Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2015, Blaðsíða 30
Helgarblað 20.–23. nóvember 20156 Bækur
E
itthvað á stærð við alheim-
inn er beint framhald af síð-
ustu bók Jóns Kalmans Stef-
ánssonar, Fiskarnir hafa
enga fætur, og heldur áfram
þar sem frá var horfið með ættar-
sögu aðalsögupersónunnar Ara
Jakobssonar. Við snúum aftur til
Keflavíkur og Norðfjarðar, með
viðkomu í Reykjavík og Sandgerði.
Að vanda eru það stóru hugtök-
in sem Jón Kalman fæst við: ástin,
sorgin, fortíðin og tíminn.
Norðfjörður og Keflavík
Sögumaður bókarinnar, hinn dular-
fulli „ég“ fylgir aðalpersónunni í
gegnum minningarnar og aðstoð-
ar lesandann og Ara við að setja at-
burði í samhengi og bendir á hvern-
ig eilífðin stendur í stað á meðan
tíminn fleytir okkur áfram í gegnum
hana. Höfundurinn skapar spennu
með því að færa lesanda einn bita
í einu í stóru ættarpúsli, og smám
saman kemur í ljós að örlög persón-
anna eru fyrirfram ákveðin af gjörð-
um forfeðra þeirra. Áskorunin verð-
ur síðan að komast undan þessum
örlögum, brjótast út úr keðjunni.
Í bókinni fáum við að kynnast
móður aðalpersónunnar og örlögum
hennar auk þess sem kafað er dýpra
í lífið forðum daga á Norðfirði og í
níunda áratuginn í Keflavík. Bók-
in er ekki jafn myrk og sú fyrri, ástin
er stærri, skömmin minni. Í þess-
um seinni hluta ættarsögunnar er
áhersla lögð á hlutverk skáldskapar
í lífi fólks, enda kemur í ljós að hann
leikur stórt hlutverk í lífi hvers og
eins, með einum eða öðrum hætti.
Skáldskapurinn er nauðsynlegur til
þess að lifa af, en getur einnig verið
hættulegur og ógnvekjandi.
Einn staður sem alheimur
Þar sem Eitthvað á stærð við alheim-
inn er beint framhald af fyrri bókinni
er í raun fátt sem kemur á óvart, en
það kemur ekki að sök, enda margir
lesendur eflaust spenntir að sökkva
sér aftur í heim Jóns Kalmans.
Spurningum úr fyrri bókinni verð-
ur svarað og niðurstaða fæst í lokin
á þessari stóru ættarsögu sem teygir
anga sína þvert yfir landið.
Jón er sérstaklega fær í að skapa
söguheim bóka og að sama skapi
takmarka hann; gera einn stað að
alheimi, minnka alheiminn niður í
einn fjörð, eina eyju. Keflavík stend-
ur hér utan við alheiminn, í rokinu
og í myrkrinu og verður að sín-
um eigin heimi. Bandaríski herinn
hefur síðan áhrif á þetta samfélag og
Keflavík nútímans er veröld snauð af
því sem hún átti áður fyrr.
Kvenpersónurnar fá stærri hlut-
verk í þessari bók en í Fiskarnir hafa
enga fætur. Þannig er áherslan lögð
á stöðu þeirra í þjóðfélaginu og þær
skoðanir sem hafa dunið á þeim af
ráðandi kyni mannkynssögunnar.
Fegurðin í myrkrinu
Tíminn og eilífðin kallast á í verkinu,
kunnuglegir þræðir úr fyrri verkum
Jóns Kalman. Hér tekst honum enn
á ný að skapa stemningu sem hríf-
ur lesandann með sér, inn í myrkrið,
slorið og rokið og leyfir fegurðinni að
njóta sín. Á köflum verður rödd höf-
undar heldur sterk, þar sem skoðun-
um er komið á framfæri um stöðu
Íslands og fólksins sem þar býr. Það
er á þessum augnablikum sem stíll-
inn fellur eilítið og gerir það að verk-
um að lesandinn er rifinn úr þeirri
stemningu sem honum hefur verið
komið fyrir í. Þó að það sé ágætis leið
til þess að vekja fólk til umhugsun-
ar um vandamál heimsins, þá hefur
það öfug áhrif í þessu tilfelli og gerir
það að verkum að lesandanum líður
eins og sögumaðurinn sé yfir hann
hafinn.
