Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2015, Page 29
Vikublað 27.–28. maí 2015 Neytendur 17
Er skipulagið í lagi...?
Lausnir fyrir heimili og fyrirtæki
Brettarekkar
Gey
mslu
- og
dekk
jahi
llur
Mikil burðargeta
Einfalt í uppsetningu
KÍKTU VIÐ Á WWW.ISOLD.IS OPIÐ 08:00 - 17:00
Nethyl 3-3a - 110 Reykjavík
Sími 53 53 600 - Fax 567 3609
Þú átt rétt á þessu í verkfalli
n Bjartsýni um að samningar náist í kjaradeilum n Átt rétt á bótum ef fluginu seinkar
M
ikilvægt er að þekkja rétt
sinn ef að tafir verða á flugi
eða flugferðum er aflýst
með skömmum fyrirvara.
Yfirvofandi verkföll geta
leitt til þess að slíkar aðstæður skapist
og í sumum tilvikum getur flugfélagið
verið skaðabótaskylt. Upplýsingafull-
trúi Icelandair er bjartsýnn á að deilan
leysist áður en röskun verður áætlun
félagsins.
Verkfalli frestað um tæpa viku
Þeir sem áttu bókað flug dagana 31.
maí til 1. júní vörpuðu öndinni létt-
ar í byrjun vikunnar þegar ljóst var
að fyrir huguðu verkfalli þessa daga
var frestað. Nú stendur til að verkfall
verði dagana 5.–6. júní og auk þess að
allsherjarverkfall hefjist þann 11. júní
næstkomandi ef samningar nást ekki
fyrir þann tíma. Það gefur tilefni til
þess að kanna rétt flugfarþega þegar
flug er fellt niður með skömmum fyr-
irvara eða verulegar seinkanir eiga sér
stað. Á heimasíðu Samgöngustofu og
Neytendastofu má nálgast aðgengi-
legar upplýsingar um rétt flugfarþega
og hér verður tæpt á því helsta.
Máltíðir, hressing og
hótelgisting ef töf er mikil
Ef verkföll eða önnur atvik leiða til
þess að flugferð seinkar þá er flug-
félaginu skylt að veita flugfarþegum
lágmarksþjónustu. - 2 klst. töf á flugi
sem er 1.500 km. eða styttra (til dæmis
allt innanlandsflug) - 3 klst. töf á flugi
sem er 1.500 km.–3.500 km. (til dæmis
flug til Norðurlandanna og fjölmargra
Evrópulanda - 4 klst. töf á flugi sem
er yfir 3.500 km. (til dæmis flug frá Ís-
landi til Bandaríkjanna Í slíkum til-
vikum á flugfélagið að bjóða farþeg-
um upp á endurgjaldslausa máltíð,
hressingu og hótelgistingu ef aðstæð-
ur eru þannig. Sé þess þörf á flugrek-
andi einnig að bjóða upp á ferðir til og
frá flugvelli og sjá til þess að farþegi
geti hringt tvö símtöl eða sent skila-
boð. Ef töfin er yfir meira en fimm
klukkustundir á farþegi rétt á að fá
ferðina endurgreidda og flug til baka
til fyrsta brottfararstaðar sér að kostn-
aðarlausu.
Ef farþegar þurfa að leggja út fyrir
kostnaði af ofan töldu þá er mikilvægt
að geyma kvittanir og sækja svo um
endurgreiðslu frá flugrekanda þegar
heim er komið.
Möguleg skaðabótaskylda
ef flugi er aflýst
Ef verkfall leiðir til þess að flugi sé af-
lýst á flugfarþegi rétt á að fá farmiða
sinn endurgreiddan eða honum
breytt þannig að hann komist til loka-
ákvörðunarstaðar við fyrsta tækifæri
og skal hann þá fá viðeigandi þjón-
ustu.
