Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2015, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2015, Qupperneq 22
6 Sumarnámskeið - Kynningarblað Vikublað 27.–28. maí 2015 „Unglingastarfið er mikilvæg- ast og þar hefst grunnurinn“ Hnefaleikafélagið Æsir: Áhersla á að hafa gaman af líkamsrækt H nefaleikafélagið Æsir býður upp á fjögurra vikna nám­ skeið fyrir unglinga á aldr­ inum 12–16 ára. Nám­ skeiðin eru þrisvar í viku, mánudaga, miðvikudaga og föstu­ daga, klukkutíma í senn og eru tvö námskeið í boði, frá 1.–29. júní og 3.–29. júlí. Hvort námskeið kostar 7.900 kr. „Unglinga­ starfið er mikil­ vægast og þar hefst grunnur­ inn,“ segir Vil­ hjálmur Hern­ andez, þjálfari hjá Hnefaleika­ félaginu Æsir. Í unglinga­ boxinu er lögð áhersla á að hafa gaman af líkamsrækt, en einnig að læra allt um íþróttina. Vil­ hjálmur segist leggja mikla áherslu á að börnin hafa gaman af tímunum og komi brosandi í næsta tíma. Ásamt því að fara í undirstöðuat­ riðin eru tímar brotn­ ir upp með fjölbreytt­ um og skemmtilegum æfingum. „Hjá Hnefaleikafélaginu Æsir viljum við leggja mesta áherslu á hópefli og lífsleikni hjá unglingunum,“ segir Vilhjálmur. Hnefaleikafélagið Æsir er eitt af tveimur slíkum starfandi félögum í Reykjavík og var stofnað árið 2007. Á þeim tíma hefur félagið vaxið hratt og er orðið eitt það stærsta á landinu. Skráning og nánari upplýsingar eru í síma 578­6060, heimasíða box. is, netfang er box@box.is. Hnefa­ leikastöðin er að Viðarhöfða 2 við Stórhöfða, Reykjavík. n Útilífsnámskeið skátanna eru frábær afþreying Á útilífsnámskeiðum skáta gefst börnum tækifæri til að tak­ ast á við spennandi skátaverkefni: sigla á bátum, klifra og síga, skyndihjálp, fara í leiki og sund. Útilífsnámskeið skát­ anna eru frábær afþreying fyrir börn á aldrinum 8–12 ára. „Börnin kynnast skáta­ starfinu og mörg þeirra ganga í skátafélag í sínu hverfi að nám­ skeiði loknu,“ segir Jón Andri, verk­ efnastjóri hjá Skátun­ um í Reykjavík. Tíu skátafélög á höfuðborgarsvæðinu bjóða upp á úti­ lífsnámskeið auk Akraness, námskeiðin eru ólík milli félag­ anna, en grunngildin alltaf þau sömu: sam­ vinna barnanna og virðing fyrir hvert öðru og skátastarfið kynnt fyrir börnunum. „Skátafélögin í Reykjavík enda nám­ skeiðin á útilegu við Hafravatn eða Lækjarbotna í eina nótt og börnin læra að tjalda. Varðeldur er kveikt­ ur og farið er á kanó á Hafravatni,“ segir Jón Andri. Reyndir leiðbeinendur sjá um námskeiðin, sem allir hafa meira eða minna starfað í skátafélagi. Allir leiðbeinendur hafa farið á nám­ skeið í skyndihjálp, barnavernd og slysavörnum. Allar upplýsingar um öll nám­ skeið hjá skátunum má finna á sam­ eiginlegri vefsíðu utilifsskoli.is. n Börn fá tækifæri til að takast á við spennandi skátaverkefni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.