Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2015, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2015, Qupperneq 12
12 Fréttir Helgarblað 20.–23. nóvember 2015 Ákváðu að styrkja SÍS með Andvökusjóðnum n Sambandið fékk 42 milljónir króna við slit líftryggingafélagsins og eignir þess fjórfölduðust E ignir Sambands íslenskra samvinnufélaga (SÍS) rúm- lega fjórfölduðust í byrjun þessa árs þegar félaginu voru greiddar 42 milljónir króna úr Andvökusjóðnum sem hélt utan um eignaréttindi við- skiptavina líftryggingafélagsins Andvöku sem höfðu fallið frá eða náð 72 ára aldri áður en slitaferli þess hófst árið 2011. Fulltrúaráð Andvöku tók ákvörðun um að fjármunirnir færu til SÍS, við- skiptaveldisins fyrrverandi sem hætti rekstri fyrir 23 árum, en til skoðunar kom að láta þá renna til Landspítalans og Háskólans á Bif- röst. „Því var velt upp á fundum full- trúaráðsins að láta þetta renna í hin ýmsu verkefni en niðurstaðan varð sú að Sambandið fengi fjár- munina með því fororði að þeir yrðu notaðir til verkefna á sviði fræðslu um samvinnustarf, félags- legrar uppbyggingar og menn- ingarmála,“ segir Guðsteinn Einarsson, formaður skilanefndar Eignarhaldsfélagsins Andvöku g.f. og kaupfélagsstjóri Kaupfélags Borgfirðinga. Slitið í janúar Eignarhaldsfélaginu Andvöku var slitið í janúar síðastliðnum og var allt eigið fé þess þá greitt út til eigenda félagsins. Arion banki átti 50,1% í félaginu, á grund- velli samkomulags við Gift fjár- festingarfélag sem var áður stærsti hluthafi Andvöku, tryggingatakar félagsins árin 1989 og 1990 áttu alls 40,7% og Andvökusjóðurinn 9,2%. Eigendurnir fengu samtals 459 milljónir króna eftir að ríkið hafði tekið fjármagnstekjuskatt upp á tæplega 115 milljónir. Þar af runnu 42 milljónir til SÍS. Sambandið var einnig stærsti viðskiptavinur Andvöku, líftryggingafélags Sam- vinnutrygginga sem var stofn- að árið 1949, og fékk því einnig greitt sem slíkur. Upphæð þeirr- ar greiðslu nam 3,4 milljónum. Heildargreiðslan til þeirra tæp- legu 8.300 fyrrverandi trygginga- taka Andvöku, bæði fyrir tækja og einstaklinga, nam 187 milljónum króna. Slitaferli Andvöku hófst í mars 2011 og hafði þá tafist vegna um- fangs slitanna. Skilanefnd félags- ins starfaði því í fjögur ár að upp- gjöri þess. Í henni sátu, ásamt Guðsteini, Ólafur Friðriksson, skrifstofustjóri í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og fyrr- verandi kaupfélagsstjóri á Sauðár- króki, og lögmennirnir Gunn- laugur Úlfsson og Ragnheiður Þorkelsdóttir, starfsmenn Advel lögfræðiþjónustu. Um 30 manns sátu í fulltrúaráði Andvöku en það var skipað fólki sem tengd- ist kaupfélögunum, Sambandinu eða skyldum fyrirtækjum með ein- um eða öðrum hætti. Meðal þeirra voru Guðsteinn, Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri Kaup félags Skag- firðinga, Sigurjón Rúnar Rafns son, aðstoðarkaupfélagsstjóri í Skaga- firði, Valgerður Sverris dóttir, fyrr- verandi ráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins, Finnur Ing- ólfsson, fyrrverandi ráðherra, og áðurnefndur Ólafur Friðriksson. „Þar sem SÍS var stofnandi Andvöku á sínum tíma var talið eðlilegt að þeir peningar sem eftir stæðu myndu renna þangað til þessara fræðslu- og menningar- verkefna,“ segir Guðsteinn. Funduðu í október Hannes Karlsson, stjórnarformaður