Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2015, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2015, Blaðsíða 4
Vikublað 12.–14. maí 20154 Fréttir „Tekur á alla fjölskylduna“ n enn ein fjölskyldan flytur til noregs n urðu að skilja hundinn eftir vegna verkfalls H ún er fjögurra ára gömul og við fjölskyldan höfum átt hana frá því hún var 11 mánaða,“ segir Brynjólfur Friðjónsson sem nú er fluttur til Noregs með fjölskyldu sína í leit að betri kjörum og lífsskilyrðum. En ekki fengu allir meðlimir fjölskyldunnar að fljóta með út því Brynjólfur varð að skilja eftir fjölskylduhundinn sem er enginn smá voffi, St. Bernharðs-tík, Nóra, sem er með íslenskan meistaratitil og hefur hlotið ótal viðurkenningar á sýningum hérlendis. Fjölskyldan var búin að fá nóg af ástandinu og hafði skipulagt flutninginn til Noregs í nokkra mánuði. Mjög kostnaðarsamur flutningur Að flytja dýr til útlanda er mjög kostnaðarsamt og tímafrekt ferli þar sem fylla þarf út þó nokkur eyðublöð auk þess sem greiða þarf fyrir flugfarið eða, eins og í tilviki fjölskyldunnar, fyrir pláss um borð í Norrænu. En af hverju urðu þau að skilja fjölskylduhundinn eftir? Allur inn- flutningur og útflutningur á lif- andi dýrum er í algjörum lamasessi vegna verkfalls dýralækna hjá Mat- vælastofnun en þeir þurfa, lögum samkvæmt, að votta uppruna og heilbrigði innfluttra dýra, eins og til dæmis gæludýra og kynbótaminka. „Konan og dóttir mín fóru með bílinn í Norrænu á miðvikudaginn en Nóra átti að fara með þeim. Við höfðum bara þetta eina tækifæri til að koma okkur öllum út og við höfðum skipulagt þetta í langan tíma. Við sóttum um undanþágu og útskýrðum okkar stöðu en fengum höfnun. Þeim fannst ekki réttlætan legt að gefa okkur undan- þágu. Ég svaraði þeim og spurði hvað við ættum að gera og fékk þau svör að ég ætti bara að sækja aft- ur um undanþágu. Við höfum nú misst af þessu tækifæri út af þessu verkfalli,“ segir Brynjólfur og bætir við að það taki mikið á fjölskylduna að hafa ekki fjölskylduhundinn með. Stór hluti af fjölskyldunni Brynjólfur flaug sjálfur út á föstu- daginn en næstu daga mun hann hitta tilvonandi vinnuveitendur í Noregi. „Dóttir mín, Anna Kristín, er rúmlega tveggja ára en hún hef- ur alist upp með tíkinni og það eru mikil þarna á milli. Þetta tekur á alla fjölskylduna enda er hún fyrir löngu orðin stór hluti af henni.“ Mikil samheldni er í hópi eigenda St. Bernharðs-hunda hér á landi en ræktandinn kom fjöl- skyldunni til bjargar og gat hýst tík- ina tímabundið þar til fjölskyldan fyndi lausn á þessu. Það er ekkert grín að finna pössun fyrir St. Bern- harðs-hund og því er fjölskyldan afar þakklát Guðnýju Völu Tryggva- dóttur, eina ræktanda St. Bern- harðs-hunda á Íslandi. „Já, það er náið samband á milli eigenda St. Bernharðs-hunda á Íslandi og þetta nána samband varð til þess að Guðný Vala bauðst til þess að passa Nóru fyrir okkur. Við vitum ekki hvenær við náum tíkinni út til okkar en það er ljóst að það gerist ekki á meðan dýralæknar eru í verkfalli.“ n Anna Kristín og vinkonan Fjölskyldan fékk ekki að taka tíkina með sér út. Mynd Úr einKASAfni Brynjólfur og dóttirin Það tekur á fjölskylduna að þurfa að skilja fjölskyldu- hundinn eftir. Mynd Úr einKASAfni „Dóttir mín, Anna Kristín, er rúmlega tveggja ára en hún hef- ur alist upp með tíkinni og það eru mikil tengsl þarna á milli. Atli Már Gylfason atli@dv.is Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 • jsb@jsb.is • www.jsb.is Dansstudio JSB 16+ Sumarnámskeiðin hefjast 20. maí! E F L I R a lm a nn a t en g s l / H N O T S K Ó G U R g ra f í s k h ö nn un Fjölbreytt og kraftmikil jazz- og nútímadansnámskeið Skráning hafin í síma 5813730 Dansstudionámskeiðin eru frábær leið til að halda sér í formi! DANSSTUDIO JSB 16+ • Kennt er 3x í viku 75 mín. í senn • Frír aðgangur að tækjasal JSB og opnum líkamsræktartímum fylgir • Þrjú tímabil: 20. maí – 8. júní, 10. – 29. júní og 1. – 16. júlí Nánari upplýsingar á www.jsb.is V il tu g er as t vi n u r JS B ? D an sl is ta rs kó li JS B er á fa ce bo ok Danslistarskóli JSB er samstarfsaðili að Frístundakorti Reykjavíkurborgar. Úra og skart- gripaverslun Heide Glæsibæ Við erum líka á Facebook Tilvalin ferming- argjöf

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.