Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2015, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2015, Qupperneq 32
Vikublað 27.–28. maí 201520 Lífsstíll N ú hef ég starfað hjá Betri ár- angri frá árinu 2011, sem sagt í fjögur ár samanlagt. Ég er ævinlega þakklát fyrir að hafa fengið það tækifæri að vera hluti af því sem Betri árangur er í dag. Þekkingin og lærdómurinn sem ég hef öðlast á þeim tíma sem ég hef unnið þar er ómetanlegur. Eftir fjögurra ára vinnu hef ég farið yfir gífurlegt magn af matar- dagbókum og búið til svipað magn af matarplönum, meðal annars fyrir fólk með óþol og annars konar sér- þarfir. Þekking mín á þeim lífsstíl sem við kennum og temjum okkur sjálfar er því orðin talsverð. Vinkonur mínar kallar mig oft gangandi „My fitnesspal“, sem er forrit til að reikna út mataræði dagsins. Ég nefndi í fyrstu grein minni sem Ræktardurgur DV, að við legð- um grunninn að því að viðkomandi geri það að lífsstíl og sé meðvitaður um að velja betri kostina í matar- æðinu samhliða hreyfingu, en vissu- lega eru margar kenningar í gangi og mismunandi hvað hentar hverjum og einum. Komdu í veg fyrir slappleika Eitt það algengasta sem ég rekst á við yfirferð á fyrstu matardagbók hjá þeim sem byrja í þjálfun hjá okk- ur, er að þekking á að borða vel og reglulega yfir daginn er yfirleitt ekki til staðar. Ég viðurkenni að ég sjálf hafði hana ekki þegar ég byrjaði í þjálfun, sem sagt þegar ég var hinum megin við skjáinn. Með því að borða hollt og reglulega yfir daginn er hægt að koma í veg fyrir slappleika, orku- leysi, mígreni og ýmsa aðra kvilla ásamt sukki á kvöldin. Borðaðu fimm til sex sinnum á dag Mikilvægt er að borða í kringum fimm til sex sinnum á dag, við teljum prótein eftir æfingar ekki með sem máltíð. Stærstu máltíðir dagsins eru morgun-, hádegis- og kvöldmatur. Inn á milli eru um það bil þrjú milli- mál, en það eru mál sem eru í létt- ari kantinum til þess að fylla upp í daginn. Það er flott að miða við að borða á tveggja tíma fresti. Þannig heldur þú brennslunni gangandi og blóðsykrinum jöfnum yfir daginn. Einnig kemur þú í veg fyrir óþarfa hungur seint um kvöld. Samhliða því að borða vel og reglulega er lífs- nauðsynlegt fyrir líkamann að fá nóg af vatni. Ekki borða of mikið af hollum mat Það að borða hollan, góðan og nær- ingarríkan mat í miklu magni getur líka dregið úr árangrinum. Þannig er viðkomandi yfirleitt að borða um- fram það sem líkaminn þarfnast yfir daginn og er þá mögulega að bæta á sig eða standa í stað hvað árangur varðar. Það fer mjög lítið fyrir sumum mat, en hann getur þó verið lúmskt hitaeiningaríkur í miklu magni. Al- geng fæða sem fólk gerir sér ekki grein fyrir magninu af hitaeiningum í er t.d. hnetur, hnetusmjör, þurrkað- ir ávextir, fræ og svo framvegis. Þess vegna er svo gott að vera meðvituð um betri kosti og skammtastærðir. Fæðubót Nú hafa fæðubótarefni ekki fengið jákvæða umfjöllun í fjölmiðlum, enda ýmislegt á markaðnum erlend- is sem er ekki æskilegt. Hins vegar veit ég til þess að þau fæðubótarefni sem eru seld hérlendis, eru grann- skoðuð áður en leyfi fæst til að selja þau. Mér finnst varðandi þau eins og allt annað – allt gott í hófi og í fínasta lagi ef þekkingin til þess að nota þau rétt er til staðar. Fæðubótarefni eru yfirleitt hluti af mataræði þeirra sem stunda rækt- ina að fullum krafti. Þau eru þó ekki nauðsynleg til þess að ná árangri, en vissulega stuðla þau að honum á já- kvæðan hátt. Í þjálfuninni hugsum við alltaf „less is more“ og leggjum þess vegna grunnpakka fyrir