Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2015, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2015, Blaðsíða 10
Vikublað 12.–14. maí 201510 Fréttir L jóst er að óvenju harkalegar vinnudeilur og yfirvofandi verkföll tugþúsunda launa- manna síðar í mánuðinum og í byrjun júní er aðkallandi og alvarlegt vandamál sem ligg- ur á borðum ríkisstjórnarinnar og stjórnmálanna almennt um þess- ar mundir. Á fundum fulltrúa ríkis- stjórnar og launamanna hafa ver- ið viðraðar hugmyndir um hækkun persónuafsláttar í 65 þúsund kónur og breytingar á þrepskiptum tekju- skatti. Það er fyrsta efnislega útspil ríkisstjórnarinnar sem þó hefur talað um að koma að deilunum með ein- hverjum hætti undanfarnar sex til átta vikur. Ekki er séð fyrir endann á vinnu- deilunum eða áhrifum nýrra kjara- samninga á verðlag, verðbólgu og fjármálastöðugleika, en óneitanlega hvílir ábyrgðin að einhverju leyti á ríkisstjórninni þótt ekki væri nema fyrir tilvísanir í opinbera kjarasamn- inga við lækna og kennara fyrr í vetur og á síðasta ári. Þrátt fyrir drjúgan þingstyrk hef- ur ríkisstjórninni gengið furðulega illa að koma málum sínum í gegn- um þingið. Ýmist koma þau afar seint fram eða hafa reynst umdeild utan þings sem innan. Má þar nefna mak- rílfrumvarpið og þingsályktunar- tillögu um viðræðuslit við ESB sem aldrei var lögð fram. Fleira mætti telja. Loks ríkir ágreiningur milli stjórnarflokkanna um nokkur veiga- mikil mál eins og húsnæðisfrumvörp félagsmálaráðherra og heildarendur- skoðun sjávarútvegsráðherra á kvóta- kerfinu. Hér í opnunni er farið yfir nokk- ur veigamikil mál ríkisstjórnarinnar og reynt gróflega að meta stöðu þeirra þegar aðeins 8 fundadagar eru eftir á Alþingi. Rauður litur merkir að mál- ið fer ekki í gegn eða verður ekki lagt fram af hálfu ríkisstjórnar. Gulur litur að óvissa ríki um afgreiðslu málsins á þingi eða að líkur séu enn til þess að það verði afgreitt. Grænn litur merkir að Alþingi afgreiði málið að mestum líkum sem lög á yfirstandandi þingi. n RíkisstjóRn á Rauðu ljósi og gulu n Mörg af stærstu málum ríkisstjórnarinnar í uppnámi þegar 8 fundadagar eru eftir n Verkföll og vinnudeilur setja strik í reikninginn Jóhann Hauksson johannh@dv.is Áformum Sigurðar Inga um að flytja Fiskistofu til Akureyrar hefur verið slegið á frest, að minnsta kosti fram yfir næstu áramót. Tveir af hverjum tíu starfsmönn- um hafa hrökklast frá Fiskistofu nú þegar vegna áformanna og hefur það komið niður á starfsemi hennar. Sigurður Ingi sagði í viðtali við Morgun- blaðið seint í apríl að með því að draga flutninginn verði hægt að standa mildi- legar að flutningum gagnvart starfsfólki og tryggja um leið mannauð og þekkingu til frambúðar. Þetta má skilja svo að sjávarútvegsráðherra vilji bíða átekta og sjá hvort aukin starfsmannavelta geti ekki unnið með flutningi Fiskistofu til Akureyrar á lengri tíma. Sigurður Ingi fékk ákúrur síðla í apríl frá umboðsmanni Alþingis fyrir stjórnsýslu- leg atriði við framkvæmd breytinganna. „Með tilliti til þess eftirlits sem umboðs- manni Alþingis er samkvæmt lögum ætlað að hafa með stjórnsýslunni tel ég hins vegar tilefni til að lýsa þeirri afstöðu minni að yfirlýsingar og bréf ráðherra sem beint var til starfsmanna Fiskistofu og þar með hvernig staðið var að upplýs- ingagjöf um þetta mál gagnvart þeim af hálfu ráðherra, þ.á m. um hvaða ákvörðun hafi verið tekin í raun um flutninginn, hafi ekki verið í samræmi við vandaða stjórnsýsluhætti.