Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2015, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2015, Blaðsíða 30
Vikublað 12.–14. maí 201522 Menning Fyrsta ljóða- bók Ólafs Jóhanns Almanakið, fyrsta ljóðabók Ólafs Jóhanns Ólafssonar, fór við útkomu rakleitt í efsta sæti metsölulista Eymundsson. Myndir í bók- inni eru eftir son Ólafs Jóhanns og alnafna. Eitt fremsta núlif- andi ljóðskáld þjóðarinn- ar, Þorsteinn frá Hamri, gefur ljóðabókinni meðmæli á bókar- kápu og segir ljóðaflokkinn fal- legan, vel saminn og áhrifamik- inn í látleysi sínu og innileik. Hér er örugglega á ferð eitt besta verk Ólafs Jóhanns. Meistara- verk Orwells Ein frægasta skáldsaga 20. aldar, 1984 eftir George Orwell, er komin út í íslenskri þýðingu Þór- dísar Bachmann. Þetta er bókin um Stóra bróður, herbergi 101 og Hugsanalögregluna. Skáld- saga sem hefur haft gríðarleg áhrif og er meistaralega hugsuð og rituð. Bók sem hreyfir sannar- lega við lesandanum og geymir eina mögnuðustu lokasetningu heimsbókmenntanna. Ég vil ekki lokast inni í samfélagi B látt blóð er ný bók eftir Odd- nýju Eir Ævarsdóttur, en þar segir hún afar persónu- lega sögu konu sem þrá- ir að eignast barn en tekst ekki. Við lestur bókarinnar er ljóst að Oddný Eir er þarna að segja eig- in sögu. Svo gleðilega vill til að Odd- ný Eir eignaðist son á mæðradaginn. „Ég er mjög lukkuleg,“ segir hin ný- bakaða móðir. Oddný Eir segir að bókin eigi sér nokkra forsögu: „Hugmyndin vakn- aði þegar stúlka úti í Ameríku spurði hvort ég ætti ekki smásögu sem hægt væri að birta í Day One sem er raf- tímaritsútgáfa Amazon. Ég hef ekki skrifað smásögur en hugsaði með mér að gaman gæti verið að kljást við smásagnaformið, reyna að ögra því eitthvað. Ég fann strax að ég vildi hafa söguna í andstöðu við reynsluna sem mig langaði að skrifa um, hafa frá- sögnina hraða á meðan reynslan ein- kenndist af langdreginni bið. Á þessu tímabili var ég að kljást við sorg vegna barnleysis og mig langaði til að vita hvort mýtan um lækningamátt þess að setja lam- andi tilfinningu í orð væri sönn. Mér fannst ágætt að sagan kæmi bara út á ensku á netinu því þá gat ég skrifað í meira frelsi án þess að velta því fyr- ir mér hvort orðin myndu særa hinn eða þennan.“ Bókin kemur út sem raftímarit og sem rafbók hjá Am- azon. „Útgefandi minn, Guðrún Vil- mundardóttir hjá Bjarti, hvatti mig til að gefa bókina samhliða út á ís- lensku og þótt mér þætti það ugg- vænlegt sló ég til. Það var raunar frekar létt að skrifa þessa bók. Þótt ég væri inni í miðri sorginni þá skemmti ég mér vel við að skrifa. Minnti mig dálítið á það þegar eitthvað var leiðinlegt í barnaskóla, að fara þá heim og leika sér með dótið sitt og finna gleði í einsemdinni. Það var gaman að grípa í sjálfsævisögu- lega formið sem ég hef unnið með áður. Gamla góða sjálfsævisagan! Ég held áfram þar sem frá var horfið að leika mér að blóðblöndun skáldskap- ar og sannleika, ímyndunarafls og raunveruleika.“ Verð að búa í stórum heimi Oddný Eir fjallar ekki einungis um eigin tilfinningar í bókinni heldur er fjallað mjög op- inskátt um ann- að fólk. „Maður þarf alltaf að skapa rými fyrir það sem maður skrifar, gefa sér skáldaleyfi og taka sénsinn á því að stíga inn á sprengjusvæði. En þegar maður er svona nærri því sem var og er þá getur tekið við samræða við hlutaðeigandi. Ég vildi ekki særa neinn og vildi fá samþykki frá öll- um sem bókin snertir persónulega. En ef ég hefði hins vegar ætlað að fá leyfi hjá öllum sem málið hugsanlega varðar þá kæmi þessi bók aldrei út. Það er nú alltaf siðferðileg spurning hvort maður eigi að gefa skrif sín út. En þeir sem standa mér nærri og ég treysti fengu handritið til yfirlestrar og þeir treystu mér og það á auðvit- að líka við um mennina sem mest er fjallað um í sögunni.