Í bókinni, rétt eins og í þeirri fyrri,
eru það lýsingar af Keflavík þá og
nú sem standa upp úr og lýsingar
af breyskum manneskjum sem gera
mistök. Fegurðin felst oftar en ekki
í sorginni og því sem snertir okkur
mest. Hér er á ferð falleg og einlæg
saga um viðkvæmar manneskjur og
ástirnar sem stýra lífi þeirra. n
Eilífðin snýr aftur
Guðrún Baldvinsdóttir
skrifar
Bækur
Eitthvað á stærð
við alheiminn
Höfundur: Jón Kalman Stefánsson
Útgefandi: Bjartur
xxx blaðsíður
„Hér tekst honum
enn á ný að
skapa stemningu sem
hrífur lesandann með
sér, inn í myrkrið, slorið
og rokið og leyfir fegurð
inni að njóta sín.
Erasmus – Upphefð og and-
streymi eftir Stefan Zweig er ein
af jólabókunum, fremur lítil bók,
innbundin í smekklegu broti og
afar vel þýdd
af Sigurjóni
Björnssyni.
Austurríski
rithöfund-
urinn Stefan
Zweig á fjöl-
marga aðdá-
endur hér á
landi, ekki síst
vegna bókar-
innar Veröld
sem var. Hann skrifaði fjölda afar
læsilegra ævisagna og bókin um
Erasmus er ein af þeim. Hún kom
fyrst út árið 1934 en hefur ekki
verið þýdd fyrr en nú.
Erasmus frá Rotterdam
fæddist árið 1466 og lést árið
1536. Hann var víðförull frið-
arsinni og húmanisti. Hann
er þekktastur fyrir verk sitt Lof
heimskunnar en þar stígur
heimskan fram og flytur lofrullur
um sjálfa sig. Bókin um Erasmus
er greinilega skrifuð inn í sam-
tíma höfundarins, en þá var nas-
isminn að breiða úr sér með til-
heyrandi mannvonsku, ofstæki
og ofbeldisverkum. Zweig teflir
Erasmusi fram sem fulltrúa æðri
gilda; friðar, sáttar og mannkær-
leika. „Örlög alls ofstækis eru að
kollsigla sig,“ segir Zweig á einum
stað. Minnug skelfilegra atburða
í París skulum við vona að það
sé rétt.
Bestu kaflar verksins eru
beinlínis snilldarlegir. Lýsingar
á ást Erasmusar á bókum eru til
dæmis einkar fallegar. Á einni og
hálfri blaðsíðu er útlitslýsing á
Erasmusi þar sem lesandinn sér
hann ljóslifandi fyrir sér og fylgist
með því í svipmynd hvernig hann
eldist, fölnar og visnar með ár-
unum. Þetta er aðdáunarlega vel
gert hjá höfundi.
Samskipti Erasmusar og Lúth-
ers eru fyrirferðarmikil í bókinni,
en þeir tókust mjög á, enda mikl-
ar andstæður. Zweig lýsir Lúther
sem ofstækisfullum ófriðarsegg
en Erasmus var áberandi átaka-
fælinn. Víst er að lýsing Zweig á
Lúther mun ekki falla í kramið
hjá öllum. Vel má vera að aðdá-
un Zweig á Erasmusi liti nokkuð
viðhorf hans til Lúthers.
Bókin er frábærlega vel skrif-
uð, á köflum innblásin. Zweig
leggur mikla áherslu á að rýna í
sálarlíf persóna og gerir það mjög
sannfærandi. Helsti galli verksins
er, eins og þýðandinn segir í góð-
um eftirmála, að Zweig á til að
fullyrða of mikið og er ekki ætíð
nægilega hófstilltur. Skýringin á
þessu kann að vera að Zweig lifir
sig svo inn í frásögnina að hann
gleymir sér stundum.
Það er mikill fengur að þessari
bók þar sem áherslan er á mann-
úð, umburðarlyndi og kærleika,
nokkuð sem heimurinn þarf
sannarlega á að halda. n
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@dv.is
Bækur
Erasmus - Upphefð
og andstreymi
Höfundur: Stefan Zweig
Þýðing: Sigurjón Björnsson
Útgefandi: Skrudda
171 blaðsíða
Stefan Zweig Á fjölmarga aðdáendur
hér á landi.
Innblásinn
Zweig