Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2015, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2015, Blaðsíða 20
4 Sumarnámskeið - Kynningarblað Vikublað 27.–28. maí 2015 Sérstök áhersla er lögð á útivist í unglingabúðunum Sumarbúðir skáta Úlfljótsvatni S umarbúðir skáta hafa verið starfræktar á Úlfljótsvatni síð- an árið 1941. Í sumar eru að vanda sumarbúðir í boði fyr- ir börn á aldrinum 8–15 ára. „Við bjóðum upp á unglinga- búðir fyrir 13–15 ára unglinga,“ segir Elín Esther Magnúsdóttir, dagskrárstjóri og forstöðukona Sumarbúða skáta Úlfljótsvatni. „Við leggjum sérstaka áherslu á útivist í unglingabúðunum en þær hafa verið reglulega í boði á Úlfljóts- vatni og eru alvöru útivistarbúðir þar sem þátttakendur fá að læra að bjarga sér í íslenskri náttúru.“ Búðirnar eru reknar út frá hug- sjón og viðfangsefnum skáta- hreyfingarinnar að sögn Elínar Estherar. Áhersla er lögð á að ung- lingar öðlist kunnáttu og þekk- ingu sem þeir geta nýtt sér seinna á lífsleiðinni. „Þátttakendur læra grunninn í ferðamennsku á sex dögum og spreyta sig svo á fjallaferð upp á Hellisheiði þar sem gist verður í ekta skátaskálum,“ segir Elín Esther. Klifurturninn verður að sjálf- sögðu notaður, bátarnir sett- ir á flot og varðeldar kveiktir. Kvöldvaka verður og allir fá að prófa spennandi ævintýri. Nám- skeiðið stendur í sex daga, frá mánudegi fram á laugardag. Gist er bæði í skálum á Úlfljótsvatni og í skálum á Hellisheiði. Leiðbeinendur eru menntaðir kennarar, reynslumiklir skátar og björgunarsveitarfólk. Skráning í sumarbúðir á Úlf- ljótsvatni fer fram í síma 482-2674, á netfanginu ulfljotsvatn@skatar.is og á heimasíðunni ulfljotsvatn.is n Það er alltaf gaman í Gaaraleikhúsinu Sumarnámskeið fyrir börn 7-9 ára og 10 -12 ára 15-26 júní og 29 júní -10 júlí Skráning í síma 565 5900 og namskeið@gaaraleikhusid.is gaaraleikhusid.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.