Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2015, Blaðsíða 27
Vikublað 12.–14. maí 2015 Sport 19
Glerhreinsir • Gólfsápa • WC hreinsir
Rykmoppur og
sápuþykkni frá
Pioneer Eclipse
sem eru hágæða
amerískar hreinsi-
vörur.
Teppahreinsivörur
frá HOST
Hágæða hreinsivörur – hagaeda.is og marpol.is – Sími: 660 1942
Frábærar þýskar
ryksugur frá SEBO
Decitex er
merki
með allar
hugsanlegar
moppur og klúta í þrifin.
UNGER gluggaþvottavörur,
allt sem þarf í gluggaþvottErum einnig með:
Marpól er með
mikið úrval af
litlum frábærum
gólfþvottavélum
Tilboð fyrir hótel og
gistiheimili í apríl/maí!
Þær eru launahæstar
Listi Forbes yfir launahæstu íþróttakonur heims
2015 sýnir vel hversu mikið auglýsingasamningar
telja þegar kemur að launum íþróttafólks, en ekki
verðlaunafé. Á listanum eru afrekskonur sem hafa
sýnt klókindi, bæði í íþrótt sinni og viðskiptum og
tryggt sér góðar tekjur og sterka samninga. Flestar
spila þær tennis, en á listann komast þó einnig
kappaksturkona, fimleikakona og golfari.
5 Danica Patrick 33 ára Land: Bandaríkin Íþrótt: Kappakstur Tekjur: 13 milljónir dollara
Danica Patrick er eina konan sem hefur unnið IndyCar-
kappaksturinn og hefur átt afar góðu gengi að fagna
í kappakstursgreinum í Bandaríkjunum. Velgengnin
hefur verið ábatasöm og hefur hún meðal annars gert
auglýsingasamninga við Motorola, Coca-Cola og Go
Daddy og notendur Yahoo hafa leitað hvað mest eftir
nafni hennar af nöfnum allra íþróttakvenna.
1 Maria Sharapova 28 ára Land: Rússland Íþrótt: Tennis Tekjur: 24 milljónir dollara
Rússneska tennisstjarnan Maria Sharapova hefur mestar tekjur íþrótta-
kvenna á heimsvísu árið 2015. Það vekur athygli að stærstur hluti tekna
hennar kemur ekki frá vinningsfé af stórmótum, heldur auglýsingum. Aug-
lýsingasamningur hennar við íþróttarisann NIKE auk samninga við Sam-
sung, Porche, Evian, Tag Heuer og Avon hafa reynst afar ábatavænlegir og
hefur hún trónað á toppi þessa lista lengi. María var valin besta tenniskona
í heimi árið 2005, þá átján ára gömul og hefur hreppt þann titil nokkrum
sinnum síðar, til lengri eða skemmri tíma.
2 Li Na 33 ára Land: Kína Íþrótt: Tennis Tekjur: 23,6 milljónir dollara
Li Na, ein frægasta og besta tenniskona heims, hætti
að spila í febrúar í fyrra. Hún lauk ferlinum á toppnum
og er án nokkurs vafa besta tenniskona Kínverja. Hún
var árið 2013 valin ein áhrifamesta manneskja heims
af Time og storkaði ítrekað yfirvöldum í Kína þegar þau
reyndu að hafa áhrif á feril hennar. Þrátt fyrir að hafa lagt
tennisspaðann á hilluna eru tekjur hennar umtalsverðar
enda hefur hún gert auglýsingasamninga við Samsung,
Mercedes-Benz og fjölmörg kínversk fyrirtæki.
3 Serena Williams 33 ára Land: Bandaríkin Íþrótt: Tennis Tekjur: 22 milljónir dollara
Serena Williams er án efa ein best þekkta íþróttakona
heims, en hún og systir hennar, Venus Williams, hafa verið
áberandi og hæfileikaríkar tenniskonur um árabil, bæði í
tvíliða- og einliðaleik. Serena sigraði á Wimbelton í fyrra og
tók sinn 14 Grand Slam (alslemmu) titil. Í gegnum tíðina
hefur hún fengið ríflega 38 milljónir dollara í verðlaunafé,
hæstu upphæð sem kona í tennis hefur fengið og fjórðu
hæstu upphæð ef verðlaunafé kvenna og karla er talið
saman. Í fyrra voru tekjur hennar af verðlaunafé 11 milljónir
og 11 milljónir dollarar tengdar auglýsingasamningum.
4 Kim Yuna 24 ára Land: Suður-Kórea Íþrótt: Skautar Tekjur: 16,3 milljónir dollara
Kim Yuna, sem er frá Suður-Kóreu, hefur gert stóra
auglýsingasamninga við Samsung og Hyundai Motors.
Þá hefur hún einnig gert gríðarmarga auglýsinga- og
styrktarsamninga við fyrirtæki í Suður-Kóreu. Hún varð
ólympíumeistari 2010, heimsmeistari árin 2009 og 2013.
Þá hefur hún sett ellefu heimsmet, sem í átta skipti voru
bætingar á eigin metum.
6 Victoria Azarenka 25 ára Land: Hvíta-Rússland Íþrótt: Tennis
Tekjur: 11,1 milljón dollara
7 Caroline Wozniacki 24 áraLand: Danmörk Íþrótt: Tennis
Tekjur: 10,8 milljónir dollara
8 Ana Ivanovic 28 áraLand: Serbía Íþrótt: Tennis
Tekjur: 7,4 milljónir dollara
9 Agnieszka Radwanska 26 ára
Land: Pólland Íþrótt: Tennis
Tekjur: 6,8 milljónir dollara
10 Paula Creamer 29 áraLand: Bandaríkin Íþrótt: Golf
Tekjur: 5,5 milljónir dollara