Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2015, Blaðsíða 16
Vikublað 12.–14. maí 2015
Heimilisfang
Kringlan 4-12
6. hæð
103 Reykjavík
fréttaskot
512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
aðalnúmer
ritstjórn
áskriftarsími
auglýsingar
sandkorn
16 Umræða
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Eggert Skúlason og Kolbrún Bergþórsdóttir
Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson • Ritstjórnarfulltrúi: Jóhann Hauksson
Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir • Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur
Skelfileg staða
Ó
þægindi og ýmiss konar trufl
anir eru óhjákvæmilegar af
leiðingar verkfalla. Það sem
áður þótti sjálfsögð þjónusta
verður það ekki lengur og fólk reyn
ir að aðlagast því eins og hægt er,
þótt ekki sé það sátt. Flest viljum
við hafa reglu á hversdagsleikan
um. Við unum því þess vegna illa að
geta til dæmis ekki keypt kjúkling í
verslunum eða annað sem við gát
um venjulega svo auðveldlega
gengið að. Við bregðumst við þessu
með því að breyta venjum okkar ör
lítið og bíðum þess að allt falli aft
ur í hinar þægilegu og venjulegu
skorður.
Blessunarlega er það svo að
verkföll stofna yfirleitt hvorki heilsu
né lífi fólks í hættu. Nú bregður hins
vegar svo við að forstjóri Landspít
alans og landlæknir hafa stigið fram
og sagt að heilsa og jafnvel líf sjúk
linga sé í hættu vegna verkfallsað
gerða á Landspítalanum. Óneitan
lega bregður mönnum við tíðindi
eins og þessi og á varnaðarorðin
verður að hlusta.
Heilbrigðiskerfið á að tryggja
öryggi sjúklinga, ekki leggja þá í
hættu. En þetta kerfi er viðkvæmt
og má ekki við miklu raski, þar
vinnur fólk mikilvægt starf und
ir miklu álagi og í verkfalli á spít
ala hlýtur óhjákvæmilega eitthvað
undan að láta. Sjúklingar fá ekki
sömu þjónustu og áður, sem hlýtur
að fylla þá kvíða og jafnvel ótta, og
það sama á við um aðstandendur.
Í flestum fjölskyldum lands
ins er einhver nákominn sem glímt
hefur verið við þann skæða sjúk
dóm, krabbamein, þar sem meðferð
er erfið og umfangsmikil. Nú er svo
komið að krabbameinssjúklingar
þurfa að líða vegna verkfalls. Rof er í
lyfjameðferð þeirra, rannsóknir taka
lengri tíma en áður og eftirmeðferð
raskast. Sjúklingum hrakar. Þetta er
skelfileg staða sem bregðast verður
við og það samstundis.
Þingmaður Framsóknarflokksins,
Vigdís Hauksdóttir, sagði á dögun
um að einstakar stéttir héldu lífi
sjúklinga í herkví. Þarna er óvarlega
talað. Rétt er að hafa í huga að þeir
sem starfa í heilbrigðisgeiranum
vinna fórnfúst og óeigingjarnt starf
og vilja sannarlega ekki stuðla að
heilsutjóni annarra. Hið mikilvæga
starf sem fólk í þessum geira vinnur
gerir að verkum að þegar það legg
ur niður störf verða afleiðingarnar
miklar og alvarlegar. Nú hafa hjúkr
unarfræðingar boðað verkfall sem
mun að sögn þeirra sem til þekkja
lama heilbrigðiskerfið.
Fram að þessu hefur lítið heyrst
frá ríkisstjórn landsins, sem er
einkennilegt í jafn alvarlegu máli
þar sem um líf og heilsu fólks er
að tefla. Ríkisstjórnin getur ekki
vikið sér undan og horft aðgerðar
laus á heldur verður að koma að
samningaborðinu. Lausn þarf að
finna fyrr en síðar. Annars geta af
leiðingarnar orðið grafalvarlegar. n
Leit að atvinnulausum
samfylkingarmanni
Leit er hafin að nýjum fram
kvæmdastjóra Samfylkingarinn
ar en Þórunn Sveinbjarnardóttir,
núverandi framkvæmdastjóri,
var á dögunum kjörin formað
ur Bandalags háskólamanna og
mun láta af starfinu. Þórunn,
sem er fyrrverandi þingmaður
og ráðherra flokksins, tók við
stöðu framkvæmdastjóra flokks
ins í ágúst 2013. Nú veltir fólk
fyrir sér hver muni verða fenginn
í stólinn en ekki er talið líklegt
að leitað verði langt út fyrir rað
ir flokksmanna. Gárungarnir
spyrja sig því hvaða samfylk
ingarmaður gangi nú atvinnu
laus og hafa nöfn eins og Ólína
Þorvarðardóttir og Björgvin G.
Sigurðsson verið nefnd í því sam
hengi. Ólíklegt verður þó að telj
ast að þau muni taka við stöð
unni.
Samningatækni
Fram kom í fjölmiðlum á
dögunum að Sigurður Bessa-
son, formaður Eflingar, og
hans fólk hefði
átt fund með
forsvarsmönnum
HB Granda. Um
ræðuefnið var
rífleg hækkun
bónusa fisk
verkafólks, en
nýverið hafði kvisast að þóknun
stjórnarmanna HB Granda
hefði hækkað um þriðjung.
Svo leið helgi og Efling
og Verkalýsðfélag Akraness
skrifuðu undir góða hækkun
bónusa.
Hinu hefur ekki verið greint
frá, enda dýpra á staðfestingum,
að Sigurður Bessason hafi varað
HB Grandamenn við því að
hlutabréf kynnu að falla í verði
ef lífeyrissjóðir tækju sig til og
seldu hluti sína í félaginu á einu
bretti.
