Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2015, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2015, Blaðsíða 15
Vikublað 12.–14. maí 2015 Fréttir Erlent 15 Sofa í Sex daga og vakna kynóðir n Dularfullur svefnsjúkdómur leggst á þorpsbúa í Kasakstan n Þorp hinna fordæmdu Heimilið Daria Kravchuk afgreiðslukona bendir á að þetta sé heimili þeirra. Ef til vill sé lausnin ekki að flýja. Á sjúkrahúsi Fólkið er iðulega lagt inn á sjúkrahús þegar það sofnar. Dvaldi í þorpinu Vera Salnit- skaya fann ekki fyrir aukaverk- ununum en dvaldi í þorpinu um tíma. MynDir SkjÁSkot af Daily Mail inga efast um það. „Ég vann í fram- leiðslustöðinni og enginn okkar varð nokkru sinni fyrir veikindum sem þessum, jafnvel þegar við drukkum vatnið í stöðinni,“ segir Alexander Remezov. „Sum okkar velta því fyrir sér hvort að orðrómur um gullnámur og veikindi okkar tengist á einhvern hátt,“ segir Daria Kravchuk, 27 ára af- greiðslukona í þorpinu. Hún veltir því fyrir sér hvert fólkið eigi að fara, vilji það flýja. „Hér er góður skóli, falleg hús og ágætis laun. Þetta er heimili okkar,“ segir hún. n ritstjorn@dv.is Hafnar 56 milljarða boði B óndi nokkur, sem á landskika suður af Gatwick-flugvelli, syðst á Bretlandseyjum, hef- ur hafnað 56 milljarða króna tilboði kaupsýslumanna, sem vilja reisa bæ á landinu hans. Bóndinn, Robert Worsley, hefur látið hafa eft- ir sér að hann væri að vinna samfé- laginu gríðarlegt tjón ef hann tæki tilboðinu og flyttist burt með pening- ana. Tilboðið nemur ríflega hund- raðfaldri þeirri upphæð sem jörðin, sem er 2,2 ferkílómetrar, er verð- metin á. Daily Mail greinir frá þessu. 56 milljarðar ígilda tveimur Hörpum. Það var fyrst fyrir tveimur árum sem kaupsýslumennirnir, frá Mayfield, höfðu samband og föluðust eftir landinu. Þeir hafa reglulega hækkað tilboð sitt. Jörðin hans myndi aðeins hýsa sjöunda hluta þess lands sem þarf undir 10 þúsund manna byggð, sem vonir standa til að verði hægt að reisa. „Ég hef áhyggjur af því að við gætum einfaldlega orðið undir. Þeir virðast ekki ætla að láta okkur í friði – en við erum óhrædd við að mæta þeim,“ er haft eftir manninum. Þrátt fyrir fögur loforð segir Worsley að innviðir svæðisins beri ekki þá byggð sem fyrirhugað er að reisa. „Við viljum ekki sjá valtað yfir Sussex.“ Hann segist hafa rætt við fjölda nágranna sinna sem óttist að sveitarómantíkin verði hrifsuð af þeim – og þar með grundvöllurinn fyrir því að búa á svæðinu. n Gylliboð kaupsýslumanna bíta ekki á bónda í Sussex Hótel Saga, Hagatorgi • 107 Reykjavík • Sími: 511 2111 og 862 0822 (utan opnunartíma) Láttu þér líða vel meccaspa.is Opnunartími Virka daga frá kl. 7.00 - 20.00 Laugardaga frá kl. 9.00 - 18.00 Sunnudaga frá kl. 10.00 - 14.00 Tökum vel á móti hópum af öllum stærðum, einnig utan hefðbundins opnunartíma. Dekur í boði. ATN Zebra 16 Z-spjótlyfta • Fjórhjóladrifin • Diesel • Vinnuhæð: 16,4m • Pallhæð: 14,4m • Lágrétt útskot: 9,3m • Lyftigeta: 230kg • Aukabúnaður: Rafmagns- og lofttenglar í körfu. • Til afgreiðslu strax Ýmsar aðrar ATN spjót- og skæralyftur til afgreiðslu með stuttum fyrirvara.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.