Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2015, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2015, Side 4
Vikublað 27.–28. maí 20154 Fréttir Láttu þér ekki vera kalt Sími 555 3100 www.donna.is hitarar og ofanar Olíufylltir ofnar 7 og 9 þilja 1500W og 2000 W Keramik hitarar með hringdreifingu á hita Hitablásarar í úrvali Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Háaleitisbraut lokað í viku Þriðjudaginn 26. maí var byrjað að grafa fyrir nýrri vatnslögn með fram Kringlumýrarbraut – þvert á Háaleitisbraut. Vegna framkvæmdanna verður þeim kafla Háaleitisbrautar sem liggur frá Kringlumýrarbraut að Skipholti lokað í eina viku. Í tilkynningu segir að lokunin hafi lítil áhrif á umferð bíla og að nýr hjólastígur muni njóta góðs af framkvæmdinni. „Framkvæmdin hefur ekki áhrif á umferð bíla um Kringlumýrarbraut að frátöldu því að ekki verður hægt að beygja af Kringlumýrarbraut inn á þennan kafla Háaleitisbrautar að Skipholti. Lokunin hefur aðeins áhrif á leið 11 hjá Strætó og verða tilkynningar settar upp á þær biðstöðvar sem falla tímabundið úr þjónustu. Gangandi og hjólandi um gatnamótin þurfa einnig að leggja lykkju á leið sína.“ Vildu fara í fangaklefa Tveir einstaklingar gistu í fangaklefa hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu aðfaranótt þriðjudags. Þessir tveir óskuðu eftir gistingu í fangaklefa og sögðust ekki eiga í nein hús að venda. Í dagbók lögreglunnar kemur fram að umræddir aðilar eigi hvergi heima. Þeir hefðu óskað eftir gistingu í fangaklefa þar sem ekkert annað gistipláss sem þeir gætu sótt í væri laust. Af öðru úr dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu má nefna að lögreglu barst tilkynning um rifrildi sem endaði með slagsmálum. Þar sluppu aðilar þó við alvarlega áverka. Neitar að taka þátt í verðkönnun ASÍ n Fjórar fiskbúðir neituðu að taka þátt n Voru flestar með hæsta verðið síðast V erðlagseftirlit ASÍ gerði verðsamanburð í tuttugu og fimm fiskbúðum og öðr­ um verslunum með fisk­ borð, víðs vegar um landið á miðvikudaginn. Kannað var verð á 32 algengum tegundum fiskafurða en það sem vekur athygli er að fjórar fiskbúðir neituðu að taka þátt, þar á meðal Fiskikóngurinn. Með hæsta verðið í fyrra Verðlagseftirlit ASÍ hefur í gegnum árin kannað verð á ýmiss konar vöru og þjónustu og hafa þær kannanir ávallt gengið vel nema þegar kemur að verslun með fiskafurðir. Þá geta verðlagseftirlitsmenn komið að lok­ uðum dyrum. Mikill verðmunur er á milli versl­ ana en í fyrra var til að mynda oft­ ast 50 til 100 prósenta verðmunur á fiskafurðum. Könnunin í fyrra er einmitt sögð ástæða þess að þrjár af þessum fjórum fiskbúðum neituðu að taka þátt. Í könnuninni í fyrra voru þessar þrjár fiskbúðir, það er Fiskbúðin Haf­ berg, Fiskikóngurinn og Fiskbúðin Vegamót, með dýrasta fiskinn. Hæsta verðið í síðustu könnun sem þessar verslanir tóku þátt í, mánu­ daginn 2. júní í fyrra, var hjá Fisk­ búðinni Hafberg í sjö tilvikum af 23, hjá Fiskikónginum Sogavegi í fimm tilvikum og hjá Fiskbúðinni Vega­ mótum í fjórum tilvikum. Dýrustu segja nei „Það hangir oft saman að þegar menn neita þátttöku þá er það yfirleitt í kjöl­ far þess að bent er á að þeir eru dýrari en aðrir. Ódýrari verslunin segir ekki nei við þátttöku í verðkönnun. Það eru aðilarnir sem eru dýrari en aðr­ ir,“ segir Kristjana Birgisdóttir, verk­ efnastjóri verðlagseftirlits hjá ASÍ. Hún vill ekki tjá sig um einstaka verslanir sem neituðu þátttöku en segir könnunina ítarlega og þannig úr