Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2015, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2015, Blaðsíða 11
Vikublað 12.–14. maí 2015 Fréttir 11 RíkisstjóRn á Rauðu ljósi og gulu n Mörg af stærstu málum ríkisstjórnarinnar í uppnámi þegar 8 fundadagar eru eftir n Verkföll og vinnudeilur setja strik í reikninginn Ólgan Undir niðri ólgar nú á vinnumarkaði þar sem 70 þúsund manns gætu farið í verkfall síðar í mánuðinum og byrjun júní. Vinnudeilurnar eru stærsta og alvarlegasta viðfangsefni stjórnmál- anna nú. Mynd Sigtryggur Ari Frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar sjáv- arútvegsráðherra um úthlutun makrílkvóta hefur vakið óvenju hörð viðbrögð, ekki að- eins meðal almennings heldur einnig meðal margra hagsmunaaðila. Eftirtektarvert er að á sama tíma og samtök sjómanna hafa lítið við frumvarpið að athuga gera útgerðarmenn og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi margvíslegar athugasemdir við það. Ein þerra er sú að stórútgerðum þykir 5 pró- senta hlutdeild smábáta í heildarkvótanum helmingi of mikið. Þegar hér er komið sögu hafa safnast um 31 þúsund undirskriftir þar sem skorað er á forseta Íslands að vísa málinu í þjóðarat- kvæðagreiðslu verði frumvarp Sigurðar Inga óbreytt að lögum. Úthlutun makrílkvóta felur í sér úthlutun gríðarlegra verðmæta eins og margir hafa bent á, eða allt að 150 milljarða króna. Vaxandi líkur eru á að leikinn verði biðleikur í makríldeilunni sem fælist í því að stytta úthlutunartímann úr þeim sex árum sem Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarút- vegsráðherra leggur til í frumvarpi sínu. Kristinn H. Gunnarsson hefur í kjallaragrein í DV bent á að í raun sé úthlutunin til átta ára þar sem enn eru tvö ár eftir af kjörtímabili núverandi ríkis- stjórnar og ólíklegt að hún snúi við blaðinu á þeim tíma verði frumvarpið samþykkt óbreytt. Makrílfrumvarpið er nú til meðferðar í atvinnuveganefnd Alþingis að lokinni fyrstu umræðu af þremur. Í nefndinni er mikið verk fyrir höndum enda umsagnir hagsmunaaðila um þrjátíu og fulltrúar margra þeirra eru kallaðir fyrir nefndina. Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, sagði í samtali við DV fyrir helgi að ná þyrfti breiðari sátt um mál- ið og var á honum að skilja að frumvarpið yrði varla afgreitt óbreytt á þeim nauma tíma sem eftir er. Harðar deilur um makríl Útilokað að makrílfrumvarp Sigurðar Inga verði samþykkt óbreytt Sjávarútvegsráðherra ákvað um miðjan febrúar að leggja kvótafrumvarp sitt ekki fram á þessu þingi. Ástæðan er ágreiningur stjórnarflokkanna um hver fari með forræði fyrir kvót- anum; ríkið, eins og frumvarp- ið segir til um, eða útgerðin. Sigurður Ingi lýsti vonbrigðum sínum en Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, fagnaði ákvörðun ráðherrans og sagði betra að leggja frumvarpið fram í haust í ljósi þess hversu stutt er eftir af þinginu. „Sjávarútvegsráðherra hefur lagt í mjög mikla vinnu við þetta mál og það er á vissan hátt skaði að við skulum ekki koma því inn á þingið í umræðu á þessu þingi,“ sagði Bjarni í febrúar í samtali við RÚV. Endurskoðun kvótakerfis í salt Forræði yfir kvóta ágreiningsmál stjórnarflokkanna Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra setti allt á annan endann þegar upplýst var að hann hefði sent starfsbróður sínum í Lettlandi, sem fer með forystu í ESB um þessar mundir, bréf þar sem farið var fram á að endanleg viðræðuslit um aðild Íslands að ESB yrðu viðurkennd af hálfu þeirra. Áður höfðu oddvitar beggja stjórnarflokk- anna auk Gunnars Braga haft góð orð um að leggja fram þingsályktunartillögu sama efnis á vorþinginu. Slík tillaga hefur ekki enn verið lögð fram. Auk þess er Ísland enn skráð í hópi þeirra ríkja sem sótt hafa um aðild og eru í slíku ferli samkvæmt nýrri skýrslu um efnahags- horfur Evrópuþjóða sem kom út fyrir síðustu mánaðamót á vegum Evrópusambandsins. Það er þvert á túlkun utanríkisráðherra sem reyndar telur að skýrslan hafi verið það lengi í vinnslu að gleymst hefði að breyta henni. ESB-umsóknin og uppnámið Gunnar Bragi lagði enga þingsályktunartillögu fram um viðræðuslit Frumvarp Ragnheiðar Elínar Árnadóttur um náttúrupassa hefur endanlega verið slegið af. Eftir fyrstu umræðu var málinu vísað til atvinnuveganefndar í byrjun febrúar og þar er það enn þegar átta funda- dagar eru eftir á Alþingi. Ragnheiður Elín hefur boðað aðrar leiðir til að fjármagna náttúruvernd og öryggi ferðamanna sem undirstrikar að náttúrupassinn er dauður. Hann naut í raun hvorki meirihlutastuðn- ings meðal stjórnarliða né stjórnarand- stæðinga á þingi. Tilraunir