Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2015, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2015, Blaðsíða 35
Helgarblað 31. júlí–4. ágúst 2015 Menning 35 Smart föt fyrir smart konur Sjáðu úrvalið á tiskuhus.is Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur S: 571-5464 Stærðir 38-54 K ristina Ohlsson er vin- sæll sænskur glæpa- sagnahöfundur og Davíðsstjörnur er fimmta bókin sem kemur út eftir hana á íslensku. Kennari í Stokkhólmi er drepinn og sama dag hverfa tveir ísraelskir drengir í borginni. Fredrika Bergman og Alex Reicht leita morðingjans og Eden Lundell, yfirmaður hryðjuverkasviðs lög- reglunnar, blandast í rannsóknina. Svo virðist sem lausnina sé að finna í Ísrael. Davíðsstjörnur er prýðileg glæpa- saga um hrottalega hefnd sem bein- ist gegn börnum. Þar er skelfilegum atburðum meðal annars lýst með augum barna og spennan verður þá beinlínis hrollvekjandi. Reyndar tekst höfundi að viðhalda spennu allt til loka bókar, sem er vel gert þegar haft er í huga að bókin er rúmar 500 síður. Davíðsstjörnur er að vísu ekki áberandi vel skrifuð bók, en spennu- sagnaunnendur geta vel fyrirgefið slíkt ef sagan heldur athygli þeirra. Það gerist hér og ýmislegt kemur á óvart. Glæpir gegn börnum eru ekki geðþekkasta efni sem hægt er að lesa um, en Ohlsson hef- ur vit á því að velta sér ekki um of upp úr þeim hörmulegu atburð- um sem bókin fjallar um. Bókin er viðburða- rík, margar persónur koma við sögu og höf- undur heldur ágætlega um hina mörgu þræði sem tengjast í lokin á dramatískan hátt. Lesendur Ohlsson þekkja aðalpersónur frá fyrri bókum og hér, sem áður, er einkalíf þeirra nokkuð fyrirferðarmikið, en þar hef- ur oft gengið þó nokkuð mikið á. Einkalíf fólks í norrænum glæpasög- um er yfirleitt alltaf þyrnum stráð og mun erfiðara en hjá flestu venjulegu fólki. Davíðsstjörnur er nýjasta við- bótin í auðuga glæpasagnaflóru sumarsins. Þetta er glæpasaga sem unnendur slíkra bóka ættu að una sér ágætlega við að lesa. n Hrottaleg hefnd Davíðsstjörnur eftir Kristinu Ohlsson Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Bækur Davíðsstjörnur Höfundur: Kristina Ohlsson Þýðandi: Eyrún Edda Hjörleifsdóttir Útgefandi: JPV útgáfa 535 bls. Falinn skógur í fjörunni n Hönnun úr rekaviði sýnd í gamalli síldarverksmiðju í Djúpavík á Ströndum Í 80 ára gamalli síldarverksmiðju Stór hluti af upplifun sýningarinn- ar er staðsetningin. Djúpt ofan í Reykjafirði kúrir síldarverksmiðjan – sú fullkomnasta í Evrópu þegar hún var byggð á fjórða áratugnum. Fjöll- in gnæfa yfir bæjarstæði Djúpavík- ur, lítill foss steypist fram af bjarginu fyrir ofan og mótar hljóðmynd ör- þorpsins ásamt kríunum. Síldarverk- smiðjan lagði upp laupana árið 1954 og hefur ekki verið notuð í sínum upprunalega tilgangi síðan. Í höfn- inni liggur svo ryðgað hræ strand- ferðaskipsins Suðurlandið sem var híbýli farandverkamanna við byggingu verksmiðjunnar. Dóra seg- ir staðarvalið ekki bara viðeigandi vegna sögulegs mikilvægis rekavið- ar fyrir svæðið heldur sé rýmið sjálft einstaklega fallegt og spennandi fyr- ir sýningarhald og þá rími endurnýt- ing húsnæðisins við notkun