Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2015, Qupperneq 30
Vikublað 27.–28. maí 201518 Sport
Leikmennirnir sem
Van GaaL Vantar
n Fimm leikmenn sem Paul Scholes segir að liðið þarfnist til að verða meistari
G
oðsögnin Paul Scholes seg
ir að United þurfi að lág
marki fimm gæðaleikmenn
til að geta barist um titilinn
á næsta keppnistímabili.
Liðið var einhverjum fimmtán stig
um á eftir Englandsmeisturum
Chelsea á keppnistímabilinu en á
þeim bænum sætta menn sig ekki
við slíkt. Louis Van Gaal þarf að
vinna titla.
Paul Scholes vann á ferli
sínum marga titla með United
og veit þess vegna hvað þarf
til að vinna. „United þarf mið
vörð, hægri bakvörð, jafnvel
annan markvörð, fyrsta flokks
framherja og jafnvel væng
mann,“ segir hann við
Mirror. En hverja getur
félagið keypt? Mirror
tók það saman.
Markvörðurinn
Svo virðist sem
dagar Davids
De Gea á Old
Trafford séu
senn taldir. Góðir
mark verðir eru
ekki á hverju strái.
Asmir Begovic
hjá Stoke er góð
ur en gæti kostað
skildinginn, rétt eins og
Tim Krul hjá Newcastle.
Jasper Cillessen hjá Ajax
er kannski ekki full
mótaður en gæti
orðið góð
ur. Það væri
þó ákveðin
áhætta.
Hægri bakvörðurinn
Nathaniel Clyne, leikmaður South
ampton, hefur iðulega verið nefnd
ur en hann virðist ætla að skrifa
undir nýjan samning við félagið.
Dani Alves, leikmaður Barcelona,
gæti verið skammtímalausn. Dani
Carvajal er líklega á leið frá Real
Madrid og gæti verið góður kostur.
Newcastlemaðurinn Daryl Jan
maat, landi Van Gaal, gæti einnig
komið til greina.
Miðvörðurinn
Mats Hummels, varnarmaður Dort
mund, er talinn sá sem Van Gaal vill
fá til starfans. Hann yrði mjög dýr en
gæti að sami skapi reynst dýrkeypt
ur. Hollendingurinn Ron Vlaar hjá
Aston Villa hefur verið nefndur eins
og Stefan De Vrij, hjá Lazio. Frakkinn
Raphael Varane, hjá Real Madrid, er
sagður í miklum metum hjá Van Gaal.
Er það líklegt?
Vængmaðurinn
Memphis Depay hefur samþykkt
samning við félagið en hann hefur
verið frábær með PSV í Hollandi.
Hann er fljótur og spennandi leik
maður. Ef Van Gaal vill enn meiri kraft
á kantana gæti Antoine Griezmann,
leikmaður Atletico, verið álitlegur
kostur, þó að Chelsea virðist ætla að
hrifsa hann til sín. Þá er Pedro líklegur
til að fara frá Barcelona.
Heimsklassa sóknarmaður
Tilraunin með Falcao misheppnaðist
svo Van Gaal er enn að leita að topp
manni í framlínuna. Edinson Cavani
gæti verið rétti maðurinn en hvað mun
hann kosta? Alexandre Lacazette, leik
maður Lyon, er afar öflugur og góður
skotmaður en óvíst er að Frakkarnir
sleppi honum. Maro Icardi gæti verið
maðurinn sem Van Gaal leitar að, rétt
eins og Danny Ings, sem er kannski
ekki leikmaðurinn sem stuðnings
mennirnir verða ánægðir með að fá.
Hvað með Tevez, aftur? n
Baldur Guðmundsson
baldur@dv.is
Skamm-
tíma-
lausn?
Dani Alves
Aftur til
United?
Carlos
Tevez
Opnar veskið Van Gaal þarf
að kaupa leikmenn í sumar.
Meðalmennska er ekki í boði á
Old Trafford. Mynd ReUteRS
Sá rétti?
United þarf
sóknarmann,
að mati Paul
Scholes.
Benitez líklegur
arftaki Ancelotti
Real Madrid rak enn einn þjálfara
F
lorentino Perez, forseti Real
Madrid, hélt uppteknum hætti
og tilkynnti á blaðamannafundi
á mánudag að félagið hefði rek
ið Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóra
liðsins. Real Madrid hefur nú verið
með 12 stjóra á síðustu 15 árum en
talið er líklegast að Rafa Benitez, stjóri
Napoli, verði næsti maðurinn til að
tylla sér í heitasta sætið í heimsbolt
anum.
„Það eru 99% líkur á að Benitez fari
til Real,“ var haft eftir umboðsmanni
Carlo Ancelotti í ítölskum fjölmiðlum.
Ancelotti er orðaður við sitt gamla fé
lag AC Milan sem átt hefur í veruleg
um vandræðum. Ancelotti var ráðinn
stjóri Real Madrid í júní 2013 og entist
því tæp tvö ár í starfi þar sem hann
vann meðal annars Meistaradeild
Evrópu. Benitez hefur stýrt Valencia,
Liverpool, Inter Milan og Chelsea svo
einhver félög séu nefnd en hann ólst
upp í unglingastarfi Real Madrid á ár
unum 1974–1981 og kann að verða
kallaður heim. n mikael@dv.is
Rafa Benitez
Spænski hugsuðurinn
þykir langlíklegastur
til að vera ráðinn næsti
þjálfari Real Madrid.