til að innleiða náttúrupassa fóru með öðrum orðum í vaskinn á sama tíma og erlendum ferðamönnum fjölgar ört og álag á náttúruperlur eykst. Ferðamanna- fjöldinn ár hvert er nú þrefaldur íbúafjöldi landsins. Athuganir hafa sýnt að meira en 70 prósent erlendra ferðamanna heimsækja Þingvelli, Gullfoss og Geysi. Um helmingur þeirra kemur við í Skaftafelli og 30 til 45 prósent heimsækja Mývatn, Dettifoss og Snæfellsþjóðgarð, Egilsstaði og Hallormsstað svo nokkuð sé nefnt. Engin grein vex eins hratt og ferða- mennskan. Á sama tíma hefur ekki tekist pólitísk sátt um hvernig fjármagna skuli nauðsynlega vernd og ráðstafanir sem gera verður vegna álags af ferðamanna- straumnum. Markmið laganna um náttúrupassann er einmitt að afla ríkinu tekna til að stuðla að verndun náttúru Íslands með nauðsynlegri uppbyggingu, viðhaldi og verndun ferðamannastaða svo og að styðja við málefni er tengjast ör- yggismálum ferðamanna. Ráðgert var að einstaklingur, sem náð hefur 18 ára aldri, skyldi afla sér náttúrupassa gegn 1.500 króna gjaldi og átti passinn að gilda í þrjú ár. Ferðamálastofa átti að annast útgáfu passanna og innheimtu. Lofa losun hafta Aðeins átta dagar til stefnu á þingi Eitt stærsta málið sem að Bjarna Bene- diktssyni fjármála- og efnahagsráðherra snýr þessa dagana er losun hafta. Frá því núverandi ríkisstjórn tók við völdum fyrir tveimur árum hefur hún reglulega boðað afnám hafta. Í nýrri skýrslu tveggja hagfræðinga, Ásgeirs Jónssonar og Hersis Sigurgeirs- sonar, eru leiddar að því líkur að óeining innan ríkisstjórnarinnar, meðal annars um svonefnda gjaldþrotaleið slitabúa föllnu bankanna, hafi afnám hafta – eða skref í þá átt – taf- ist um að minnsta kosti eitt ár. Seðlabankinn og fleiri hafa um margra mánaða skeið bent á að ytri aðstæður til afnáms hafta séu ákjósanlegar og mikilvægt sé að nota tækifæri sem ef til vill gefst ekki aftur. Bjarni hefur boðað frumvarp fyrir þinglokin sem felur í sér skref í afnámi fjármagnshaftanna. Þegar aðeins átta fundadagar eru eftir á þingi bólar ekkert á frumvarpinu. En DV er kunnugt um að unnið sé hörðum höndum að því að losa um höftin. Mikil leynd hvílir yfir þeirri vinnu, bæði af hálfu stjórnvalda og slitastjórna sem og kröfuhafa. Eitt af stóru álitamálunum er lögmæti þess að leggja á sérstakan stöðugleikaskatt einvörðungu á kröfuhafana eða aðra sem eiga aflandskrónufjöll. Þótt skammur tími sé til stefnu eru enn mestar líkur á að Bjarni leggi fram frumvarp um losun hafta, enda er ljóst að stöðugleikaskattur verður til að mynda ekki lagður á öðruvísi en með lög- um þótt margt annað í afnámi haftanna krefjist ekki lagasetningar. Náttúrupassi fékk reisupassann Löng barátta Ragnheiðar Elínar fyrir náttúrupassa varð árangurslaus Ástand á íslenskum vinnumarkaði hefur ekki verið ótryggara um áratugaskeið. Undir lok þessa mánaðar og í byrjun júní verða milli 50 og 80 þúsund launamenn farnir í verkfall hafi ekki samist fyrir þann tíma. Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunn- laugssonar og Bjarna Benediktssonar samþykkti fyrir réttu ári að setja lög til að stöðva verkfallsaðgerðir flugmanna. Lítill vilji virðist vera til þess nú að setja slík lög; aðstæður eru vitaskuld aðrar þegar tugir félaga á almenna markaðnum og meðal opinberra starfsmanna eru í verkfalli eða á leiðinni í verkfall. Ástandið þykir orðið afar ógnvænlegt og hafa ýmsir stjórnarandstæðingar hvatt stjórnvöld til aðgerða og boðið liðsinni. Alvarlegast er ástandið á sjúkrahúsum landsins vegna verkfalla einstakra heil- brigðisstétta. Fram kom um helgina að á fundi fulltrúa launamanna og stjórnvalda hafi verið nefnd möguleg hækkun persónu- afsláttar og breytingar á tekjuskattskerfinu í þágu launamanna ef það gæti liðkað fyrir samningum á vinnumarkaði. Sigmundur Davíð og Bjarni hafa einum rómi talað gegn verðbólgusamningum og Sigmundur Davíð hefur ekki viljað neina aðkomu ríkisins sem gæti verið sem eldur á verðbólgubál. Björn Valur Gíslason, varaformaður VG, sagði í útvarpsviðtali um helgina að ríkis- stjórnin væri búin að miðla alls 250 millj- örðum króna til betur megandi fjölskyldna í landinu með skattalækkunum, leiðréttingu og fleiri aðgerðum. Þeir gætu ekki sagt nú að ekkert væri til skiptanna þegar láglauna- stéttir fari fram á launahækkanir. Stríðsástand á vinnumarkaði Stærsta viðfangsefni Sigmundar Davíðs og Bjarna í hnút Kr in gl an Kr in gl um ýr ar br au t Miklabraut Miklabraut Við erum hér! Tilb oð 17 10 bitar fyrir 4-5 5 Stórir bitar og 5 minni. Stórt hrásalat og kokteilsósa. Stór af frönskum og 2l. Pepsi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.