Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2015, Page 14
14 Fréttir Helgarblað 20.–23. nóvember 2015
Þú finnur bílinn á bilo.is Skráðu bílinn á bilo.is
Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is
Ríkið með forkaupsrétt til að
forða mögulegri brunaútsölu
n Mun stíga inn í kaupin ef selja á Arion banka á lágu verði n Efast um umboð slitastjórnar
K
omi sú staða upp að til standi
að selja 87% hlut slitabús
Kaupþings í Arion banka til
fjárfesta á verði sem er tals
vert lægra en bókfært eigið fé
bankans þá er afar líklegt að stjórnvöld
muni stíga inn í söluferlið og nýta sér
ákvæði um forkaupsrétt á hlutnum og
eignast þannig bankann að fullu. Í dag
á ríkið fyrir 13% hlut í Arion banka.
Samkvæmt heimildum DV er að
finna skilmála í þeim stöðugleikaskil
yrðum sem kröfuhafar Kaupþings
hafa fallist á í tengslum við nauða
samning slitabúsins sem veita stjórn
völdum heimild til að ganga inn í
kaup á 87% hlut Kaupþings í Arion
banka í því skyni að verja fjárhagslega
hagsmuni ríkisins við sölu á bankan
um. Þannig er talið nær útilokað að
stjórnvöld muni sitja aðgerðarlaus
hjá ef Kaupþing hyggst til dæmis selja
hlutinn til lífeyrissjóða og annarra
innlendra fjárfesta á genginu 0,6 til
0,7 miðað við bókfært eigið fé.
Við sölu á slíku gengi – þar sem
87% hlutur Kaupþings í bankan
um yrði metinn á 91–106 milljarða
– myndu nánast ekki neinir fjár
munir falla í skaut ríkisins umfram
veðskuldaskuldabréfið að fjárhæð
84 milljarðar sem Kaupþing gef
ur út til stjórnvalda. Samkvæmt af
komuskiptasamningi stjórnvalda og
Kaupþings þá fær ríkið þriðjung af
söluandvirðinu ef hluturinn í Arion
banka selst fyrir 100 til 140 milljarða
króna. Hlutdeild ríkisins fer síðan
stighækkandi með hærra söluverði.
Íslensk stjórnvöld eiga því ríkra fjár
hagslegra hagsmuna að gæta þegar
kemur að sölu á 87% hlut Kaupþings
í Arion banka en sé litið til eiginfjár
stöðu bankans gæti sá hlutur ver
ið metinn á um 152 milljarða. Til að
tryggja að ekki verði gengið á hags
muni ríkisins fá stjórnvöld meðal
annars eftirlitsmann inn í Kaupþing
sem á að fylgjast með söluferlinu.
Óljóst umboð slitastjórnar
Á síðustu vikum hafa borist fregnir af
áhuga innlendra verðbréfafyrirtækja
að setja saman hóp fjárfesta í sam
starfi við lífeyrissjóði landsins til að
kaupa hlut Kaupþings í Arion banka.
Morgunblaðið greindi hins vegar frá
því síðastliðinn laugardag að stærstu
lífeyrissjóðirnir myndu sjálfir hafa
frumkvæði að því að eiga viðræð
ur við slitabúið vegna mögulegra
kaupa á bankanum. Arctica Finance
og Virðing höfðu áður falast eftir
því að vera ráðgjafar lífeyrissjóð
anna en tilboðum þeirra var hafnað.
Síðastliðinn mánudag hittu fram
kvæmdastjórar þriggja stærstu sjóð
anna – LSR, LV og Gildis – slitastjórn
Kaupþings á óformlegum fundi þar
sem rætt var um hugsanleg kaup líf
eyrissjóðanna á Arion banka.
Slitastjórn Kaupþings er hins
vegar í þeirri stöðu að fyrir liggur að
hún mun hætta störfum samhliða
því að slitum búsins lýkur með sam
þykkt nauðasamnings í byrjun næsta
árs. Þá verður til nýtt eignarhaldsfélag
með fimm manna stjórn sem hefur
það hlutverk að halda utan um óseld
ar eignir – meðal annars eignarhlut
inn í Arion banka – og greiða út til
kröfuhafa eftir því sem þeim verður
umbreytt í reiðufé. Samkvæmt heim
ildum DV er það þess vegna afstaða
sumra af stærstu kröfuhöfum Kaup
þings að slitastjórnin hafi í reynd ekk
ert umboð til að eiga í viðræðum við
mögulega kaupendur að bankanum á
þessari stundu – það sé eitthvað sem
eigi að vera á forræði stjórnar hins
nýja eignaumsýslufélags Kaupþings.
Engar líkur eru enda á því að slík sala
á bankanum sé að fara að eiga sér
stað á allra næstu mánuðum.
