Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2015, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2015, Blaðsíða 20
Heimilisfang Kringlan 4-12 6. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 20 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Eggert Skúlason og Kolbrún Bergþórsdóttir Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson • Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Helgarblað 20.–23. nóvember 2015 Fyndið að vera „heimsfræg“ á Íslandi Algjörlega mín eigin sannfæring 2012 var versta ár lífs míns Íslenskan kostar Katrín Edda Þorsteinsdóttir er einn vinsælasti „snappari“ Íslands. – DV Lína Birgitta Camilla Sigurðardóttir er með Chron's sjúkdóminn. – Bleikt.is V ið fögnum öllum góðum frétt­ um og ein slík barst á dögun­ um, þess efnis að ríkið og at­ vinnulífið hefðu ákveðið að taka höndum saman til að tryggja að íslensk tunga verði gjaldgeng í sam­ skiptum á netinu og í snjalltækjum. Til stendur að fjárfesta í rannsókn­ um og þróun til að af þessu geti orðið. Kostnaður verður mikill, um einn milljarður, jafnvel meira. Nútímamaðurinn er tæknivæddur, er stöðugt í nálægð við tæki og tól, eyðir dágóðum tíma á netinu flesta daga og síminn er venjulega límd­ ur við hann. Samskiptaformið í þessum tækjum er áberandi mik­ ið á ensku með þeim afleiðingum að enskan er orðin Íslendingum nánast jafn töm og íslenskan. Reyndar hef­ ur einhver hluti íslenskra ungmenna betra vald á ensku en íslensku og er í meiri tengslum við enskumælandi menningarheima en þann íslenska. Með fullri virðingu fyrir tungu Shake­ speares þá er þetta ekki æskileg þró­ un. Við hljótum að óska þess að kom­ andi kynslóðir tali og tjái sig á íslensku og geti notað tungumál sitt á sem flestum sviðum. Það er sannarlega orðið tímabært að bregðast við og gera íslenskuna að hluta af tölvuheim­ inum. Sérfræðingar segja að það þurfi að gerast sem fyrst þar sem tækniþró­ unin í heiminum sé gríðarlega hröð. Íslendingar eru fámenn þjóð og það kostar að tala tungumál sem fáir tala og skilja. Við eigum ekki að gráta þann kostnað. Menntamála­ ráðherra, Illugi Gunnarsson, hefur sagt að kostnaðurinn við að aðhafast ekkert í þessum málum muni reyn­ ast okkur dýr. Það er hárrétt hjá hon­ um. Það má ekki gerast að þjóð glati tungu sinni vegna eigin skeytingar­ leysis. Íslenskan varðveitist ekki nema að henni sé hlúð og hún ræktuð í öllum samskiptaformum og þar má tölvuheimurinn ekki verða útundan. Annars gæti svo farið að enskan yrði svo að segja öllum landsmönnum tamari en íslenskan sem um leið yrði stimpluð sem sérvitringslegt tungu­ mál fárra. Ríki og atvinnulíf eru sannarlega á réttri leið þegar þau ákveða að styrkja framgang íslenskrar tungu í samskiptum á netinu og í snjall­ tækjum. Íslendingar hljóta að fagna þessu framtaki. Hinn tæknivæddi Ís­ lendingur mun vonandi, innan ekki of langs tíma, geta nýtt tæki sín og tól á hinu ástkæra og ylhýra móðurmáli. Þess á milli getur hann leitað í bækur og unað sér þar við góðan skáldskap á hinu fallega máli okkar. Hann finnur örugglega ekki betri leið til að örva og efla málkennd sína. n Hrossakaup Þeir fóstbræður Össur Skarphéðins­ son og Ögmundur Jónasson eru með böggum hildar yfir tillögu ut­ anríkisráðherra um að leggja nið­ ur Þróunarsamvinnustofnun. Sjá þeir félagar, sem áður hafa kom­ ið að slíkum hrossakaupum, bara hinum megin borðsins, mikið plott í spilunum. Vænir Ögmund­ ur Sjálfstæðisflokkinn um stuðn­ ing við þetta mál gegn því að fá á móti stuðning við frumvarp sitt um opinber fjármál. Sandkornsritari áttar sig á að málið er skýrt dæmi um hrossakaup þegar þessir tveir sérfræðingar í slíkum viðskiptum, kveða upp samhljóða dóm. Aðstoðar Grikki Það vakti athygli þegar fregnir bár­ ust af því að Glenn Kim, ráðgjafi ís­ lenskra stjórnvalda við losun hafta, væri orðinn helsti ráðgjafi fjármála­ ráðherra Grikkja í viðræðum við helstu lánardrottna þess. Færri vita hins vegar að Jón Þ. Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri alþjóðasamskipta og skrifstofu seðla­ bankastjóra, hefur um skeið verið við­ loðandi það risa­ vaxna verkefni að endurreisa gríska bankakerfið. Þannig situr Jón í stjórn gríska Fjármálastöðugleikasjóðsins sem hefur unnið að því að tryggja endurfjármögnun fjármálakerfis­ ins. Þá lék Jón stórt hlutverk í hafta­ vinnu stjórnvalda en hann var á meðal þeirra sem skipuðu sérstak­ an framkvæmdahóp um áætlun um losun hafta. Persónugerður markpóstur er mælanlegur miðill og árangursríkur www.umslag.is2010- 2014 Umslag tryggir hámarksárangur við útsendingu markpósts • Mismunandi skilaboð • Mismunandi myndir • Mismunandi markhópar Við getum prentað nöfn og heimilisföng á allan mark- póst. Stór og lítil upplög. Markhópalistar eru í boði sé þess óskað eða við áritum eftir þínum excel lista. }Ein prentun *Samkvæmt könnun Gallup á meðal markaðsstjóra um notkun á miðlum árið 2015 mun markpóstur vera næsta val á eftir internetinu. 