Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2015, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2015, Qupperneq 6
Vikublað 27.–28. maí 20156 Fréttir Project1_Layou t 1 24/11/2011 12:58 Page 1 Rauðarárstíg 33, 105 Reykjavík Fjarðargötu 19, 220 Hafnarfirði, sími 511-7000, www.innrammarinn.is Fjarðargötu 19, Hafnarfirði Velkomin á nýtt rammaverkstæði og verslun Úrval tilbúinna ramma og myndaalbúma Bregðast við verkföllum Einstaka ferðir Strætó falla niður á landsbyggðinni vegna verk- falla á næstu dögum, en Starfs- greinasambandið hefur boðað til verkfalla dagana 28. og 29. maí og ótímabundins verkfalls frá og með 6. júní. Komi til boðaðra verk- falla falla niður ferðir á eftirtöld- um leiðum Strætó á verkfallsdög- um: Allar ferðir á leiðum 51, 56, 59, 72, 73, 74, 75, 78 og 79. Leið 52 fellur niður kl. 10.00 frá Mjódd og kl. 12.35 frá Landeyjahöfn Flestar ferðir á leið 57 en undantekningar má finna á vef Strætó. Strákar mega heita Líam Eiginnafnið Líam hefur hlotið náð fyrir augum mannanafnanefndar því það tekur íslenskri beygingu í eignarfalli, Líams. Verður nafnið því fært á mannanafnaskrá og get- ur fólk þá tekið það upp og foreldr- ar nefnt börnin sín því. Karlmannsnafnið Kvasir tek- ur íslenskri beygingu í eignarfalli, Kvasis, og var því einnig fært á mannanafnaskrá. Á þessu ári hefur mannanafnanefnd úrskurðað í yfir 30 málum. Hún hefur hafnað níu nöfnum þar á meðal kvenmanns- nafninu Eilithya. 30 þúsund kjósendur farnir S amkvæmt nýrri skoðana- könnun MMR hefur Fram- sóknarflokkurinn, sem leið- ir ríkisstjórnina, aðeins 8,6 prósenta fylgi. Flokkurinn fékk 24,4 prósent í alþingiskosningun- um 2013. Þetta þýðir að af rúmum 46 þúsund kjósendum sem kusu Framsókn í síðustu kosningum eru 30 þúsund hættir að styðja flokkinn. Aðeins standa 16 rúm þúsund eftir. Píratar, stærsti flokkurinn sam- kvæmt skoðanakönnnunum undanfarið, mælast með 32,7 pró- sent fylgi. Þeir bæta enn við sig fylgi og hafa 0,7 prósentum meira en í síðustu könnun MMR. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 23,1 prósents fylgi og er næst- vinsælasti flokkurinn. Samfylkingin hefur 13,1 prósent og VG 10,4. Björt framtíð hefur 6,3 prósenta fylgi en aðrir komast vart á blað. Ríkisstjórnin nýtur stuðnings 31,4 prósenta aðspurðra sem er svipað og verið hefur en örlítið meira en í síðustu könnun MMR. Könnunin var gerð dagana 15.– 20. maí. n baldur@dv.is Fylgið hrynur enn af Framsóknarflokknum Píratar Stolt siglir fley Pírata. Mynd Geirix Hefði viljað miklu hærri upphæð Fagmálastjóri Landverndar ríkisins fagnar 850 milljóna úthlutun stjórnvalda en segir að gera þurfi betur A ndrés Arnalds, fagmála- stjóri Landgræðslu rík- isins, fagnar því að ríkis- stjórnin skuli hafa veitt um 850 milljónum króna til uppbyggingar- og verndaraðgerða á ferðamannastöðum sem eru í eigu eða umsjón ríkisins. Alls verður ráðist í 100 verkefni á 48 stöðum á landinu. Mest verð- ur framkvæmt í Skaftafelli, eða fyrir 160 milljónir, og á Þingvöllum, fyrir 156,5 milljónir. Hefði þurft milljarða „Ég fagna þessu mjög en ég hefði gjarnan viljað sjá miklu hærri upp- hæð. Það er ekki til neitt heildstætt yfirlit yfir fjárþörf varðandi upp- byggingu til framtíðar og verndun náttúrunnar en ég held að hún hljóti að hlaupa á mun hærri tölum, jafnvel milljörðum,“ segir Andrés. „Þessir staðir sem þarna fá út- hlutun eru fyrst og fremst í eigu rík- isins og þar með er enn þá stór hluti landsins í tómarúmi,“ bætir