boðaþing en á öll-
um þeim tæpum fimm árum sem hún
var í Skógarbæ,“ sagði Rut Kristjáns-
dóttir alsæl með vistaskipti móður
sinnar, Sigurbjargar Jóhannesdóttur.
Það vakti mikla athygli þegar Rut steig
fram og lýsti aðstæðum móður sinnar
á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ í við-
tali við DV fyrir skemmstu.
Margs konar vanræksla
Þar hafði móðir hennar orðið fyrir lík-
amsárás af hendi annars sjúklings.
Rut taldi Sigurbjörgu hafa verið van-
rækta, hún fékk aðeins verkjalyf þegar
hún var augljóslega handleggsbrotin
og fékk mikið af lyfjum sem aðstand-
endur hennar fengu engar upplýs-
ingar um. „Strax í upphafi innlagn-
ar mömmu í Skógarbæ var hún sett
á ógrynni lyfja þrátt fyrir að vera við
hestaheilsu og í mun betra formi en
margt mun yngra fólk. Það er hægt að
vera við hestaheilsu þó að kollurinn
bili. Þessari lyfjagjöf mömmu mót-
mælti ég hástöfum strax í upphafi,“
segir Rut. Á hana var hins vegar ekk-
ert hlustað og viðmótið var að hún
gæti ekki haft vit á þessu því hún væri
hvorki læknir né hjúkrunarfræðingur,
að hennar sögn.
„Þarna var mamma komin í um-
sjá heilbrigðiskerfisins og þau máttu
dæla öllum þeim ófögnuði í hana sem
þeim datt í hug. Aldrei var það bor-
ið undir neinn af okkur, aðstandend-
um hennar, aldrei vorum við látin vita
af breyttu líkamsástandi hennar og
aldrei rætt um heilsufar hennar eða
meðferð við okkur. Ef okkur datt í hug
að spyrja voru svörin ávallt á þá leið að
starfsfólkið vissi ekkert,“ segir Rut.
Líkamsárásirnar kornið sem fyllti
mælinn
Kornið sem fyllti mælinn voru lík-
amsárásirnar, þegar móðir hennar
var tvívegis kýld af öðrum vistmanni.
„Þá ákvað ég að fara í fjölmiðla með
sögu móður minnar og það var sú
allra besta ákvörðun sem ég hef tek-
ið sem fullorðin manneskja. Fyrir mig
og ekki síst fyrir mömmu mína. Ég veit
það fyrir víst að það eru aðstandendur
fyrrverandi og núverandi vistmanna
Skógarbæjar þarna úti sem hafa
svipaða sögu og ég að segja. Sama
óánægjan, sama vanlíðanin, sama
vanmáttarkenndin. Ég segi við ykkur;
stígið fram, segið sögu ykkar. Fólkið
ykkar á ekki skilið að þagað sé,“ segir
Rut af þunga. Hún segir hins vegar að
margir hafi misskilið hver bar ábyrgð
á árásunum. „Vistmaðurinn sem réðst
á mömmu veit ekki í þennan heim
né annan. Starfsfólkið vissi fullvel að
hann tók því mjög óstinnt upp ef ein-
hver ráfaði inn í herbergi hans og því
var á ábyrgð starfsfólksins að gæta
þeirra. Við áfellumst vistmanninn alls
ekki,“ segir Rut.
Mikil viðbrögð við umfjölluninni
Hana hefði ekki getað órað fyrir þeirri
atburðarás sem fór í gang eftir um-
fjöllun DV. „Að langmestu leyti hef-
ur umræðan verið samúðarfull í garð
mömmu, einhverjir hafa dregið sann-
leiksgildi frásagnarinnar í efa og enn
aðrir sagt hana uppspuna. Það eru lík-
lega þeir örfáu sem eru sáttir við vist
sína í Skógarbæ og samgleðst ég þeim.
En mér dettur ekki í hug að lítilsvirða
þá upplifun þeirra með því að segja
hana uppspuna,“ segir Rut.
Sama dag og umfjöllun DV leit
dagsins ljós voru hengdar upp yfir-
lýsingar á allar korktöflur heimilis-
ins, sem að sögn Rutar eru allnokkr-
ar, þar sem annar vistmaður lýsti yfir
ánægju sinni með vistina og að ásak-
anirnar ættu ekki við rök að styðj-
ast. „Ég hengdi stundum upp grein-
ar á korktöfluna fyrir framan deildina
hennar mömmu um ákjósanleg-
ustu meðferðir við Alzheimer en þær
greinar voru umsvifalaust fjarlægð-
ar. Þessi yfirlýsing hefur hins vegar
hangið uppi óslitið í rúman mánuð,“
segir Rut og hristir hausinn hlæjandi.
„Þetta sýnir svo mikla hræsni.“ n
Björn Þorfinnsson
bjornth@dv.is
20. október 2015
20.–22. október 2015
80. tbl. 105. árgangur
leiðb. verð 445 kr.
vikublað
Hún
var
logandi
Hrædd
n Hefur tvisvar orðið fyrir ofbeldi annars sjúklings n Tekur tíu
mismunandi geðlyf n Fékk verkjalyf við handleggsbroti 6–7
6
„lyfjunum er
bara dælt í fólk
Rut kristjánsdóttir dóttir Sigurbjargar
Sigurbjörg Sætir áráSum á Skógarbæ
8
undirbýr
sölu á
icelandic
n Framtakssjóðurinn vill selja n Íslandsbanki ráðgjafi
n 14 fjölskyldubílar fyrir fjóra ráðherrabíla
bílarnir
kostuðu
50 milljónir
2
„Ég veit það fyr-
ir víst að það eru
aðstandendur fyrrverandi
og núverandi vistmanna
Skógarbæjar þarna úti
sem hafa svipaða sögu
og ég að segja.
Rut Kristjánsdóttir Hjúkrunarheimilið Skógarbær er í baksýn en Rut er alsæl með að
móðir hennar hafi verið flutt af heimilinu. Mynd SigtRygguR ARi
Áverkar Sigurbjargar Hér sést hvernig
áverka Sigurbjörg hlaut þegar hún fór óvart
inn á herbergi annars vistmanns.