Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2015, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2015, Side 11
Helgarblað 20.–23. nóvember 2015 Fréttir 11 S tjórnendur Faxaflóahafna funduðu í síðustu viku með forsvarsmönnum Stálsmiðj- unnar Framtaks og kín- verska verktakarisans China Communications Construction Company (CCCC) vegna áhuga ís- lenska iðnfyrirtækisins á að reisa slipp á Grundartanga í Hvalfirði. Samkvæmt heimildum DV ræða eigendur stálsmiðjunnar nú við CCCC um mögulega aðkomu kín- verska ríkisfyrirtækisins að fjár- mögnun verkefnisins. „Við höfum verið á leiðinni upp á Grundartanga í fimm til átta ár en þetta er á algjöru frumstigi og það hef- ur ekkert verið ákveðið,“ segir Bjarni Thoroddsen, framkvæmdastjóri Stál- smiðjunnar Framtaks. Svæðið henti vel Bjarni vildi ekki tjá sig frekar um við- ræðurnar við Faxaflóahafnir eða CCCC þegar blaðamaður leitaði eftir því. Framtak rekur í dag vélsmiðju á Grundartanga með um tíu starfsmenn. Hjá því starfa að jafnaði 120 manns en það hefur meðal annars sinnt verkefn- um fyrir orkufyrirtæki, stóriðju og ís- lenskan sjávarútveg. Á vefsíðu Fram- taks segir að í nánustu framtíð sé fyrirhugað að koma upp verkstæðis- aðstöðu og þurrkví, 35 metra breiðri og 200 metra langri, á Grundartanga þar sem hægt yrði að taka upp flest skip íslenska flotans. Góð staðsetning geri iðnaðarsvæðið þar að hentugum stað fyrir slíka starfsemi. Faxaflóahafnir eiga lóðirnar á iðnaðarsvæðinu á Grundartanga. Þar eru fyrir fyrirtæki eins og Norðurál, kísilmálmverksmiðja Elkem, stál- bræðslan GMR-Endurvinnsla og vél- smiðjan Hamar. Bandaríska fyrirtæk- ið Silicor Materials vill að auki hefja þar framkvæmdir við 120 milljarða króna sólarkísilver sitt næsta vor. Skúli Þórðarson, sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar, hafði ekki heyrt af fundi Faxaflóahafna, starfsmanns CCCC og stálsmiðjunnar þegar DV náði tali af honum á fimmtudag. Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxa- flóahafna, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Stærstir á sínu sviði CCCC var stofnað árið 2005 með sameiningu kínversku ríkisfyrir- tækjanna China Harbour Engineer- ing Company og China Road and Bridge Group. Höfuðstöðvar þess eru í Peking en rúmlega 110 þúsund manns starfa hjá fyrirtækinu. Hluta- bréf CCCC voru skráð í Kauphöll- ina í Hong Kong í desember 2006 en ársvelta þess í fyrra nam 55,8 millj- örðum Bandaríkjadala eða 7.260 milljónum króna miðað við núver- andi gengi. Það jafngildir um fjór- faldri landsframleiðslu Íslands. Li Ka-sjhing, ríkasti maður Asíu, var á meðal þeirra fjárfesta sem keyptu bréf í fyrirtækinu í hlutafjárútboði þess árið 2006. Samkvæmt vefsíðu CCCC er það stærsta fyrirtæki Kína á svið- um hafnargerðar og dýpkunarfram- kvæmda. Það hefur komið að ýms- um samgönguframkvæmdum í Asíu, Afríku, Mið-Austurlöndum og Suð- ur-Ameríku. n Ræða við KínveRja um slipp á GRundaRtanGa n Starfsmaður CCCC heimsótti Faxaflóahafnir n Framtak vill byggja slipp Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is „Við höfum verið á leiðinni upp á Grundartanga í fimm til átta ár Grundartangi Stálsmiðjan Framtak hefur áhuga á að reisa skipasmíðastöð á iðnaðarsvæðinu í Hval- firði. Um 900 manns starfa hjá þeim tíu fyrirtækjum sem nú eru á Grundartanga. Mynd SkeSSuHorn Leituðu í leggöngum Par var í Héraðsdómi Reykja víkur á fimmtudag dæmt til fangels- isvistar fyrir að pynta og fjár- kúga konu sem það taldi að hefði stolið af því fíkniefnum. Atvikið varð 2012 í Hvalfirði en málsaðil- ar höfðu kynnst í Hlaðgerðarkoti; meðferðarúrræði í Mosfellsbæ. Parið sakaði konuna um að hafa stolið af sér fíkniefnum, en konan kom af fjöllum. Parið fór þá með hana upp í Hvalfjörð, þar sem þau gengu í skrokk á henni, afklæddu hana og skvettu á hana köldu vatni. Þá neyddi konan brotaþola til þess að beygja sig fram svo hún gæti kannað hvort hann hefði falið efnin í leggöngum sínum. Að auki drap parið í sígarettu á brjósti konunnar. Konan komst undan parinu eftir að hún millifærði 50 þúsund krónur inn á reikning þeirra. Hún reyndi að stöðva bíla og tókst þannig að vekja athygli pars sem stöðvaði bíl sinn. Í ljós kom að konan í bílnum var með hríðir og voru þau á leiðinni upp á spítala. Úr varð að þau sneru bílnum við og óku konunni í bæinn. Parið var fundið sekt um misþyrmingarnar. Konan hlaut 3 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot sín en karlinn 12 mánuði, þar af níu mánuði skilorðsbundið. Þá er þeim gert að greiða konunni 500 þúsund krónur í miskabætur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.