Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2015, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2015, Blaðsíða 8
Vikublað 12.–14. maí 20158 Fréttir Smálánakóngar taka sér tugmilljónir í arð n Umdeild fyrirtæki mala gull n Högnuðust um 400 milljónir á tveggja ára tímabili F jögur af þeim fimm smálána- fyrirtækjum sem skilað hafa ársreikningum fyrir rekstrarár- in 2012 og 2013 högnuðust um samtals 402 milljónir króna á þessum tveimur árum. Tveir aðilar eru í dag skráðir eigendur að öllum þessum fimm fyrirtækjum en sam- kvæmt ársreikningum hafa eigendur fyrirtækjanna greitt sér tugi milljóna króna í arð út úr þeim á tímabilinu. Mikið hefur verið fjallað um dularfullt og ógagnsætt eignarhald á smálánafyrirtækjunum umdeildu undanfarin misseri en samkvæmt opinberum skráningum eru eigendur þessara fimm fyrirtækja tveir. Óskar Þorgils Stefánsson á þrjú þeirra, 1909, Múla og Hraðpeninga í gegnum fé- lagið Neytendalán ehf. Óskar greindi frá því í tölvupósti til Morgunblaðsins í upphafi árs að hann hefði eignast fyrirtækin þrjú með því að kaupa þau af kýpverska skúffufélaginu Jumdom Finance árið 2013. Enn er allt á huldu varðandi það hverjir voru eigendur þessa kýpverska félags sem áður átti smálánafyrirtækin. Hin tvö smálánafyrirtækin, Kredia og Smálán, eru í eigu Mario Magela, fjárfestis frá Slóvakíu, sem Kjarninn greindi frá í byrjun árs að hefði keypt fyrirtækin af Leifi Alexander Haralds- syni í desember 2013. Magela þessi stundar meðal annars smálánastarf- semi í Tékklandi og Slóvakíu. Skilað seint og illa Ekkert smálánafyrirtækjanna hefur skilað ársreikningi fyrir rekstrarárið 2014 en fjallað var um það á síðasta ári, meðal annars í Reykjavík Viku- blaði, hversu seint og illa fyrirtæk- in skiluðu ársreikningum. Nú hafa fjögur af þessum fimm fyrirtækjum hins vegar loks skilað ársreikning- um fyrir rekstrarárið 2013 og byggir úttekt DV á þeim. Eitt fyrirtækjanna, Hraðpeningar ehf., skilaði síðasta ársreikningi fyrir árið 2011 og hefur ekki skilað af sér síðan. Ríkisskatt- stjóri hefur heimild til að beita fyrir- tæki 250 þúsund króna sektum fyrir vanrækslu við ársreikningaskil. Í byrjun árs lagði Neytendastofa 250 þúsund króna dagsektir á Kredia og Smálán þar sem þau höfðu ekki farið að ákvörðun um gjald fyrir flýtiþjónustu sem braut gegn lögum um neytendalán. Í júní 2014 komst Neytendastofa að þeirri niðurstöðu að Kredia og Smálán hefðu brot- ið gegn lögunum með því að reikna flýtigjald ekki inn í heildarlántöku- kostnað og árlega hlutfallstölu kostnaðar. Sú tala má ekki vera hærri en 50 prósent en var ríflega þrjú þús- und og tvö hundruð prósent hjá fyr- irtækjunum tveimur. Flýtigjaldið var einn af aðaltekjupóstum fyrirtækj- anna. Hundruð milljóna hagnaður Þau smálánafyrirtæki sem skil- að hafa inn ársreikningi fyrir 2013 högnuðust um ríflega 223 milljónir króna á því ári. Sé rekstrarárið 2012 tekið með nemur þessi hagnaður 402 milljónum króna. Mestum hagnaði árið 2013 skilaði 1909 ehf. eða tæpum 74,8 milljónum króna. Það er talsverð aukning frá árinu áður þegar hagnaðurinn nam ríflega 61,8 milljónum. Samkvæmt ársreikningi greiddu eigendur 1909 Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Mala gull á smálánum Hin umdeildu smálánafyr- irtæki virðast græða á tá og fingri á starfsemi sinni sem hefur undangengin ár gengið út á það að lána viðskiptavinum tiltölulega lágar upphæðir til skamms tíma á óhagstæðum okur- vöxtum. SviðSett Mynd HEIMILIS ÞVOTTUR 511 1710 svanhvit@svanhvit.is www.svanhvit.is Við tökum við hefðbundnum heimilisþvotti. Við þvoum, þurrkum og brjótum saman þvottinn þinn. Lítil vél 1.890 kr. Millistór vél 2.590 kr. Stór vél 3.490 kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.