Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2015, Blaðsíða 4
4 Fréttir Helgarblað 31. júlí–4. ágúst 2015
Bjarni stýrir
Fáfni í ólgusjó
Stofnandi Fáfnis Offshore segir engar áherslubreytingar fylgja stjórnarformennsku Bjarna Ármannssonar
B
jarni Ármannsson, fjárfest-
ir og fyrrverandi forstjóri
Glitnis, tók við formennsku
í stjórn Fáfnis Offshore,
sem rekur sérútbúna sjö
milljarða króna olíuþjónustuskip-
ið Polarsyssel, í júní síðastliðnum.
Framkvæmdastjóri fyrirtækisins
svarar aðspurður að engar áherslu-
breytingar verði á rekstri þess með
stjórnarformennsku Bjarna en bæt-
ir við að hann búi yfir mikilvægri
reynslu af fjárfestingum og rekstri.
Fáfnir hefur seinkað móttöku á öðru
sambærilegu þjónustuskipi, sem
er nú í smíðum í Tyrklandi, í ljósi
markaðsaðstæðna en verð á tunnu
af Norðursjávarolíu (e. Brent crude)
hefur fallið um helming á einu ári.
„Ef þorskverð myndi falla um 50
prósent myndi það hafa áhrif á af-
komu útgerða og fiskvinnslna og það
sama gerist í þessum geira. Þegar við
skrifuðum undir samning um kaup
á þessu skipi sem við erum að smíða
þá var olíuverðið 118 dollarar en það
er 53 í dag. En þó það séu mörg skip
á lausu, og fjölmiðlar séu duglegir að
tala hluti niður, þá ræður samninga-
staða fyrirtækja svolítið til um hvern-
ig þau hafa það. Sá sem er með rétta
bátinn, sem passar í ákveðin verkefni,
hefur það fínt," segir Steingrímur Er-
lingsson, framkvæmdastjóri Fáfnis.
Á 7% í Fáfni
Bjarni vildi ekki tjá sig um verkefna-
stöðu fyrirtækisins og framtíðaráform
í samtali við DV. Hann staðfesti þó að
hann hefði keypt hlut í Fáfni í febrúar
eða mars 2014 og setið í stjórn fyrir-
tækisins síðan þá. Eignarhlutur hans
nemi nú um sjö prósentum.
Framtakssjóðurinn Akur, sem er
í eigu þrettán lífeyrissjóða, Íslands-
banka og VÍS, og framtakssjóðurinn
Horn II, sem er í eigu lífeyrissjóða,
fjármálafyrirtækja og fagfjárfesta,
eru stærstu einstöku hluthafar Fáfn-
is. Akur kom inn í hluthafahópinn í
lok nóvember í fyrra þegar sjóðurinn
keypti 30 prósenta hlut fyrir 1.260
milljónir króna. Jóhannes Hauksson,
framkvæmdastjóri Akurs og fyrrver-
andi samstarfsmaður Bjarna hjá Ís-
landsbanka og Glitni, sagði í viðtali
við Fréttablaðið í desember 2014 að
hugmyndin um að Akur myndi fjár-
festa í Fáfni hefði fyrst komið upp
í febrúar í fyrra eða á sama tíma og
Bjarni keypti sinn hlut. Endanleg
ákvörðun um að taka þátt í verk-
efninu hafi síðan verið tekin í ágúst
það ár.
Verður áfram erfitt
Fáfnir sérhæfir sig í þjónustu við olíu-
og gasborpalla auk annarra verkefna
á norðlægum slóðum. Eins og áður
segir hefur lækkun olíuverðs leitt
til verkefnaskorts hjá mörgum fyr-
irtækjum sem þjónusta olíuiðnað-
inn og neytt þau til að draga saman
seglin. Tíu ára samningur sem fyrir-
tækið gerði við norska ríkið, um að
sinna gæslustörfum við Svalbarða,
hefur að sögn Steingríms verið mik-
ilvægur. Samningurinn var gerð-
ur árið 2013 og þá sagður metinn á
um sex milljarða króna. Polarsyssel
hefur einnig sinnt verkefnum fyr-
ir rússneska olíufélagið Gazprom og
Shell í Bretlandi en Fáfnir fékk skip-
ið afhent síðasta haust. Afhendingu
nýja skipsins hefur verið seinkað en
Steingrímur segir að það verði að öll-
um líkindum tilbúið næsta vor.
„Við búum við að hluthafar fé-
lagsins eru öflugir fjárfestar og yfir-
bygging fyrirtækisins er lítil. Við
ákváðum í byrjun að vera með nú-
tímaskip með þyrlupalli og afísingar-
búnaði. Það má til gamans geta að
það eru einungis til 24 ísstyrkt PSV-
skip í heiminum í dag og þessi tvö
skip okkar eru með í þeirri tölu. Við
sem að þessu félagi stöndum erum
því alveg meðvitaðir um þá miklu
samkeppni sem er nú innan greinar-
innar. Haustið lítur aftur á móti ágæt-
lega út en því er ekki að neita að þetta
verður áfram erfitt. Það verður sam-
þjöppun og það mun koma að því að
þeir sem hafa ekki fasta samninga
eigi ekki eftir að ná endum saman,“
segir Steingrímur. n
Polarsyssel Bjarni Ármanns-
son hefur verið hluthafi og
stjórnarmaður í Fáfni Offshore
síðan í byrjun árs 2014.