garði gerða að allir eiga að geta tekið þátt. Kristján Berg Ásgeirsson, eigandi Fiskikóngsins, er því ósammála. Hann vill fá fleiri fiskbúðir í könnun­ ina sem hann segir ekki marktæka eins og er en tuttugu og fimm fisk­ búðir tóku þátt í könnuninni í ár. Hann segir talsverða óánægju hafa ríkt á meðal fisksala um verðkönnun­ ina í mörg ár. Segir könnunina ekki marktæka „Ég harma að menn geti ekki unnið verðkannanir á réttum forsendum, horft til færri tegunda og haft þær einfaldari og þannig gert þær mark­ tækari,“ segir Kristján Berg sem vill meina að framkvæmd könnunarinn­ ar fari ekki saman með þeirri vöru sem hann býður upp á. „Við erum að skera fiskinn þannig að bestu bitarnir kosta eitt­ hvað ákveðið, lélegu bitarnir kosta eitthvað ákveðið og gúllas síðan eitt­ hvað ákveðið. Þetta er bara allt ann­ að. Þorskflök og þorskhnakkar eru til dæmis ekki sami hluturinn. Stórir þorskhnakkar og litlir þorskhnakk­ ar eru ekki það sama og svo mætti lengi telja,“ segir Kristján Berg, ósáttur við ASÍ. Þá segir hann veiðarfæri og ald­ ur á fiski skipta mjög miklu máli þegar hann kaupir inn fisk fyrir sín­ ar verslanir. „Fólk má hringja“ „Þetta hefur verið hratt og illa unnið undanfarin ár. Við hræðumst ekki verðkannanir, enda má fólk hringja og koma í verslanir okkar, hvenær sem er. Allt er ítarlega verðmerkt og tegunda­ merkt í fiskborðum okkar. En það verður að bera saman réttu hlutina þegar verðkannanir eru gerðar. Við berum ekki saman epli og appelsín­ ur. Það verður að bera saman gæði og réttar vörur, annað er óviðunandi hvað mig varðar að mínu mati og al­ gerlega óásættanlegt fyrir neytendur.“ Kristjana er þessu ósammála. Vandað sé til verka þegar verðlags­ eftirlitið framkvæmir verðkönnun og allir sitji við sama borð. „Ég er til dæmis að bera saman ódýrasta kílóverðið af ýsuflökum í þessari könnun. Er hans ýsuflak betra en í hinum 25 fiskbúðunum sem tóku þátt í könnuninni?“ Mikill verðmunur í ár Könnunin í ár sýndi, líkt og í fyrra, mikinn verðmun milli fiskbúða. Lægsta verðið var oftast að finna hjá Litlu Fiskbúðinni Miðvangi Hafnar­ firði eða í 14 tilvikum af 32 og hjá Litlu Fiskbúðinni Háaleitisbraut í átta til­ vikum. Verslunin Kjöt og fiskur Berg­ staðastræti var með hæsta verðið í sex tilvikum af 32 og Melabúðin, Hafið fiskiprinsinn Hlíðasmára og Gallerý fiskur Nethyl voru með hæsta verðið í fjórum tilvikum. Aðeins Fisk­ búð Sjávar fangs Ísafirði átti til all­ ar tegundirnar sem skoðaðar voru í könnuninni en þar á eftir kom Gallerý fiskur sem átti til 30 tegundir. Fæstar tegundirnar sem skoð­ aðar voru, voru til hjá Fiskbúðinni Sjávar höllin Hólagarði eða aðeins átta tegundir af 32 og Samkaup­Úrval Hafnarfirði átti 12 tegundir. Munur á hæsta og lægsta verði í könnuninni var frá 24 prósentum upp í 153 prósent. Mestur verðmun­ ur í könnuninni var á súrum hval sem var dýrastur á 3.763 kr./kg. hjá Fiskbúð Sjávarfangs, en ódýrastur á 1.490 kr./kg. hjá Litlu fiskbúð­ inni Háaleitisbraut en það er 2.273 króna verðmunur eða 153 prósent. Minnstur verðmunur var á roðflettu og beinlausu ýsuflaki sem var ódýr­ ast á 1.690 kr./kg. hjá Litlu fiskbúð­ inni Miðvangi en dýrast á 2.090 kr./ kg. hjá Hagkaupum Kringlunni og Kjöt og fisk, en það er 400 króna verðmunur eða 24 prósent. n „Er hans ýsuflak betra en í hin- um 25 fiskbúðunum sem tóku þátt í könnuninni? Atli Már Gylfason atli@dv.is Fiskikóngurinn Kristján Berg Ásgeirs- son er ekki sáttur við verðkönnun ASÍ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.