Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2015, Qupperneq 41
Helgarblað 20.–23. nóvember 2015 Sport 33
JEPPADEKK
fyrir íslenskar aðstæður
Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | 540 4900 | www.arctictrucks.is
íslensku, vanir því að þeysast áfram á
ógnarhraða. Hestarnir sem keppt er
á í Mongol Derby eru í eigu hirðingja
sem ríða út á þeim, en hestarnir eru
í raun villtir þrátt fyrir það og eru alls
ekki tamdir. „Það eru engar girðingar,
það eru engin hesthús. Þeir eru því
villtir í þeim skilningi. Að næturlagi
hafa hrossin því tækifæri til að ráfa
um og geta verið komin langt frá bú-
stöðum hirðingjanna í morgunsárið.
Þeir eru ekki tamdir og þeir fá enga
kennslu, þannig séð. Hirðingjarnir
ríða alltaf á stökki og hafa litla þolin-
mæði fyrir hestum sem eru latir og
fara hægt yfir. Hugarfar hestanna er
því mjög villt. Þeir eru ekki vinaleg-
ir, eru ekki vanir alúð og yrðu bara
hræddir ef einhver sýndi þeim slíkt.
Þrátt fyrir það er skilningur á milli
manns og hesta. Það er eitthvað í nátt-
úrunni, þeir skilja að maðurinn þarf
á þeim að halda, þótt hrossin treysti
honum kannski ekki alveg. Þetta get-
ur verið svolítið harkalegt, en fyrir
þeim er þetta eðlilegt. Þeir bera mikla
virðingu fyrir dýrunum, þykir vænt
um þá og vita að án hestsins væru þeir
ekkert,“ segir hún. „Þarna stökkva þeir
á bak, en hér heima undirbúum við
hestinn, temjum hann lengi og förum
allt öðruvísi að þeim.“
Mikið andlegt úthald
Það þarf mikið líkamlegt úthald og
ekki síst andlegt til að sitja á baki svo
lengi. Aníta hugaði því bæði að and-
legu hliðinni og líkamanum fyrir
mótið. Það læddist að henni kvíði,
kannski hefði hún verið full brött að
skrá sig og kannski hefði farið betur ef
hún hefði beðið til 2015 til að vera til-
búin.
„Ég var mjög efins með þetta, en
ég vildi samt ekki hætta við. Ég hafði
skoðað of mörg myndbönd og séð
öll slysin [sem eru skelfileg, innskot
blaðamanns]. Það var svo eina nóttina
á undirbúningstímabilinu sem ég
vaknaði eftir draum. Ég man ekki
drauminn, en ég fann að kvíðinn var
allur á bak og burt. Ég vaknaði og var
tilbúin. Ég vissi að það yrði bara allt í
lagi,“ segir hún.
„Ég fann það svo sterkt að ég hafði
verið valin í þetta, að ég ætti að treysta
ferlinu og trúa því að mér hefði verið
ætlað að taka þátt. Eftir þetta fann ég
ekki fyrir miklum kvíða, miklu frekar
spennu og tilhlökkun,“ segir hún.
„Ég stappaði í mig stálinu enda
vissi ég að þetta var það sem mig lang-
aði til að gera. Ég vildi klára þetta – ég
þráði að klára. Ég hugsaði með mér að
þótt ég myndi handleggsbrotna á báð-
um og fótbrotna þá myndi ég komast
í mark. Mér tókst að bægja óttanum
frá mér og ég trúi því að ef manni tak-
ist það þá gangi hlutirnir upp. Ég var
mjög ákveðin og einbeitt,“ segir hún.
Talaði við líkamann
Aníta segist hafa farið óhefðbundna
leið til að samstilla líkama og sál. „Ég
tók utan um líkamann minn, kleip
mig á nokkrum stöðum og ræddi
hreinlega bara við hann. Útskýrði að
þetta yrði erfitt í smástund, en svo
fengjum við hvíld. Ég veit að þetta
hljómar mjög einkennilega, en þetta
virkaði fyrir mig.“
Er einfari
Aníta fór ein út. Hún naut stuðnings
fjölskyldunnar og vina og hafði að-
ila sem aðstoðuðu hana mikið, en
hún vildi fara ein í þetta ferðalag.
„Mér finnst best að fá að vera bara í
friði. Annað fólk getur truflað mig og
ég var hrædd um að ég myndi missa
fókusinn. Þetta getur verið truflun. Ég
hef alltaf verið svona og veit ekkert af
hverju. Ég vil bara helst fá að vera með
sjálfri mér í svona aðstæðum,“ segir
hún og segist stundum kannski vera
einum of sjálfstæð.
Hrekkjóttir
Villihestarnir eru hrekkjóttir og
dyntóttir, segir Aníta. Hún gat átt von
á öllu frá þeim, en skipt er um hesta
með reglulegu millibili á daginn.
Knaparnir fá að velja sér hesta með
leiðbeiningum frá hirðingjunum sem
eiga þá. Stöku sinnum lenti hún í því
að fá hesta sem henni fundust latir og
henni gekk illa að fá þá til að spretta
úr spori. „Í önnur skipti lenti ég í því-
líkum blindrokum þar sem þeir æddu
áfram,“ segir hún. „Þá hleypur hestur-
inn áfram, hlýðir engu og þessir
hestar, þeir hlaupa hratt. Þú hefur
enga stjórn á dýrinu, þetta er eins
og að vera í biluðum rússíbana sem
stefnir niður fjall,“ segir Aníta en segist
þó ýmsu vön en hefur þó blessunar-
lega sloppið við alvarleg meiðsl. Hún
ber í borðið og segir: „sjö, níu, þrettán.