byrj- endur hjá okkur, og bendum einnig á að þau eru val hvers og eins. Fyrst og fremst er hægt að fá prótein og næringu úr hollri og fjölbreyttri fæðu, en þetta er eins konar viðbót við það yfir daginn til þess að auka árangurinn. Í yfirferð á matardagbókum í þjálfuninni rek ég oft augun í að við- komandi er að fá sér próteinstykki, prótein eftir æfingu og svo prótein seinna um daginn, þarna er komið mjög mikið magn af fæðubót sem líkaminn á hreinlega erfitt með að vinna úr og vantar því einnig upp á fjölbreytileikann. Þangað til næst Ale ræktardurgur n Plast, miðar og tæki ehf. Krókhálsi 1 110 Reykjavík s. 567 8888 www.pmt.is gæði – þekking – þjónusta Nánari upplýsingar á www.pmt.is eða í síma 567 8888 VERÐMERKIBYSSUR og verðmerkimiðar Mikilvægi þess að borða vel og reglulega n Þekkingin oft ekki til staðar n Misjafnt hvað hentar hverjum og einum Alexandra Sif Nikulásdóttir ale_sif@hotmail.com Ég er mikið fyrir það að undirbúa mig fyrir vikuna og tek saman matinn fyrir vinnuna deginum áður. Þannig finnst mér ég spara tíma á morgnana og það gerir mér einnig kleift að kúra aðeins lengur, sem er einstaklega gott þegar ég vakna snemma til þess að fara á æfingu. Ég tek það fram að þetta er bara hug- mynd að einum degi og mismunandi hvað hentar hverjum og einum. VAKNA kl. 5.20 Fyrir æfingu: Ég fæ mér alltaf 35 grömm hafragraut með miklum kanil (hann hef ég útbúið daginn áður og á tilbúinn í nestisboxi í ísskáp.) Mér finnst hann virka best og gefa mér hæfilega góða orku fyrir æfinguna án þess að ég verði of södd. Einnig fæ ég mér eina Amino Energy-blöndu til þess að vakna og hafa aukna orku fyrir komandi átök. LYFTINGAÆFING kl. 6.00 Eftir æfingu: Ég fæ mér eina skeið af hreinu próteini í um 300 millílítrum af vatni eða þá eina skeið af prótein- og kolvetnablöndu í svipuðu vatnsmagni. Ég fæ mér yfirleitt prótein- og kolvetnablönduna eftir að hafa tekið rassæfingar af því ég tek svo vel á því. Matarmeiri morgunmatur þegar ég mæti til vinnu kl. 9.00 Það er mjög mismunandi hvað ég fæ mér í vinnunni, morgunmatur er ein uppáhaldsmáltíðin mín af því að mér finnst morgunkorn svo gott. Hér koma efstu þrjár uppáhaldsmáltíð- irnar: 50 g hafragrautur, 3 niðurskornar möndlur með hýði og mikið af kanil Ale Hafraklatti 40 g kornfleks, 1 msk. rúsínur og dass af Létt Ab mjólk Millimál um kl. 11.00 30 g rúsínur í bland við 20 g kasjúhnetur Hádegismatur um kl.13.00 Mér finnst nauðsynlegt að fá mér matarmikinn og góðan hádegisverð af því annars verð ég fljótt svöng aftur. Kjúklingabringa með hrísgrjónum, avókadó og salsasósu. Millimál kl. 15.00 1 skeið hreint prótein og 1 frosinn banani, þetta set ég í Nutribulletið mitt ásamt vatni og miklu af klökum og fæ út úr því gúrmei sjeik. Millimál kl.17.00 1 létt óskajógúrt með ástaraldini og ferskjum, stundum set ég smá morgunkorn út á það til að gera það ögn matarmeira. Kvöldmatur kl.19.30 Hér fæ ég mér alla jafna kjúklinga- bringu þar sem ég kem stundum seint heim og á hana tilbúna. Mér finnst gam- an að breyta til hvað meðlæti varðar og það er ekki alltaf hið sama. Kjúklingabringa, hýðisgrjón hrærð saman við salsasósu, sýrðan rjóma 5%, zucchini (kúrbít), papriku, rauð- lauk og sólþurrkaða tómata án olíu. Hita blönduna í örbylgju þannig að sýrði rjóminn verði eins og ostur. Ég finn yfirleitt ekki til hungurs seint um kvöld af því ég borða svo vel og reglulega yfir daginn. Ef slíkar aðstæður koma upp, finnst mér gott að grípa í eins og eitt epli, sætt og frískandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.