31% auglýsenda ætla að nota markpóst meira árið 2015* - hvað ætlar þú að gera? A ð einu leyti var ég sáttur við afstöðu Alþjóðagjaldeyris­ sjóðsins í kjölfar hruns. Hann studdi að sett yrðu á gjaldeyrishöft. Fulltrúar AGS sáu sem var að annar valkostur var ekki fyrir hendi. Ella yrði gjald­ eyrisforðinn, það litla sem til var, á ör­ skotsstund að engu orðinn. Reynd­ ar fæ ég seint skilið hvers vegna AGS þröngvaði Íslandi á sama tíma til að taka himinhá lán til að byggja upp gjaldeyrisforða tímabundið með ærn­ um vaxtakostnaði þótt ljóst væri að hann yrði ekki notaður í bráð. En það er önnur saga. Höftin björguðu okkur Það breytir því ekki að stuðningur AGS við höftin kom sér vel. Bæði gegn kreddufólki á hægri kanti stjórnmál­ anna, sem mátti ekki á gjaldeyris­ höft heyra minnst af fagurfræðilegum ástæðum, og síðan gegn bíró­ Kratismanum, sem benti á að sam­ kvæmt „fjórfrelsi“ EES væri það hin mesta goðgá að setja hömlur á fjár­ magnsflutninga og sérlega illa þokk­ að í Brussel. Lagasetning, runnin undan rifjum Seðlabankans, um að setja slitabúin inn fyrir ramma gjaldeyrishafta var annað gríðarlega mikilvægt skref. Sjálfstæðisflokkurinn barðist hat­ rammlega gegn þessu og Framsókn sat hjá. En með þessu tvennu, al­ mennu höftunum og síðan með því að koma böndum á slitabúin, var Íslandi sköpuð staða gagnvart hrægamma­ sjóðunum sem klófest höfðu búin. Óábyrg verslunarelíta Það hefur verið undrunarefni hve barnaleg og um leið óábyrg íslenska verslunarelítan hefur verið í umræðu um höftin. Hún hefur dramatíserað meinta skaðsemi þeirra og sannast sagna hef ég oft orðið forviða við að hlýða á talsmenn útflutningsfyr­ irtækja sem sjálf eru undanþegin höftunum tala þau niður og ýkja nei­ kvæð áhrif þeirra. Umræðan hef­ ur verið mjög ógagnrýnin á þennan veg, einnig af hálfu margra fjölmiðla­ manna. Þannig spurði fréttamaður bankasérfræðing í tengslum við fréttir af samningunum við slitabúin, hvort almenningur myndi strax finna fyrir afnámi haftanna. Sérfræðingurinn sagði að á því léki enginn vafi! Stað­ reyndin er hins vegar sú að almenn­ ingur hefur nánast ekkert fundið fyrir höftunum! Öðru máli gegnir að sjálf­ sögðu um lífeyrissjóðina. Af illri nauðsyn Höftin eru eingöngu við lýði vegna þess að þau hafa verið nauðsynleg vörn fyrir Ísland. Ótrúlegustu aðil­ ar hafa hins vegar verið reiðubúnir að fórna hagsmunum Íslands á alt­ ari kreddu sinnar. Og lyktir málsins hefðu þurft að verða aðrar. Í stað þess að sýna kröfuhöfum að þess væri ekki að vænta að höftum yrði aflétt í bráð, þeim yrði gert að greiða 39% skatt sem næmi 850 milljörðum, var ákveðið með nær öllum greiddum atkvæðum á Alþingi að fela Seðlabankanum vald til að semja kröfuhafana undan skött­ um og skapa þeim hraðbrautir til að flytja fjármagn til síns heima. Sökudólgurinn fundinn Og erum við þá komin að fyrirsögn þessa greinarkorns um „sagnfræði framtíðarinnar“. Þegar efasemdar­ menn hafa leitt getum að því að efna­ hagskerfið muni ekki geta staðið undir þeim fjárútlátum og gjaldeyrisflutn­ ingum sem slitabúin hafa fengið sam­ þykkt og að þá þurfi að öllum líkum að láta áfram gilda höft eða takmarkanir gagnvart öðrum, lífeyrissjóðum og al­ menningi, þá höfum við þegar fengið nasasjón af viðbrögðunum því söku­ dólgurinn er fundinn! Þegar gammarnir eru flognir Allt hefði þetta gengið upp, að mati fjármálaráðherrans og höfuðsagn­ fræðings framtíðarinnar, ef ekki hefðu komið til óraunhæfir kjarasamningar. Eða gera menn sér ekki grein fyrir því að samið var um launahækkanir sem nema hundrað milljörðum króna? Það var alltaf augljóst að slíkan froðu­ kaupmátt væri ekki hægt að flytja úr landi! Á þennan veg hafa rök Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra leg­ ið og þannig munu þau hljóða þegar grynnkar á gjaldeyrisforðanum. Allt hefði farið vel ef almenningur, og þá sérstaklega meintur óábyrgur hluti verkalýðshreyfingarinnar, hefði ekki klúðrað málum. Minnumst þessara yfirlýsinga þegar höftin verða fram­ lengd, að gömmunum löngu flognum úr laupum sínum. n Framtíðarsagnfræði Bjarna Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri grænna Kjallari „Ótrúlegustu aðilar hafa hins vegar verið reiðubúnir að fórna hagsmunum Íslands á altari kreddu sinnar. Leiðari Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is „Það er sannarlega orðið tímabært að bregðast við og gera íslenskuna að hluta af tölvuheiminum. Ásmundur Friðriksson talaði ekki við flokk sinn áður en hann hvatti til sniðgöngu Símans. – DV
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.