Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2015, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2015, Blaðsíða 10
Helgarblað 31. júlí–4. ágúst 201510 Fréttir Fjarðargötu 19, Hafnarfirði (í húsi Innrammarans) • Sími 568 0400 • www.fabrik.is tölvuviðgerðir Fullt verð 12.250,- FABRIK TÖLVUÞJÓNUSTA · Ástandsskoðun · rykhreinsun · vírushreinsun · Óæskilegur hugbúnaður fjarlægður Sumartilboð 4.990,- Hröð og góð þjónusta! Full yfirferð (Windows-tölvur) Fólk með geðraskanir í húsnæðisvanda B iðin skýrist af því að 27 prós­ ent þeirra sem eru með pláss á endurhæfingu geð­ deildar í dag vantar viðeig­ andi búsetuúrræði í búset­ ukjarna sveitarfélaga og komast því ekki út af spítalanum heldur bíða, allt frá nokkrum mánuðum og upp í tvö ár,“ segir María Einisdóttir, fram­ kvæmdastjóri geðsviðs Landspítal­ ans. Einstaklingar, sem leggjast inn á geðsviðið, hafa þurft að bíða í tvö ár eftir búsetuúrræði eftir endurhæf­ ingu á spítalanum. Þrettán manns bíða eftir búsetu­ úrræðum að endurhæfingu lokinni, í Reykjavík eða utan hennar, og eru því enn á sjúkrahúsinu og bíða úr­ ræða. Fjöldi rúma á endurhæfingu geðdeilda Landspítalans er 49. Útskriftarhæfir einstaklingar fylla því 27 prósent af plássum á endur­ hæfingu geðdeildar Landspítalans. Þá bíða, á hverjum tíma, allt frá tíu til tuttugu manns eftir því að komast í endurhæfingu á geðdeild spítalans. Tugir bíða eftir endurhæfingu „Við erum með tíu til tuttugu manns á biðlista í endurhæfingu á hverj­ um tíma. Þar er um að ræða fólk sem hefur nýtt sér þjónustu geð­ deilda spítalans,“ segir María. „Stór hluti þeirra sem eru í endurhæfingu vantar búsetuúrræði þar á eftir og þá í svokölluðum búsetukjörnum sveitarfélaga.“ Bið eftir íbúð í búsetukjarna veldur því að fólk sem verið hefur í endurhæfingu bíður á endurhæf­ ingardeildum, í allt að tvö ár, og kem­ ur á sama tíma í veg fyrir að aðrir fái pláss í nauðsynlega endurhæfingu eftir að hafa verið á móttökudeildum geðsviðs spítalans. Á undanförnum árum hefur þjón­ usta fólks með geðraskanir tekið tals­ verðum breytingum og færst frá lang­ tímameðferð yfir í sjálfstæða búsetu með stuðningi. Sveitarfélög starf­ rækja því búsetukjarna, er áður var í höndum ríkis, þar sem haft er að leiðarljósi að einstaklingurinn geti búið á eigin vegum og fengið notið til­ tekinnar þjónustu og betri lífsgæða. „Þjónusta sveitarfélaga er hins vegar misjöfn. Reykjavíkurborg hef­ ur verið með átak í þessum málum enda hafa þau spýtt í lófana undan­ farið og unnið niður biðlista. Hjá öðrum sveitarfélögum hefur geng­ ið hægar, Kópavogi, Hafnarfirði og Garðabæ til dæmis.“ Alvarlegar afleiðingar „Þar sem að um þriðjungur tepp­ ir endurhæfingarúrræði þá þarf fólk að vera lengur á móttökudeildum eða fara heim í millitíðinni og bíða þar. Það er hins vegar ekki gott enda getur ýmislegt gerst þegar fólk bíð­ ur eftir endurhæfingu,“ segir María sem segir að fólki geti versnað mjög og aftur þurft að leggjast inn á mót­ tökudeildir geðsviðs Landspítalans. Það geti ekki talist skilvirkt. „Sumir ná sér eftir að hafa verið á móttökudeild en aðrir þurfa á meiri endurhæfingu að halda; eru félags­ lega einangraðir, dottnir úr vinnu, skóla, eiga erfitt með að sinna sjálfum n Fjölmargir bíða eftir að komast í endurhæfingu hjá geðsviði LSH n Hætta á afturför hjá viðkvæmum hópi n Stóran hluta fólks í endurhæfingu vantar búsetuúrræði Hluti geðrænna vandræða er streituvaldandi aðstæður Hrannar Jónsson, formaður Geðhjálp- ar, segist vel kannast við að fólk sem hafi verið í endurhæfingu hjá geðsviði Landspítalans bíði eftir að komast í húsnæði í búsetukjarna. „Við erum meðvituð um að vöntun er á húsnæði fyrir geðfatlaða og það er almennt eins og er með húsnæð- ismál í landinu að sá hópur sem á við geðræn vandamál að stríða er oft tekju- minni. Þegar krísa er í efnahags- málum bitnar ástandið á þeim sem eru tekjuminni,“ segir Hrannar. „Eitt af því sem áhrif hefur á geðræn vandræði eru streituvaldandi lífsaðstæður. Auðvitað er mjög slæmt að þetta fólk þurfi að bíða eftir bú- setuúrræði enda er það ekki fyrir hvern sem er að bíða án þess að vera með fast land undir fótum.“ Birna Guðmundsdóttir birna@dv.is „Vonleysið hellist yfir fólk, sem er bæði slæmt fyrir geð- heilsu þeirra og sjálfsmynd. Vond staða María Einisdóttir er framkvæmdastjóri geðsviðs Landspít- alans. Hún segir ástandið alvarlegt. Mynd ÞÞ/LSH Teppa á endurhæfingardeild Stór hluti bíður eftir að fá þjónustu utan spítalans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.