hann við. Þarf að fjölga landvörðum um marga tugi Andrés hélt fyrirlestur fyrir skömmu undir yfirskriftinni Stígum varlega til jarðar. Þar fjallaði hann um ferða- mennskuna sem mikilvægasta at- vinnuveg þjóðarinnar og þörfina til að vernda náttúruna vegna auk- ins fjölda ferðamanna. Einnig fjall- aði hann um mikilvægi þess að efla fagþekkingu í umgengni atvinnu- greinarinnar við landið og upp- byggingu. Hann segir að fjölga þurfi land- vörðum stórlega. Þrátt fyrir að ríkið hafi núna ákveðið að veita 21 millj- ón króna í aukna landvörslu segir hann að það dugi skammt. „Það eru landverðir starfandi á vegum Umhverfisstofnunar og þjóðgarðanna en þeir eru of fáir. Það það þarf að horfa meira til sveitar- félaganna og víðar þannig að hver staður sem mun skipta verulegu máli í ferðaþjónustunni í framtíð- inni fái sitt eftirlit,“ segir Andrés og telur að fjölga þurfi landvörðum um marga tugi. Svarti sandur er nær einstæður Hann nefnir sem dæmi Vík í Mýr- dal, sem sé líklega orðinn þriðji vin- sælasti ferðamannastaður landsins. Einhver landvarsla sé þar en hún sé engan veginn nógu mikil miðað við þann gríðarlega fjölda ferðamanna sem þangað kemur. „Svarti sandur, sem svo er stundum nefndur, er nær einstæður í veröldinni. Vitaskuld ætti samfélagið þar að kosta að minnsta kosti þrjá landverði til að halda utan um heildarmyndina á vegum sveitarfélagsins.“ Hann segir auknar traðk- skemmdir í náttúrunni á viðkvæm- um tímum ársins vera mikið vanda- mál. „Með lengri ferðamannatíma og átakinu Ísland allt árið eru menn að fara margar vinsælar gönguleið- ir á marga aðra staði allt árið um kring. Þessir staðir eru margir að skemmast hressilega. Reykjadalur í Ölfusi er gott dæmi um það.“ Skortir heildarsýn Hann segir að skýrari heildarsýn vanti hjá stjórnvöldum um hvern- ig eigi að bæta úr þessu vandamáli. „Kerfið er allt saman fjárvana og fá- liðað. Náttúruvernd í kringum 80 prósent af Íslandi, utan þjóðgarða og friðlýstra svæða, stendur mjög veikt.“ Ferðamönnum fjölgað um 800 þúsund Tuttugu ár eru liðin síðan nefnd um úrbætur á fjölsóttum ferðamanna- stöðum skilaði skýrslu. Þar komu fram niðurstöður sem eiga við enn þann dag í dag, að mati Andrésar sem var einn þeirra sem skrifuðu skýrsluna. „Þar kom skýrt fram að fáist ekki fjármagn til verndunar og uppbyggingar þá væri ekki mögu- legt að taka á móti þeim vaxandi fjölda ferðamanna sem fyrirséð væri að kæmi til landsins. Síðan þá hefur þjóðinni fjölgað um 60 þúsund og ferðamönnum fjölgað um meira en 800 þúsund.“ Grafalvarlegt ástand Hann tekur fram að gríðarlega mik- ið hafi verið gert síðan þá en það hafi ekki dugað til. „Það voru stofn- aðir þjóðgarðar og Framkvæmda- sjóður ferðamannastaða hefur verið efldur en þetta er bara svo lítið með hliðsjón af aukningunni. Við höfum einfaldlega staðið í stað ef við ber- um okkur saman við vaxandi álag. Við vinnum svo mikið á þann hátt að við bíðum eftir að vandamálið verði sýnilegt og helst grafalvarlegt. Þá loksins er farið að gera eitthvað. Í staðinn þurfum við að búa til kerfi sem undirbýr staði, gönguleiðir og aðrar ferðaleiðir fram í tímann til að taka við álaginu. Þetta er grafalvar- leg staða hvað það varðar.“ n „Við bíðum eft- ir að vandamálið er orðið sýnilegt og helst grafalvarlegt. Þá loksins er farið að gera eitthvað. Andrés Arnalds Að minnsta kosti þrjá landverði vantar í nágrenni Víkur í Mýrdal. Freyr Bjarnason freyr@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.