Rétt er að taka fram að flugfélag
þarf ekki að greiða skaðabætur ef flugi
var aflýst vegna óviðráðanlegra að-
stæðna sem ekki hefði verið hægt að
afstýra jafnvel þótt gerðar hefðu verið
allar nauðsynlegar ráðstafanir. Slíkar
aðstæður geta t.d. skapast vegna:
n Ótryggs stjórnmálasambands
n Veðurskilyrða
n Öryggisáhættu
n Fyrirvaralausra verkfalla
Tengiflug og afleitt tjón
Það skiptir miklu máli hvort tengiflug
er bókað á sama miða eða hvort að
bókanirnar séu alveg ótengdar. Ef
tengiflug er bókað allt á einum miða
þá ber flugrekanda að endurgreiða
alla ferðina. Ef ferðirnar eru bókaðar
hver í sínu lagi þá ber flugfélagið sem
felldi niður sína ferð enga ábyrgð. Af-
leitt tjón eins og hótelgisting og kostn-
aður við bílaleigubíl fæst ekki bætt.
Bjartsýni hjá Icelandair
„Við erum bjartsýn á að samningar
náist áður en verkföll bresta á,“ sagði
Guðjón Arngrímsson, upplýsinga-
fulltrúi Icelandair. „Við fylgjumst hins
vegar vel með stöðunni og grípum til
aðgerða ef að við teljum að nauðsyn
beri til,“ bætti Guðjón við. Til marks
um hve erfitt er að meta stöðuna benti
Guðjón á að Icelandair hafi boðið við-
skiptavinum, sem áttu bókað flug dag-
ana 31. maí til 1. júní, að breyta um
flugtíma. Einhverjir hafi nýtt sér það
en nú komi í ljós að það var óþarfi. n
„Við fylgjumst hins
vegar vel með
stöðunni og grípum til
aðgerða ef við teljum að
nauðsyn beri til.
Björn Þorfinnsson
bjornth@dv.is
Guðjón Arngrímsson, upplýsinga-
fulltrúi Icelandair Guðjón segir bjartsýni
ríkja um að samningar náist milli deiluaðila
og verkfalli verði afstýrt.
Uppnám ferðaáætlunar
Ferðaáætlanir fjölmargra
Íslendinga eru í uppnámi vegna
yfirvofandi verkfalla. Ef tafir
eða niðurfelling ferða verður
að veruleika þá er mikilvægt að
þekkja sinn rétt.
Fyrirvari tilkynningar Tímamunur á flugi brottför / koma Skaðabætur
A.m.k. 14 dagar - Nei
7 - 14 dagar Innan við 2 klst. / 4 klst. Nei
7 - 14 dagar Meira en 2 klst. / 4 klst. Já
A.m.k. 7 dagar Innan við 1 klst. / 2 klst. Nei
A.m.k. 7 dagar Allt að 4 klst. Já
Minna en 7 dagar Meira en 4 klst. Já
Lengd flugs Lengd tafar Skaðabætur
Undir 1.500 km. Allt að klst. 18.470 kr.
Undir 1.500 km. Meira en 2 klst. 36.940 kr.
1.500–3.500 km. Allt að 3 klst. 29.552 kr.
1.500–3.500 km. Meira en 3 klst. 59.104 kr.
Yfir 3.500 km. Allt að 4 klst. 44.328 kr.
Yfir 3.500 km. Meira en 4 klst. 88.656 kr.
Upphæð Upphæð skaðabóta sem farþegi á rétt á fer eftir lengd flugsins og hve mikil töf verður á að hann komist á áfangastað.
Skaðabætur Réttur farþega til skaðabóta fer eftir því hve löngu fyrir áætlaða brottför honum er tilkynnt um að flugi sé aflýst og hve
mikill munur er á brottfarar- og komutíma þess flugs sem honum er boðið og upphaflega fluginu.
Upphæð skaðabóta flugfarþega vegna tafa og annarra óþæginda
Réttur til skaðabóta vegna röskunar á flugi