Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2015, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2015, Side 24
8 Sumarnámskeið - Kynningarblað Vikublað 27.–28. maí 2015 Tónlistarhátíð unga fólksins Það hefur hvetjandi áhrif á tónlistarnám að hitta annað ungt fólk sem hefur svipuð áhugamál T ónlistarhátíð unga fólksins (TUF) er hátíð fyrir ungt tón- listarfólk sem vill koma sér í form fyrir veturinn, kynnast öðru ungu fólki í músík og upplifa nýjar hliðar á tónlistinni. Há- tíðin stendur yfir dagana 6.–15. ágúst og rennur seinasta helgin saman við Cycle-listahátíðina í Kópavogi sem stendur yfir dagana 13.–16. ágúst. Þar gefst ungu tónlistarfólki tækifæri að sjá og kynnast frábæru alþjóðlegu listafólki úr tónlistar- og myndlistar- heiminum. Umsóknarfrestur er til 1. júní. Að sögn Guðnýjar Þóru Guð- mundsdóttur, stofnanda hátíðar- innar, verða hljóðfæranámskeið í boði fyrir nemendur sem eru að ljúka miðprófi og upp í háskólapróf. Strengjasveitarnámskeið er í boði fyr- ir þá sem lokið hafa grunnprófi. Þátt- takendum stendur til boða að taka þátt í kammertónlist, námskeiði í samtímatónlist, frjálsum spuna og jóga. Auk þess að taka þátt í hinu ár- lega fótboltamóti TUF og grillveislu. Allir þátttakendur fá ókeypis aðgang að öllum opinberum tónleikum í Salnum á kvöldin með heimsfrægum tónlistarmönnum auk sigurvegara tónleikakeppni TUF 2015, Geirþrúði Önnu Guðmundsdóttur sellóleikara. „Það hefur gríðarlega hvetjandi áhrif á tónlistarnám að hitta annað ungt fólk sem hefur svipuð áhugamál, kynnast og vinna saman að snúnum verkefnum,“ segir Guðný. „Allir nem- endur geta komið fram á tónleikum í Salnum í Kópavogi en aðalmálið er þó að taka þátt og upplifa eitthvað nýtt. Við hvetjum sérstaklega unga tónlistarnema utan af landi til að taka þátt,“ segir Guðný. Á Tónlistarhátíð unga fólksins 2015 verður einvala lið íslenskra og erlendra kennara. Á fiðlu: Auður Haf- steinsdóttir og Guðný Guðmunds- dóttir, fyrrv. konsertmeistari. Á víólu: Svava Bernharðsdóttir. Á selló: Pia Eva Greiner Davis. Á píanó: Peter Maté. Á klarínett: Arngunnur Árna- dóttir. Á þverflautu: Áshildur Har- aldsdóttir. Strengjasveit: Helga Þórarins- dóttir. Frjáls spuni: Gyða Valtýsdóttir. Samtímatónlist: Ingi Garðar Erlends- son og Þórunn Gréta Sigurðardóttir. Jóga: Guðbjörg Sandholt. Masterclassar: Prof. Vlad Dimulescu píanó. Madalina Pasol píanó. Razvan Dragnea píanó. Trio Pro Arte kamm- ertónlist. Nánari upplýsingar um Tónlist- arhátíð unga fólksins má fá í síma, á netfanginu musicfest@musicfest.is og á heimasíðunni musicfest.is Reynslusögur: Svava Bernharðs- dóttir, víóluleikari og tónlistarkennari „Dóttir mín sem nú stundar fram- haldsnám í fiðlu við Juilliard tón- listarháskólann í New York á fullum skólastyrk varð fyrir svo varanlegum áhrifum á Tónlistarhátíð unga fólks- ins, þá fimmtán ára óharðnaður ung- lingur, að hún setti allt á fullt með fyrrgreindum afleiðingum. Hennar saga er ekki einskök. TUF kem- ur með heiminn að fótum íslenskra ungmenna, opnar fyrir þeim heims- menninguna, aðgengi að frábæru tónlistarfólki og skapar góð kynni af samnemendum sem koma víða að.