“ Tvö frumvörp Eyglóar Harðardóttur fé- lagsmálaráðherra hafa verið til meðferðar og umsagnar í fjármála- og efnahags- ráðuneyti Bjarna Benediktssonar. Ekkert hefur bólað á afgreiðslu frumvarpanna tveggja úr ráðuneytinu. Langt er síðan Eygló varð óþolinmóð og kvaðst hún meðal annars hafa sent starfsmönnum fjármálaráðuneytisins orkustangir, sem ætlað var á táknrænan hátt að hvetja starfsmenn þess til að hraða útreikningum og afgreiðslu frumvarpanna tveggja. Frumvörpin tvö fjalla annars vegar um húsnæðisbætur þar sem meðal annars er ætlunin að auka verulega stuðning við leigjendur með hliðstæðum hætti og ríkið hefur stutt skulduga íbúðareigendur í gegnum vaxtabótakerfið. Þannig má segja að ætlunin sé að færa húsaleigubætur nær þeim stuðningi sem íbúðareigendur njóta í vaxtabótakerfinu og jafna þannig stuðninginn óháð búsetuformi. Hitt frumvarpið snýr að auknum stofnframlögum ríkis og sveitarfélaga við uppbyggingu á félagslegu húsnæði. Þetta á að sínu leyti að tryggja hagstæðari leigu en nú býðst í félagslega kerfinu. Eftir því sem DV kemst næst er fyrrnefnda frumvarpið, um auknar húsnæðisbætur til leigjenda, á leið út úr fjármálaráðuneytinu. Frumvörpin þurfa loks að hljóta blessun ríkisstjórnar og þingflokka stjórnarflokk- anna áður en þau verða lögð fram form- lega á Alþingi til umfjöllunar og afgreiðslu. Þessi tvö frumvörp teljast æði stór og mikilvæg stoð við velferðina í landinu. Þau eru einnig mjög fjárfrek bæði tvö og það er væntanlega ein ástæða þess að þau hafa verið svo lengi til meðferðar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Útgjaldaaukinn er talinn í milljörðum í báðum frumvörpunum. Niðurgreiðsla á vaxtakostnaði heimil- anna var verulega aukin eftir hrun og náði hámarki í um 31 prósent árið 2010 þegar eftirköst hrunsins voru sem mest á hag heimilanna. Vaxtabætur rata auðveldlega á réttan stað og koma þeim til góða sem þurfa á að halda. Ætla má að húsaleigubætur muni með líku lagi koma þeim verst settu mest til góða. „Þannig varð niðurgreiðsla vaxtakostn- aðar hjá tekjulægstu 10 prósentum heim- ila nálægt 45 prósent á árinu 2010, um 35 prósent hjá miðtekjuhópum (þeim sem eru í miðju tekjustigans) og tekjuhæstu 10 prósent heimila fengu tæplega 10 prósent vaxtakostnaðar niðurgreiddan árið 2010, eftir að hafa ekki notið neinna vaxtabóta 2006–2009,“ segir í skýrslu Þjóðmála- stofnunar frá árinu 2012. Aðeins átta þingfundadagar eru eftir á Alþingi samkvæmt starfsáætlun. Þann 27. maí verða eldhúsdagsumræður, þingfund- ur daginn eftir og föstudaginn 29. verður þingfundi frestað. Þófið í fjármálaráðuneyti Bjarna Tvísýnt um húsnæðisfrumvörp Eyglóar Harðardóttur Fiskistofustrandið Fiskistofa verður ekki flutt á þessu ári til Akureyrar Bjarni, Bankasýslan og bankasalan Ekki víst að Alþingi samþykki átakalaust aukin völd Bjarna til að selja ríkisbanka. Bjarni hefur fylgt úr hlaði frumvarpi sem kveður á um að Bankasýsla ríkisins verði lög niður og að vald til að selja hlut ríkisins í bönkum verði fært í hans hendur. Málið var enn til fyrstu umræðu í byrjun vikunnar og verður þaðan vísað til nefndar. Frumvarpið kveður á um að fjármála- ráðherra fari með eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Við meðferð eignarhluta skuli ráðherrann tryggja gagnsæi í allri ákvarðanatöku varðandi þátttöku ríkisins í fjármálastarfsemi, stuðla að hagkvæmni og skilvirkni í rekstri fjármálafyrirtækja og leggja áherslu á áframhaldandi uppbyggingu innlends fjármálamarkaðar. Samkvæmt frumvarpinu skal fjármálaráðherra kappkosta að efla samkeppni á fjármálamarkaði þannig að samkeppni ríki milli fjármálafyrirtækja í eigu ríkisins og annarra fjármálafyrir- tækja á fjármálamarkaði. Þótt frumvarpið sé umdeilt verða að teljast nokkrar líkur á því að það verði afgreitt sem lög fyrir þinglok fyrir næstu mánaðamót. Í vikunni fer það væntan- lega til efnahags- og viðskiptanefndar og/eða fjárlaganefndar. Láttu þér ekki vera kalt Sími 555 3100 www.donna.is hitarar og ofanar Olíufylltir ofnar 7 og 9 þilja 1500W og 2000 W Keramik hitarar með hringdreifingu á hita Hitablásarar í úrvali Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.