“ Oddný býr núna undir Eyja- fjallajökli. Spurð hvort hún sé orðin bóndakona segir hún: „Nei, ég get nú ekki sagt það, draumurinn er að vera áfram frjáls í sveitinni í nálægð við náttúruna og dýrin með mínum manni og barni. Ég vil ekki lokast inni í neinu samfélagi, hvort sem það er lítið sveitasamfélag eða lítið menn- ingarsamfélag í Reykjavík. Sem rit- höfundur og manneskja verð ég að búa í stórum heimi þar sem samræð- an um viðmiðin og normin er lifandi. Kannski er það einhver óskaheimur.“ Áskorun að verða móðir „Vinkona mín sagði að þessi bók væri óður til mömmu sem hefði tekist að vera bæði listakona og móðir. Og mín bíður það verkefni að finna jafnvæg- ið,“ segir hin stolta móðir. „Það er víst ansi mikil áskorun að verða móð- ir. Menn segja að þá sé maður aldrei laus við áhyggjur og kvíða, og það reyni því virkilega á andlegan þroska. Þegar ég varð ólétt var ég einmitt ný- búin að komast að því að það væri stórlega ofmetið að eignast börn og að það væri mér líklega fyrir bestu að verða bara bókamóðir. Ég leit til himins og sagði: Jæja, ef mér er það ætlað þá samþykki ég það. En það yrði mér örugglega jafn erfitt að samþykkja að skrifa ekki meir. Hugmyndir að nýjum bókum halda áfram að banka upp á svo ég vona að ég eigi bara eftir að eflast í skriftunum. Mig hefur til dæmis alltaf langað til að skrifa barnabók. Ég er líka að klára tvær bækur sem koma bráðum út og núna í byrjun maí kom út hjá Tímaritröðinni 1005 lítil en þétt bók sem ég vann út frá gömlum bréf- um pabba. Þótt það sé í hvert sinn erfitt og furðulegt ferli að gefa út bók þá er það líka mjög hressandi, það skapar andrými.“ Aðspurð um titil nýútkomnu bók- arinnar segir Oddný að hún hafi farið að velta fyrir sér markvissum blóðblöndunartilraununum í sögu okkar eftir að hún kynntist tækni- frjóvgunarstofnuninni. „Það hefur alltaf tíðkast að reyna að blanda blóð- inu á þann hátt að útkoman verði genetískt góð fyrir mannkynið, eins og bændur gera skammlaust í bú- skapnum. Þegar fólk velur gjafasæði og gjafaegg krossar það meðal annars við augnlit og ég var að leita að bláum augum. Og þá fór ég að pæla í þessu stóra stökki frá ómetanlegri tækniað- stoð við fólk sem á í vanda aftur í þá gömlu hugsun kóngafólksins að blóð þess væri öðruvísi á litinn en blóð al- menningsins, nefnilega blátt. Titill- inn er því líklega írónískur. Ég vildi minna á að besta blóðið, sem í gegn- um mannkynssöguna hefur kallast blátt, er blóðið sem rennur í þeim sem maður elskar, hvaðan sem það kemur og hvernig sem það er á litinn. En svo er ástin svo sem ekkert sak- laus. Ég held þó að eina hugsanlega umbótin felist í að blanda meiri kær- leika í lífið.“ n Oddný Eir Ævarsdóttir, sem eignaðist son á mæðradaginn, skrifaði bók um barnleysi Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is „Draumurinn er að vera áfram frjáls í sveitinni í ná- lægð við náttúruna og dýrin með mínum manni og barni. Oddný Eir „Ég vona að ég eigi bara eftir að eflast í skriftunum. Mig hefur til dæmis alltaf langað til að skrifa barnabók.“ Mynd Sigtryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.