SÍS, segir stjórnendur og félagsmenn félagsins nú skoða hvað gera eigi við Andvökusjóðinn. Eignir Sambands- ins námu 13,7 milljónum króna í árslok 2014 en félagið skuldaði þá rúmar 200 þúsund krónur. Þar af nam stofnsjóður þess í Háskólan- um á Bifröst alls tíu milljónum og bankainnistæður tæpum 3,4 millj- ónum. „Sambandið var á sínum tíma með miklar tryggingar hjá Andvöku og átti þannig rétt á endurgreiðslunni. Félagið hélt að- alfund sinn í október þar sem við fórum yfir hver framtíð þess gæti verið nú þegar þessir fjármunir eru komnir inn. Það er ekkert óeðlilegt við þessar breytingar að þessi mál séu skoðuð og hvað hægt sé að gera með framhaldið,“ segir Hannes og heldur áfram: „Á aðalfundinum voru menn með framsögu þar sem meðal annars var farið yfir þessar pæl- ingar varðandi mögulega fram- tíðarsýn fyrir félagið. Þær vöktu mikla athygli en þarna vorum við meðal annars að bera okk- ur saman við samvinnufélög úti um allan heim og hvernig þau hafa þróast á síðustu árum enda hafa þau breyst talsvert. Ekki síst í Skandinavíu þó að það hafi ekki náð hingað til lands.“ n Sambandið Höfuðstöðvar SÍS voru lengi við Sölvhólsgötu þar sem menntamálaráðu­ neytið er í dag. Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is Listaverkin í kössum í 20 ár Samkvæmt ársreikningi SÍS fyrir árið 2014 nemur vátryggingaverðmæti listaverka­ safns félagsins 9,9 milljónum króna. Þar er um að ræða hluta þeirra listaverka sem skreyttu skrifstofur Sambandsins og félagið safnaði yfir 60 ára tímabil. Safnið er ekki bókfært í efnahagsreikningi SÍS en það var um tíma geymt á háalofti gamla kaupfélagshússins á Húsavík. Hannes vill ekki segja hvar safnið er geymt í dag en svarar aðspurður að um sé að ræða nokkur verk eftir þjóðþekkta íslenska listamenn og nefnir hann Einar Jónsson myndhöggvara sem lést á sjötta áratug síðustu aldar. „Verkin eru geymd á góðum stað í köss­ um sem þau eru örugglega búin að vera í í einhver tuttugu ár. Okkur langar til að sýna þetta safn og setja það upp á góðum stað,“ segir Hannes. Morgunblaðið greindi í nóvember 2002 frá því að Sambandið hefði selt drjúgan hluta listaverkasafns síns eða nokkur hundruð verk í kringum 1993 og 1994. Verkin voru seld fyrirtækjum sem voru skyld SÍS og söluverðið notað til að gera upp skuldir félagsins. Verðið hafi verið í kringum 30 milljónir króna á þeim tíma sem nemur tæpum 80 milljónum að núvirði. Stofnað 1902 SÍS, eða Sambandið eins og það var kallað í daglegu tali, fagnaði 113 ára afmæli í febrúar síðastliðnum. Þá voru liðin 23 ár frá endalokum viðskiptaveld­ isins fyrrverandi sem var um árutuga­ skeið stærsta fyrirtæki landsins og mikill áhrifavaldur í íslensku atvinnulífi. Rætur þess lágu í starfsemi kaupfélaga á Norðurlandi en við endalok níunda áratugar síðustu aldar og byrjun hins tíunda rambaði SÍS á barmi gjaldþrots. Svo fór að fyrirtækið hætti rekstri og hvarf með öllu úr íslensku viðskiptalífi. SÍS er í dag eignarhaldsfélag og félags­ legur vettvangur kaupfélaga landsins og áhugamanna um samvinnufélög. Sat í skilanefndinni Guðsteinn Einarsson, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Borgfirðinga, segir eðlilegt að SÍS hafi fengið Andvökusjóðinn þar sem félagið hafi stofnað líftrygginga félagið á sínum tíma.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.