Framkvæmdastjórinn Steingrímur
Erlingsson er stofnandi Fáfnis Offshore en
hann fékk á síðasta ári tvo framtakssjóði í
eigu lífeyrissjóða, fyrirtækja og fagfjárfesta
til liðs við verkefnið. Mynd HaVyard
Haraldur Guðmundsson
haraldur@dv.is
Dularfullur
kattadauði
Á síðustu tveimur árum hafa
kettir í Sandgerði verið að hverfa
eða drepast á mjög dularfullan
hátt. Vitað er að yfir tíu kettir hafa
annaðhvort drepist eða horfið í
bæjarfélaginu á síðustu tveim-
ur árum og hefur dýralæknir sagt
einum íbúa að eitrað hafi verið
fyrir kettinum hans.
DV náði tali af einum íbúa í
Sandgerði sem misst hefur ketti
á síðustu árum, nú síðast köttinn
Ljúf sem drapst síðasta miðviku-
dag í örmum eiganda síns, þá að-
eins eins og hálfs árs gamall. „Að
horfa upp á dýrið þjást er svo sárt.
Hann bara ældi og ældi og að lok-
um drapst hann í höndunum á
mér,“ segir eigandi kattarins Ljúfs.
Eigandi Ljúfs segir að hann sé
ekki sá eini sem hafi misst kött eða
ketti í bænum. Nágranni hans hafi
sem dæmi nýverið misst tvo, sem
drápust á dularfullan hátt. Þá seg-
ist hann hafa misst þrjá ketti sem
hann segir að hafi drepist af völd-
um eitrunar. En það eru þó að-
eins þeir sem hafa skilað sér heim,
fjöldi annarra hefur horfið. Einn
þeirra var krufinn og sagði dýra-
læknir að honum hefði verið byrl-
að eitur. Eigandinn segir að hinir
tveir hafi drepist með sama kvala-
fulla hættinum. Íbúarnir sem rætt
var við segja málið mikið hitamál
í bænum enda leiki grunur á að
einhverjir óprúttnir aðilar séu að
verki. Kettirnir virðast allir hafa
drepist eftir skammvinn veikindi.
Þá hafa heitar umræður skapast
á Facebook-síðu bæjarbúa en þar
hefur dýrum, sem sögð eru valda
ónæði, verið hótað.
Eigandi Ljúfs segist vita að ná-
grannar séu óánægðir með lausa-
göngu dýranna og hefur hann
heyrt þá kvarta. Það sé þó ekki
afsökun fyrir þeirri meðferð sem
kettir í Sandgerði hafa upplifað.
„Það er alveg viðurstyggilegt
að eitra fyrir dýrunum og alveg
ófyrirgefanlegt.“
M
ánudaginn 3. ágúst verður
ráðstefnan Nú skal hinsegja
haldin í Iðnó. Viðburðurinn
er haldinn í byrjun Hinseg-
in daga í Reykjavík, en er sjálfstæð-
ur og ekki hluti af formlegri dagskrá
daganna.
Fjölbreyttur hópur fólks sem hef-
ur tekið þátt í hinsegin félagsstarfi og
býr yfir víðtækri þekkingu á málefn-
unum, hefur skipulagt ráðstefnuna.
Magnús Hákonarson, formaður
BDSM á Íslandi, er einn þeirra sem
hefur komið að skipulagi ráðstefn-
unnar. Að sögn hans er umfjöllun
um hinsegin málefni mikilvæg fyrir
samfélagið. „Það er ákveðin nýlunda
að bjóða upp á markvissa fræðslu í
tengslum við Hinsegin daga. Þessi
vettvangur er mjög stór og umræðan
mun ná til margra. Án fræðslu staðn-
ar staða hinsegin fólks,“ segir Magn-
ús. Hann bendir einnig á að það sé
ábyrgð hinsegin fólks að standa fyrir
fræðslu af þessu tagi. „Ef við kennum
fólki ekki hver við erum þá getur það
ekki lært að taka tillit til okkar.“
Fjallað verður um ýmis málefni
sem tengjast lífi og tilveru hinsegin
fólks og þeirra sem passa ekki inn í
þrönga ramma kynjatvíhyggjunnar,
en frummælendur tala ýmist ensku
eða íslensku.
Meðal dagskrárliða eru erindi
um ýmiss konar kynhneigðir, ókyn-
hneigð (e. asexuality), öruggt BDSM
og málefni transfólks. n
ragga@dv.is
Nú skal hinsegja
Ráðstefna um hinsegin málefni í Iðnó