Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2015, Blaðsíða 21
Kynningarblað - Afþreying 5Vikublað 12.–14. maí 2015
Níutíu hundategundir
eru ræktaðar á Íslandi
Hundaræktarfélagið hefur sett á fót vinnuhópa vegna hagsmuna hunda og eigenda þeirra
H
undaræktarfélag Íslands
(HRFÍ), sem stofnað var
árið 1969, er í senn ræktun-
arfélag og hagsmunafélag
hundaeigenda á Íslandi.
„Nýlega voru settir á fót vinnuhóp-
ar innan félagsins, í þeim tilgangi
meðal annars að vinna markvisst
að auknum réttindum hunda og
eigenda þeirra í íslensku samfé-
lagi ásamt því að stuðla að aukinni
fræðslu um hunda, eðli þeirra, upp-
eldi, heilsufar og eiginleika,“ seg-
ir Brynja Tomer, hundaræktandi og
stjórnarmaður HRFÍ.
Áhugi á hundum og hundarækt
fer vaxandi hér á landi
Áhugi á hundum og hundarækt
eykst ár frá ári og eru nú skráðar
um 90 hundategundir hjá HRFÍ.
„Hundar hafa skapað sér sess sem
fjölskyldumeðlimir á fjölmörgum
íslenskum heimilum, enda eru yfir
1.000 hvolpar skráðir í ættbók hjá
félaginu á hverju ári,“ segir Brynja.
„Þessi ánægjulega þróun hefur
orðið til þess að sífellt fleiri fjöl-
skyldur geta eignast hund af þeirri
tegund og með þá eiginleika sem
hentar hverjum og einum.“
Aðeins eitt félag viðurkennt í
hverju landi
Menn hafa ræktað hunda öldum
saman og frá upphafi hefur mark-
miðið verið hið sama; að rækta
hunda með ákveðna eiginleika.
Hreinræktaðir hundar eru skráð-
ir í viðurkennda ættbók, þar sem
ætterni og tegundarheiti er vott-
að. „Á Íslandi er Hundaræktarfé-
lag Íslands eina félagið sem FCI,
Alþjóðasamtök hundaræktarfé-
laga, leyfa að gefi út ættbækur fyrir
hreinræktaða hunda. Hundar sem
ekki eru ættbókarfærðir hjá Hunda-
ræktarfélagi Íslands, eru því ekki
viðurkenndir sem hreinræktað-
ir hundar í neinu aðildarlanda al-
þjóðasambandsins,“ segir Brynja. Heilbrigðir hundar
Ýmsir sjúkdómar herja á hunda, rétt
eins og menn og í öllum aðildalönd-
um FCI hefur heilbrigði hunda nú
verið sett á oddinn. Það kom raun-
ar ekki til af góðu, því fyrir nokkrum
árum var svo komið fyrir sumum
hundategundum að sú ofuráhersla
sem lögð var á ýkt útlit bitnaði alvar-
lega á heilsu þeirra og lífsgæðum.
Hundaræktarfélag Íslands beit-
ir sér fyrir því að halda arfgengum
sjúkdómum í lágmarki og sumar
tegundir má ekki rækta nema fyrir
liggi staðfesting á heilbrigði ræktun-
arhundanna. Brynja segir siðanefnd
starfrækta innan félagsins og fyrir
hana eru lögð kærumál ef ræktend-
ur fara ekki að settum reglum.
Þjóðarhundur Íslendinga
– og allir hinir
Allar hundategundir eiga sitt upp-
runaland eða föðurland. Ísland er til
dæmis föðurland íslenska fjárhunds-
ins, sem fyrir vikið er þjóðarhund-
ur Íslendinga. „Íslenski fjárhundur-
inn var lengi vel í útrýmingarhættu
en markvisst ræktunarstarf hefur gert
að verkum að sú hætta er liðin hjá
og íslenskir fjárhundar nú vinsæl-
ir heimilishundar jafnt hér á landi
sem erlendis,“ segir Brynja. Hunda-
ræktarfélög í upprunalandi hverr-
ar tegundar setja ræktunarmarkmið
fyrir tegundina og gildir sama rækt-
unarmarkmið hvarvetna í heimin-
um. Ræktunarmarkmið segir sögu
hundategundar ásamt því að lýsa
útliti hennar og eiginleikum. Sér-
menntaðir dómarar eru síðan fengn-
ir til að meta hundana og gefa þeim
einkunn. Á hundasýningum er út-
lit hundanna metið með hliðsjón af
ræktunarmarkmiðinu og í vinnu-
og veiðiprófum er lagt mat á hæfni
hundana til að sinna þeirri vinnu
sem til er ætlast af þeim.
Hundarækt krefst reynslu, þekk-
ingar og ábyrgðar ef vel á til að tak-
ast. Langflestir ræktendur kynna sér
vel allt sem viðkemur þeirri tegund
sem þeir rækta, umönnun tíkur og
uppeldi í frumbernsku hvolpa, sem
er mikilvægt mótunarskeið og hef-
ur áhrif á hvolpinn alla ævi. Hunda-
rækt er spennandi áhugamál sem í
senn er krefjandi og afar gefandi.
Allar frekari upplýsingar má
fá hjá Hundaræktarfélagi Íslands,
Síðumúla 15, Reykjavík, sími: 588-
5255, netfang: hrfi@hrfi.is, heima-
síða hrfi.is n
„Þessi ánægjulega
þróun hefur orðið
til þess að sífellt fleiri
fjölskyldur geta eignast
hund af þeirri tegund og
með þá eiginleika sem
hentar hverjum og einum
Íslenski fjárhundurinn Íslenskur fjárhundur er þjóðarhundur Íslendinga og nýtur vinsælda sem heimilishundur, en tegundin var í
útrýmingarhættu á árum áður. Í framhaldi af markvissu ræktunarstarfi hafa vinsældir íslenskra fjárhunda aukist verulega og á hverju ári
er talsverður fjöldi þeirra fluttur úr landi.
Ræktar Griffon-hunda
Brynja Tomer með eigin hunda.
Jón Garðar og Bylur Hundar eru vinsælir og góðir veiðifélagar. Margar tegundir veiði-
hunda eru ræktaðar, jafnt hér á landi sem erlendis. Hér er Vorsteh-hundur ásamt eiganda
sínum í veiðiprófi, þar sem sérmenntaðir dómarar ganga úr skugga um að hundurinn búi yfir
þeim eiginleikum sem ræktunarmarkmið tegundarinnar kveður á um.
Labrador retriever-hundur Labrador retriever-hundar eru afar vinsælir víða um lönd, enda sérlega fjölhæfir hundar. Auk þess að vera
trygglyndir og glaðir fjölskylduhundar, fylgja margir þeirra eigendum sínum til veiða. Einnig eru þeir vinsælir hjálpar- og þjónustuhundar fyrir
fatlaða því þeim er í blóð borið að vinna í návist við manninn.
Hundafimi Allir hundar hafa bæði gagn og gam-an af því að gera æfingar í hlýðni og stunda íþrótt sem kölluð er hundafimi.