viðarins. „Arkitekt verksmiðjunnar, Guð- mundur Guðjónsson, skilur eftir sig merka byggingu í mörgum skilningi. Staðarhaldarar hafa haldið verk- smiðjunni nægjanlega mikið við til að hún skemmist ekki og við get- um gengið þarna um og upplifað söguna, það finnst okkur svo fallegt,“ segir Dóra. „Rýmið er algjörlega hrátt, en við ákváðum hins vegar að nálgast upp- setningu eins og við værum að vinna inn í hefðbundinn sal á safni. Mjög hefðbundin uppstilling í raun með stöplum, en verður að skemmtilegri andstöðu við rýmið – mótsögn eins og svo margt á staðnum, sem okk- ur fannst vera góð nálgun til þess að hlutirnir fengju að njóta sín. Sýningunni fylgir síðan sýningar- skrá sem Guðmundur Úlfarsson, grafískur hönnuður, sá um ásamt annarri grafískri vinnu fyrir sýn- inguna. Svo eru líka bakgrunnshljóð sem Hafdís Bjarnadóttir tónskáld sá um fyrir okkur.“ Dóra segir ekki komið á hreint hvort eða hvenær sýningin verði sett upp á fjölfarnari stað en sýningunni lýkur þann 28. ágúst. Falinn skógur mun þó að minnsta kosti eiga sér framhaldslíf í lítilli heimildamynd sem Helga Rakel Rafnsdóttir vinn- ur nú að. n Sýningarstjórarnir Elísabet V. Ingvarsdóttir hönnunarfræðingur og Dóra Hansen, húsgagna- og innanhússarkitekt. Mynd Sigtryggur Ari rostungur (2015) Sigurjón Pálsson hönnuður hefur áður hannað rennda vað- fugla. Mynd HAllA E HAnSEn Flugfélagið reki (2013) Flugvélar úr rekaviði eftir Ólöfu Jakobínu Ernudóttur hönnuð og Þorleif Eggertsson arkitekt. Mynd HAllA E HAnSEn drumbur (2013) Bekkur eftir Dagnýju Bjarnadóttur landslagsarkitekt er unninn úr heilum tjrádrumb sem mótar lögun bekkjarins þannig að engir tveir eru eins. Mynd HAllA E HAnSEn Áhöld (2005) Rjómaskeið, sykurskeið, pönnukökugafall, skrautskeið, skarhjálmur og fleiri áhöld úr rekaviði eftir Þórhildi Þor- geirsdóttur gullsmið. Mynd HAllA E HAnSEn B-reki (2010) Fremst er bekkur innblásinn af bryggjupollum og sjálfri bryggjunni. Emilía Borg- þórsdóttir iðnhönnuður og Júlía P. Andersen innanhússarkitekt hönnuðu. Mynd HAllA E HAnSEn Mikið mannvirki Síldarvinnslan í Djúpavík var stærsta steinsteypta bygging landsins þegar hún var byggð árið 1934. Sérstakt samband Japanska skáldkon- an Hiromi Kawakami fékk virt verð- laun í heima- landi sínu fyrir skáldsöguna Stjörnur yfir Tókýó. Tsukiko er einhleyp skrifstofukona sem hittir fyrir tilviljun gamlan bókmenntafræðikennara sinn. Vinátta þeirra þróast, þrátt fyrir áratuga aldursmun. Glæsilegur vegaatlas Íslenski vegaatlasinn með þétt- býliskortum er kortabók, byggð á nýj- ustu upplýs- ingum. Hér er að finna vegi landsins, að- gengileg þétt- býliskort, kort með upplýsingum um golfvelli, sundlaugar og tjaldsvæði og fjöl- margt fleira. Rafrænt Íslandskort er í kaupbæti í símann og spjald- tölvuna. Ævintýralegur flótti Flóttinn til skýjanna er ný íslensk skáld- saga eftir Krist- ján Má. Árið er 1407 og herir Veldisins svífa um á loftskip- um og æða um á járnbrautum. En skyndilegt umsátur um borgina Bushehr dregur dilk á eftir sér. Trinius, rómverskur verkfræðing- ur, leitar allra leiða til að flýja. Nýjar bækur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.