Lítil stemning
Tillaga Illuga Gunnarssonar
menntamálaráðherra um að
ríkið taki yfir ríflega þriggja
milljarða lífeyris
skuldbindingar
Ríkisútvarpsins
féllu vægast sagt
í grýttan jarðveg
í þingflokkum
stjórnarflokk
anna.
Formaður og varaformaður
fjárlaganefndar hafa jafnframt
blásið áformin út af borðinu.
Eftir stendur ráðherrann með
fyrirheit gagnvart RÚV sem
erfitt verður að uppfylla.
Við verðum
aldrei söm
Guðmundur Pálsson fór með fjölskylduna í heimsreisu. – DV
R
eginmunur í kosninga
baráttu vinstri og hægri
flokka hefur verið sá, að
þeir vinstri lofa einhverju
ákveðnu, komist þeir
til valda, en stefna hægri flokka
byggist á hugmyndum um einstak
lingsframtak, getu hvers og eins til
afreka í lífinu. Þannig losna þeir við
ábyrgð á loforðum.
Oftast hefur vinstri farið flatt á
loforðum, enda erfitt að efna þau á
allan hátt hversu lítilvæg sem þau
kunna að vera, hvað þá hin stóru
eins og þau að bæta kjör almenn
ings sem er fremur hugtak en mæl
anleg stærð. Fyrir bragðið er auð
velt að ásaka vinstri fyrir að svíkja
kosningaloforð. Hægri öflin losna
yfirleitt við ásakanir um svik. Það er
undir manni sjálfum komið hvort
hann kemur sér áfram. Áður var af
koman á valdi auðvaldsins reyndar
með óyggjandi hjálp Guðs en hann
hefur dagað uppi í stjórnmálum
nútímans. Yfirleitt er lífið að mestu
miðað við afkomu, fjárhag, neyslu
og húsþök.
Hægri vill skapa fólki á leið til
auðlegðar fremur gufukennt um
hverfi með túlkunarmöguleikum,
en vinstri býður upp á vissar leiðir,
til að mynda samtök byggð á félags
hyggju. Á henni er sá galli að hún
gagnast uns einhver innan hennar
sér sjálfum sér leik á borði, félags
hyggjan verður nýfrjálshyggja við
að auðgast eða ná völdum.
Á síðustu áratugum, við riðlun
heimsins og hugmynda, hafa ruðst
fram ný einkenni í stjórnmálum.
Þannig öfl lofa engu en temja sér
í kosningabaráttunni leikræna
framkomu sem hver og einn getur
túlkað á sinn hátt eins og gufuaflið
hjá hægri. Í hinum nýju einkennum
er gjarna litið á þjóðþing sem leik
hús þar sem einn skopleikur tekur
við af öðrum. Svo ef öflin komast
upp á þingsviðið hættir þeim til að
verða bara fyrirspurnaflokkar með
gömlum úreltum orðaleppum á
borð við frelsi, jafnrétti og bræðra
lag. Með þessu, nú bragðlausa gott
eríi og engu hálsbindi hjá körlum,
halda þau að hægt sé að sprengja
úrelta kerfið.
Getuleysi gömlu flokkanna
við að svara hinum heiðarlegu
fyrirspurnum undir dynjandi efa
semdum nýgræðinganna vekur
hlátur en hvorki fyrirspurnir né
efasemdir leiða til samfélagsbata,
þótt franskur heimspekingur hafi
á sínum tíma borið fram ágæti ef
ans gegn hinni heilögu vissu á tím
um einræðis og trúar á réttan mál
stað. En í samtíma okkar verða
spurningar og efi oft að barna
skap sem rýrir samfélagið og vek
ur leiða. Nýju þingöflin bera merki
upprunans, ættuð úr hljómsveitum
þungarokks eða þunglyndisrokki. Í
viðtölum eru „þingkraftarnir“ sífellt
að barma sér og bera á borðstóla
hvernig einelti lék þá í æsku, hvern
ig þeir hafi orðið fyrir bælingu í
skóla. Einum úr ættinni mun hafa
verið sagt upp í kjötvinnslu, kaup
maðurinn lét í það skína að flasa úr
hinu sérstaka höfði hans hafi farið
í lambakjötið þótt hann hafi feng
ið sér hárkollu til að hafa hemil á
dustinu.
Nú virðast kengirnir á Alþingi
hafa helst á stefnuskrá sinni að
bjarga fölsuðum stólum úr Ráðhúsi
Reykjavíkur og gefa þá Góða hirðin
um. Þar á líklega að selja þá fátæk
um sem fengu ekki endurheimt þak
yfir höfuðið frá Framsókn, þrátt fyr
ir loforðið fyrir kosningar. En til
hvers eru stólar ef stofuna vantar?
Með bjargráðum og Góða hirðin
um úr Biblíunni er eðlilegt að nýi
djarfi flokkurinn sópi að sér fylgi. n
„Nú virðast
kengirnir á Alþingi
hafa helst á stefnuskrá
sinni að bjarga fölsuð-
um stólum úr Ráðhúsi
Reykjavíkur og gefa þá
Góða hirðinum.
Loforð og efndir í stjórnmálum
Mynd BraGI Thor JoSefSSon
Ég hef alltaf
verið ófeimin
Kristbjörg Jónasdóttir tekst á við ný verkefni. – DV
Ég er mjög
frjáls
Ingunn Snædal hefur orðið vandlátari með árunum. – DV
Guðbergur Bergsson
rithöfundur
Til umhugsunar
Leiðari
eggert Skúlason
eggert@dv.is
„Óneitanlega
bregður mönnum
við tíðindi eins og þessi
og á varnaðarorðin
verður að hlusta.