Ég hef verið mjög heppin.“
Vildi ekki lata hesta
Á ferðalaginu gekk á ýmsu. Aníta
borðaði ekki mjög mikið, svaf illa en
náði að halda sér gangandi alla tíu
dagana. „Ég gat ekki slakað á. Ég var
mjög spennt og vildi drífa mig áfram,“
segir hún. „Í fyrstu fannst mér ég
fá rosalega lata hesta, en það kom í
ljós að hirðingjarnir vildu láta mig fá
hesta sem þeir héldu að væru öryggir
fyrir mig. Karlmennirnir fengu frekar
erfiða og hraða hesta, en ég fékk þá
sem voru latari. Ég þurfti því að gera
þeim grein fyrir því að ég væri öllu
vön og vildi fá kraftmikla hesta. Það
var eiginlega erfiðara að fá lata hesta
en þessa kraftmeiri. Það fer svo mik-
il orka í að hvetja þá áfram að maður
verður alveg örmagna eftir það,“ segir
hún og segir að það hafi verið mikil-
vægt fyrir hana að nota innsæið til að
finna réttu hestana fyrir sig, fara milli-
veginn. „Oftast tókst mér það,“ segir
hún, enda þaulvanur tamningamaður
með fimmtán ára reynslu.
Á þriðja degi fékk hún þó aðeins
hesta sem voru eins og hún segir sjálf
„kolklikkaðir“. Það var erfiðasti dagur-
inn, hún var þreytt og hafði ekki náð
að safna þrótti. Það bráði þó af henni
og hún náði tökum á þreytunni.
Á sjöunda degi lenti hún svo í því
að villast sem kostaði hana talsverð
refsistig. „Ég var skyndilega komin í
rosalega fallegan dal, en ég áttaði mig
á því að ég var alls ekki þar sem ég átti
að vera. Hesturinn minn var frekar
latur, átti erfitt með að spretta úr spori
og ég kallaði eftir hjálp,“ segir hún.
Kona ársins
En hún kláraði, varð í nítjánda sæti
og vann hug og hjörtu landsmanna.
Hún var valin kona ársins af Nýju lífi,
gaf út bók og hefur haldið fjölmarga
fyrir lestra fyrir fyrirtæki og samtök þar
sem hún segir frá kappreiðinni, undir-
búningnum en einnig vangaveltum
hennar um íslenska hestinn.
„Eftir þessa upplifun sé ég að við
þurfum að huga betur að þolinu og
styrknum. Hesturinn okkar er kominn
af mongólska kyninu og hafði styrkinn
og úthaldið frá honum, eitthvað sem
ég held að við séum að missa,“ segir
hún og segir að íslensku hrossin séu
þjálfuð til þess að taka þátt í hring-
vallagreinum, kappreiðar séu afar
sjaldgæfar og að hún óttist þessa þró-
un.
„Við Íslendingar megum vera afar
stoltir af því hvernig við hugsum um
hestana okkar. Þeir fá allt hið besta,
en við verðum samt að vara okkur á
þessari þróun. Við verðum að skoða
þetta,“ segir hún. Aníta hefur rætt
þetta opinskátt og segir mikilvægt að
virða hestana og þeirra hæfileika.
Næsta áskorun
Það er erfitt að finna nýjar áskoranir
þegar maður veður beint í það
erfiðasta, en Aníta er ekki af baki
dottin. „Ég hélt að ég myndi róast
eftir þetta en ég varð bara verri. Ég er
stöðugt að leita mér að nýrri áskorun,
nýjum ævintýrum.“
Líklega hefur hún þó fundið
leiðina til að skora á sjálfa sig, en hún
undirbýr nú hestaferðir í ferðaþjón-
ustu þar sem vanir knapar geta feng-
ið að upplifa ferðalög, með löngum
dagleiðum þar sem riðið er að tals-
verðu kappi. Takist áætlanir henn-
ar verður einnig hleypt af stokkunum
einhvers konar útgáfu af kappreiðum
hér á Íslandi. Það yrði stærsta verkefni
í hestatengdri ferðaþjónustu hér á Ís-
landi og mikil áskorun. „Þetta er ekk-
ert nema spennufíkn. Ég þrífst á því,“
segir hún. n
Sautjánda stöðin Hér
er Aníta að koma á 17.
stöðina, ellefu eru eftir.
MyNd Úr EiNKaSafNi
Til sóma Aníta var landi og
þjóð til sóma, hún hafnaði í
nítjánda sæti og var svo valin
kona ársins. MyNd Úr EiNKaSafNi
Hópurinn Aníta var með hlífðarbún-
að, brynju og hjálm auk annarra varúð-
arráðstafana. Hún féll aldrei af baki og
slapp við sár meiðsl undan hnakkinum
sem hún hafði. MyNd Úr EiNKaSafNi
„Mig langar að
taka þátt í fleiri
svona kappreiðum, en ég
er náttúrlega búin með
þá lengstu, erfiðustu og
hættulegustu.