“ Þórdís, 12 ára, sellónemandi í Tón- skóla Sigursveins „TUF var mjög góð upplifun hjá mér. Verkin sem við spil- uðum voru mörg og frekar krefjandi fyrir mig en fyrir vikið var rosalega gaman þegar ég var búin að læra þau. Ég hefði aldrei trúað því fyrsta daginn á námskeiðinu að við myndum ná að spila þetta allt svona vel í lokin á tón- leikum. Ég finn það núna þegar ég er að byrja í hljómsveitinni minni í tón- listarskólanum hvað mér hefur far- ið mikið fram í nótnalestri við það að fara á námskeiðið. Það var rosa gam- an að vera hjá Helgu Þórarinsdóttur og ég lærði margt af henni. Einnig fannst mér mjög gaman að taka þátt í spunanum sem fékk mann til að hugsa út fyrir rammann sem getur komið sér mjög vel. Ég get hiklaust mælt með TUF við aðra.“ n Stærsti bátafloti í sumarbúðum á Íslandi Ástjörn einu sumarbúðirnar sem eru í þjóðgarði S umarbúðirnar Ástjörn í Kelduhverfi eru fyrir drengi og stúlkur á aldrinum 6–12 ára og 13–15 ára unglinga. Börn koma í sumarbúðirn- ar alls staðar að af landinu, en flest koma frá Norðurlandi og úr Reykja- vík. „Mörg börnin sem koma til okk- ar eiga foreldra sem voru í sumar- búðum hjá okkur þegar þeir voru börn og það er mjög ánægjulegt því það sýnir að foreldrarnir vilja veita börnunum sínum það sem þau sjálf upplifðu hér,“ segir Árni Hilmarsson forstöðumaður. Flest börnin koma í einn flokk, en sum dvelja lengur. Flokkarnir eru 8 og 10 dagar, og ung- lingavikan er 7 dagar. Tjörnin og skógurinn umhverfis sumarbúðirnar veita börnunum fjöl- marga möguleika til leikja og úti- veru. Má nefna t.d. knattspyrnu- og körfuboltavöll, kvöldvökur, Bibl- íutíma, föndur, alls kyns leiki og keppnir í skóginum og víðar, íþrótta- hús í næsta nágrenni, sund í tjörn- inni á góðviðrisdögum, hestaleigu og margt fleira. Landvörður kemur og fræðir börnin um þjóðgarðinn. Bátar eru af ýmsum gerðum: árabát- ar, kajakar, kanóar, hjólabátar og skútur. „Hjá okkur er stærsti bátafloti í sumarbúðum á Íslandi, en við erum með um 30 báta af öllum gerðum, meira að segja svokallaða sökkvi- báta!“ segir Árni. Bátarnir eru notað- ir daglega ef veður leyfir. Ástjörn hefur þá sérstöðu að það eru einu sumarbúðirnar á Íslandi sem eru í þjóðgarði, rétt hjá Ásbyrgi í Kelduhverfi. Einnig má nefna að þvottahús er á staðnum þar sem allt er þvegið af börnunum og fara þau því heim með hrein föt í tösk- unni, mörgum foreldrum til mikill- ar ánægju. Sumarbúðirnar Ástjörn hafa starfað síðan 1946 og hafa frá upp- hafi verið reknar á kristilegum grunni. Kristin gildi og viðhorf eru mjög mikilvægur þáttur í starfinu. Það er mjög algengt að starfs- menn Ástjarnar og þeir sjálfboðalið- ar sem að starfinu koma hafi sjálfir dvalið sem börn í sumarbúðunum og segir Árni ómetanlegt að eiga svona gott bakland sem leggur starf- inu lið. Skráning er í síma 462-3980 og á heimasíðunni astjorn.is. Netfang er astjorn@astjorn.is n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.