Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2015, Side 18
2 Sumarnámskeið - Kynningarblað
Ö
rvar Ingi Jóhannesson hefur
kennt börnum og fullorðnum
á píanó í tíu ár, en sjálfur lauk
hann burtfararprófi árið 2006.
Örvar Ingi býður upp á nám
skeið í píanókennslu fyrir börn, ung
linga og fullorðna og eru námskeið
í boði allt árið. Innritun á sumar
námskeið er nú hafin.
Námskeið eru í boði allt árið og
eru sumarnámskeiðin tilvalin fyrir
þá sem vilja prófa að læra á píanó,
en sumarnámskeiðin eru eitt skipti í
viku í sex vikur.
„Sumarnámskeiðin eru mjög
sniðug fyrir börn og fullorðna sem
vilja prófa að læra á píanó, en ekki
skuldbinda sig heila önn í heilt ár,
segir Örvar Ingi. Margir sem hafa
byrjað að læra á sumarnámskeiði
hafa síðan haldið náminu áfram.
Margir nemenda Örvars Inga
hafa fylgt honum í nokkur ár og eru
þeir á öllum aldri, sá yngsti sem er í
námi núna er sjö ára og sá elsti er 75
ára, en elsti nemandinn sem Örvar
Ingi hefur kennt var 86 ára. Það er því
aldrei of seint að byrja að læra. „Það
er enginn aldursflokkur algengari en
annar,“ segir Örvar Ingi. „ Sumir hafa
aldrei lært á hljóðfæri þegar þeir
byrja.“
Örvar Ingi nefnir sem dæmi að
einn nemandi hans hafi lært í sex ár
á sínum tíma, síðan ekkert spilað í 35
ár, en byrjað aftur að læra í fyrra og sé
að ná fínum árangri.
Örvar Ingi hefur einnig útbúið
eigið kennsluefni fyrir börn og kom
fyrsta heftið út í byrjun þessa árs.
Fleiri kennarar en Örvar Ingi nota
heftið í kennslu hjá sér. Tónfræði er
kennd með í tímum, en ekki eru sér
stakir tónfræðitímar. „Ég kenni hins
vegar spuna, að spila eitthvað og að
spila eftir eyranu,“ segir Örvar Ingi.
Píanókennsla Örvars Inga er að
Suðurlandsbraut 32, Reykjavík, sími
8573224, netfang pianokennsla@
hotmail.com, heimasíða piano
kennsla.is og pianobaekur.is. n
Vikublað 27.–28. maí 2015
Aldrei of seint að byrja að læra
Sumarnámskeiðin eru tilvalin fyrir þá sem vilja prófa
Sumarbúðir KFUM og KFUK
eru vinsæll valkostur
Markmiðið að efla þroska einstaklingsins til líkama, sálar og anda
Aníta Nótt Sigurgeirsdóttir 8 ára.
Píanóhefti Örvars Inga. Eitt hefti hefur
komið út fyrir börn og annað fyrir fullorðna.
Fleiri eru í smíðum.
Kennarinn. Örvar Ingi Jóhannesson og
áhugasamur nemandi.
S
umarbúðir KFUM og KFUK
eru vinsæll valkostur barna
og unglinga á hverju sumri.
Flestir dvalarflokkar eru
5–7 daga langir og er boð
ið upp á fjölbreytt úrval aldurskiptra
flokka fyrir krakka á öllum aldri. Það
er margt í boði í sumarbúðunum og
tíminn flýgur áfram við leik og störf.
„Hópleikir, íþróttir, útivera, list
sköpun, bátsferðir, söngur, leikrit og
svo ótal margt fleira er meðal þess
sem krakkarnir fá að gera í sumar
búðunum og að sjálfsögðu er það
líka breytilegt eftir aldri og að ein
hverju leyti ólíkt á milli sumarbúða,“
segir Jóhann Þorsteinsson, æsku
lýðsfulltrúi hjá KFUM og KFUK.
Sumarbúðir KFUM og KFUK eru
fimm talsins, Vatnaskógur, Vindás
hlíð, Kaldársel, Ölver og Hólavatn.
Að auki býður félagið upp á leikja
námskeið í Kópavogi og í Reykjanes
bæ þar sem krakkarnir geta komið
að morgni og farið heim síðdegis. Nú
þegar hafa tæplega tvö þúsund börn
verið skráð fyrir sumarið en búast
má við að um þúsund börn bætist í
þann hóp áður en fjörið byrjar í júní.
Saga sumarbúða KFUM og KFUK
er tæplega hundrað ára og það er því
næsta öruggt að starfið byggir á mik
illi reynslu, „en markmiðið er alltaf
það sama, að efla þroska einstak
lingsins til líkama, sálar og anda,“
segir Jóhann.
Allar frekari upplýsingar um
sumartilboð KFUM og KFUK má fá
í síma 5888899 og á heimasíðu fé
lagsins kfum.is. n