Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2015, Blaðsíða 25
Vikublað 12.–14. maí 2015 Umræða 17
Myndin Gert klárt Skipverjar á Kristrúnu RE-177 gera klárt í næstu veiðiferð. mynd siGtryGGur ari
Mér er
skítsama
Jónína magnúsdóttir er ófeimin við að segja hvað hún er þung. – DV
Ég er að verða
mamma
Halla Vilhjálmsdóttir á von á sínu fyrsta barni. – DV
Mér varð ekki
um sel
davíð Kjartansson og fjölskylda lentu í skelfilegri bílveltu. – DV
SEPT O AID eru þurrfrystar örverur tilbúnar til
að brjóta niður allan lífrænan úrgang í rotþróm.
Kemi • Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík • www.kemi.is • Sími: 415 4000
Opið: Mánudag - fimmtudags: Frá kl. 8.00-17.30. Föstudaga: Frá kl. 8.00-17.00.
KOMDU ROTÞRÓNNI
Í LAG MEÐ
SEPT-O-AID
UMHVER
FISVÆN
VARA F
RÁ KEM
I
Samsetning 13 mismunandi örvera hjálpar til að vinna á og minnka fastan úrgang
og breyta í fljótandi form ásamt því að eyða allri ólykt frá rotþrónni. Einfalt í notkun;
sett í klósett skálina og beðið í 20 mínútur, því næst er efninu skolað niður.
H
ernám Breta á Íslandi kemur
ljóslifandi fram í dagbók-
um Þóru Vigfúsdóttur sem
varðveittar eru á Þjóðarbók-
hlöðunni. Að kvöldi 9. maí
árið 1940 hafði hún verið í samkvæmi
hjá vinafólki þar sem meðal gesta
voru Norðmenn og Danir hinna ný-
hernumdu þjóða og barst í tal hve Ís-
lendingar mættu þakka fyrir að vera
svo fjarri heimsins vígaslóð. Þann
10. maí 1940 getur að líta eftirfarandi
færslu:
„… Kl. 3 ½ um nóttina fóru síð-
ustu gestirnir og þar á meðal ég. Þegar
við vorum vel komin út á götuna var
mér litið til hafs og sá stórt herskip, ég
hrópaði á fólkið og kom okkur saman
að ganga niður á Arnarhólstún. – Við
þutum þangað og sáum 4 herskip
sigla inn á Reykjavíkur höfn og uppi
í gráum skýunum hrein í flugvél. Við
þessi litli hópur stóðum þrumu lostin
– Englendingar, Þjóðverjar? Hvort var
betra – Hvorutveggja hræðilegt. Við
gengum því næst niður á Hafnarmúla
og maður og maður slæddist í hópinn.
Við staðnæmdust á bryggjusporðin-
um og sáum þessi morðferlíki bruna
inn á ytri höfnina, þau fóru eins kunn-
uglega eins og þau hefðu aldrei gert
neitt annað en að sigla út og inn um
höfnina okkar, fyrsta skipið sem var
beitiskip brunaði straks upp í Kolla-
fjörð, hin 3 sigldu öruggt inn á höfn-
ina. Gapandi fallbyssukjaftar ginu nú
glögglega við manni. Alt í einu kom
litli lóðsbáturinn okkar með íslenska
fánann uppi brunandi. Það minnti
mig átakanlega á söguna úr Biblíu-
sögunum um Davíð og Golíat. Við
sáum hvar hann stímdi ákveðið inn
á milli skipanna, en þeir virtust ekki
gefa honum gaum. Mér var orðið kalt
þar sem ég stóð þarna í sumarkáp-
unni í bleytuhríð, því alt í einu skall á
hríð, norðlensk stórhríð þó hún stæði
ekki lengi. ... Við fórum heim, ég settist
við skrifborðið, starði út í snjóbylinn
eins og lömuð, vissi með sjálfri mér að
enska krumlan hafði gripið Ísland.“
Af þessu má marka að maí hefur
verið býsna kaldur þá eins og nú sjö-
tíu og fimm árum síðar! n
Það var kalt í maí líka þá!„Við þessi litli hópur
stóðum þrumu
lostin – Englendingar,
Þjóðverjar? Hvort var
betra – Hvorutveggja
hræðilegt.
Mest lesið
á DV.is
1 Elva Dögg leitar að verndarenglinum: „Hún
stöðvaði eineltið þennan dag“
Elva Dögg lýsir eftir manneskju sem
hjálpaði henni þegar hún varð fyrir
grimmilegu einelti.
Lesið: 29.293
2 „Við verðum aldrei söm“ Guðmundur Pálsson, Baggalútur
og fjölmiðlamaður, og Margrét eigin-
kona hans, ásamt börnum, lögðu af
stað í ferðalag í fyrrahaust og eru enn
á ferðinni.
Lesið: 28.532
3 Alvarlegt umferðar-slys við Krónuna: Barn
klemmdist á milli bifreiðar
og verslunarinnar Nemandi í
æfingarakstri missti stjórn á bifreið
sem hann ók með þeim afleiðingum
að hún skall á húsnæði Krónunnar. 10
ára barn varð á milli bifreiðarinnar sem
nemandinn ók og verslunarinnar.
Lesið:21.789
4 Rændu manni og stálu sæði úr honum
Þrjár konur rændu manni í Suður-Afríku
og nauðguðu honum til þess að fá sæði
frá honum.
Lesið: 20.815
5 Skelfileg bílvelta: „Væt-an fraus á fötum dóttur
minnar“ Davíð Kjartansson og Drífa
Guðnadóttir lentu nýverið í erfiðri lífs-
reynslu þegar bíll þeirra rann í hálku og
fór út af veginum á Möðrudalsöræfum.
Í bílnum með þeim var 14 mánaða dóttir
þeirra, Dísella Dögg.
Lesið:20.618
Pétur Gunnarsson
rithöfundur
Aðsent