Gætu fengið 50 milljarða
Þótt vissulega sé of snemmt að segja
fyrir um á hvaða verði eignarhlutur
inn kunni að vera seldur á þá hafa
verðhugmyndir áhugasamra inn
lendra aðila gert ráð fyrir því að 87%
hlutur Kaupþings gæti verið keyptur
í kringum gengið 0,7 miðað við bók
fært eigið fé Arion banka. Heimildir
DV herma að áhrifamestu kröfuhaf
ar Kaupþings hafi látið þá skoðun
sína í ljós að það sé útilokað að þeir
séu að fara að láta bankann af hendi
fyrir slíkt verð. Sú afstaða ætti ekki að
koma á óvart þegar litið er til þess að
ágóði kröfuhafa yrði hverfandi við
sölu á hlutnum á því verði en sam
kvæmt afkomuskiptasamningn
um við stjórnvöld myndu þeir að
óbreyttu þá aðeins fá um ellefu millj
arða í sinn hlut. Ef þeim tekst hins
vegar að selja bankann á genginu
0,9 til 1 fá kröfuhafar Kaupþings um
40 til 50 milljarða af söluandvirðinu.
Mikilvægt er að hafa í huga að kröfu
höfum er heimilt að skipta öllum
þeim krónum sem þeir fá við söluna
á Arion banka í erlendan gjaldeyri og
fara með úr landi.
Hagsmunir kröfuhafa – rétt eins
og íslenskra stjórnvalda – á því að
bíða með sölu þangað til ásættan
legt verð fæst fyrir hlutinn eru því
umtalsverðir en Kaupþing hefur allt
að þrjú ár til að finna kaupanda að
hlutnum í Arion banka. Á meðan
söluferlinu stendur þarf Kaupþing að
greiða 5,5% vexti af veðskuldabréf
inu til stjórnvalda upp á 84 milljarða,
eða sem nemur um 4,6 milljörðum á
ári. Þá munu hugsanlegar arðgreiðsl
ur vegna hagnaðar Arion banka að
stærstum hluta renna beint til stjórn
valda en áður hafði verið gert ráð
fyrir því í samkomulaginu frá því í
júní að slíkar greiðslur myndu drag
ast frá höfuðstól skuldabréfsins. n
Ekki áhrif
á söluferli
bankans
Sá möguleiki er fyrir hendi að
sala á hlut Kaupþings í Arion
banka muni eiga sér stað á sama
ári og stjórnvöld hefja söluferli
á hlut sínum í Landsbankanum.
Þannig undirbýr Bankasýsla rík
isins, sem
heldur utan
um hlut
ríkisins í
fjármála
fyrirtækjum,
um þess
ar mundir
sölu á allt að
30% hlut í
Landsbank
anum. Sam
kvæmt fjárlagafrumvarpi er gert
ráð fyrir að sala á eignarhlutum
ríkisins í bönkum skili ríkissjóði
ríflega 71 milljarði króna á kom
andi ári.
Það verður þó hægara sagt
en gert að finna fjárfesta á hin
um litla íslenska markaði til að
kaupa hlut í tveimur fjármála
fyrirtækjum – þar sem bókfært
virði þeirra er yfir 200 millj
arðar – á sama tíma. Ef sala á
hlut Kaupþings í Arion banka á
sér stað áður en kemur að sölu
ferli Landsbankans þá er ljóst
að verðið sem fæst við þá sölu
mun senda sterk skilaboð hvað
ríkið getur fengið fyrir sinn hlut
í Landsbankanum.
Jón Gunnar Jónsson, for
stjóri Bankasýslunnar, segist
í samtali við DV ekki vilja tjá
sig sérstaklega um hvaða áhrif
það hefði á fyrirhugaða sölu á
hlut ríkisins í Landsbankanum
ef Arion banki yrði seldur á
undan. Hann segist hins vegar
„fagna áhuga fjárfesta á að eign
ast hlut í íslenskum viðskipta
bönkum. Það er ráðherra sem
tekur endanlega ákvörðun um
sölu, en þær fréttir sem hafa
verið í fjölmiðlum hafa ekki haft
áhrif á vinnu okkar við gerð til
lögu um sölumeðferð í sam
ræmi við þær áherslur sem fram
komu í fjárlagafrumvarpi.”
Mögulegt gengi
við sölu**
Það sem færi til
stjórnvalda
Það sem færi til
kröfuhafa
0,6 84 5
0,7 86 11
0,8 91 30
0,9 96 39
1 104 48
Samkvæmt afkomuskiptasamningi fær ríkið þriðjung af söluandvirði yfir 100 milljarðar. Ef hluturinn selst á meira
en 140 milljarða fær ríkið helming umfram þá upphæð en þrjá fjórðu þess sem er yfir 160 milljarða.
Sala á 87% hlut í Arion banka*
*Miðað
við eigið fé
Arion banka
er sá hlutur
bókfærður á
152 milljarða
**Sölugengi
miðað við
bókfært eigið
fé bankans.
Hvað kosta evrópskir
og bandarískir bankar?
Bretland 0,74
Frakkland 0,8
Spánn 0,87
Ítalía 0,72
Þýskaland 0,49
Svissneskir og austurrískir bankar 1,11
Austurevrópskir bankar 1,4
Stórir bankar á Norðurlöndum 1,4
Tyrkneskir bankar 0,99
Stóri bankar í Bandaríkjunum 1,1
Kanada 1,72
*Verðlagning banka sem hlutfall af bók-
færðu eigin fé. Heimild: BloomBerG
Hörður Ægisson
hordur@dv.is