Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2015, Qupperneq 42

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2015, Qupperneq 42
34 Lífsstíll Helgarblað 20.–23. nóvember 2015 Þ að er svo gaman að skreyta heimilið sitt fyrir hátíðirnar. Skrautið bætir jólaandann á dimmum og köldum vetrar- mánuðum og myndar einnig skýrari skil á milli árstíða. Fyrir utan hefðbundnar jólaseríur, kransa og kerti (sem eru auðvitað alltaf sígild og skemmtileg) tók ég saman nokkra útvalda hluti sem finna má í hin- um og þessum hönnunar- og hús- gagnaverslunum sem mér þykir afar fallegir. Ég mæli með að fólk fari að draga fram jólaskrautið, setja huggu- lega jólatónlist á fóninn og hita sér glögg. Nú styttist í aðventuna. n Hönnun á heimilið Grýlusvunta og viskastykki Lín des- ign býður upp á alíslenskar jólasvuntur en á þeim má finna uppskrift að girnilegum Grýlugraut. Svuntan er tilvalin viðbót í smákökubaksturinn. HeklaIslandi Servíéttur og kerti frá þessum framleiðanda klikka ekki. Til eru nokkrar jólategundir en „ Meiri snjó, meiri snjó, meiri snjó“ er í uppáhaldi þessi jólin. Omaggio-jólakúlurnar Þessi vara er úr haustlínu Kähler fyrir árið 2015. Maður er varla að uppljóstra neinu hernaðarleyndarmáli þegar maður bendir á að kúlurnar verða sennilega stærsta jólaskrautstrendið í ár. Kúlurnar fást bæði í gylltu og silfruðu og fást meðal annars í Líf og list. Föndurdót frá börnunum Foreldrar eiga eflaust eitthvað til frá síðustu árum og sennilega mun bætast við í safnið í ár. Það er gaman fyrir alla á heimilinu að leyfa heima- tilbúna skrautinu frá börnunum að njóta sín á áberandi stöðum. Persónulegt skraut er jú alltaf fallegast. Ralph Lauren-jólailmurinn Við eigum það til að vera svakalega skandinavísk um jólin. Hins vegar er kaninn snillingur þegar kemur að ilmi. Í Húsgagna- höllinni má finna alveg einstakt jólailmkerti frá fatahönnuðinum Ralph Lauren. Kertið er í rauðu glasi í fallegum, jólalegum kassa. Kertið er úr sojavaxi og brennur í um 30 klukkustundir. Holiday-ilmkertið ilmar af sígrænum jurtum, rifsberjum og einiberjum. Le Klint- jólahjörtu Þessi fallegu jólahjörtu minna á gamla tíma. Isa Dawn Whyte Jensen hannar hjörtun fyrir danska hönnunar- framleiðandann Le Klint og koma hjörtun svo sannarlega með jólaandann inn á heimilið. Hver man ekki eftir að hafa föndrað svipuð hjörtu í barnæsku? Hjörtun má nálg- ast í Epal. Hönn- unar- Horn Kolfinna Von Arnardóttir kolfinna@artikolo.is Hvítir hnotubrjótar frá House Doctor Danska vöru- merkið House Doctor leitar í gamla tímann og fangar anda og tilfinningu áranna frá 1960–70, en án eftirlíkinga; þess í stað er skapaður nýr stíll úr gömlum tíma. Hvítu hnotubrjótarnir eru ævintýralega fallegir og fást til dæmis í Fakó verzlun á Laugavegi. Jólaóróinn frá Nox „Rjúpan” er annar óróinn sem kemur frá Nox en í fyrra kom „Hreindýr”. Hingað til hefur Georg Jensen-óróinn verið afar vinsæll, en Nox-óróinn er sérstaklega skemmtilegur, alíslenskur og í nýju uppáhaldi hjá mér. Hug- myndin í hönnun óróans er að færa sig frá þessum heðbundnu óróum af snjókörlum, jólatrjám og snjókornum með því að gera íslenskum villtum (jóla)mat hátt undir höfði. Óróinn er gull- og silfurhúðaður með svörtum og hvítum silkiborða þar sem stend- ur „Gleðileg jól“ á átta tungumálum. Plast, miðar og tæki ehf. Krókhálsi 1 110 Reykjavík s. 567 8888 www.pmt.is gæði – þekking – þjónusta Umhverfisvænir pokar sem brotna niður í umhverf inu Nánari upplýsingar á www.pmt.is eða í síma 567 8888 • Umhverf isvænu plastpokarnir f rá PMT eru ekki maíspokar • Þe ir eru með skaðlaust d2w íblöndunarefni • d2w breyt ir plastpokunum að líf tíma þe irra loknum svo að þe ir samlagist nát túrunni á sama hát t og laufblað Við bjóðum uppá alls kyns gerðir af umhverfisvænum plastpokum. Íslensk plastfyrirtæki sem vilja gerast umhverfisvænni geta jafnframt fengið hjá okkur íblöndunarefni. Pokar í s töðluðum stærðum eða séráprentaðir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.