Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2015, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2015, Blaðsíða 36
Helgarblað 31. júlí–4. ágúst 201536 Menning Þrif ehf. | Lækjasmári 86 | 201 Kópavogur | Sími: 8989 566 | www.thrif.net Fyrirtæki og húsfélög, gerum tilboð ykkur að kostnaðarlausu Bjóðum sérhæfða þjónustu fyrir íbúðir sem eru í túristaleigu Hefur þú þörf fyrir þrif Sudden snýr aftur S udden Weather Change var um árabil ein mest áber- andi og virkasta rokksveitin í reykvísku tónlistarsenunni. Sveitin var stofnuð af fimm strákum á listnámsbraut Fjölbrauta- skólans í Breiðholti árið 2005 og starf- aði sleitulaust fram til ársins 2013, gaf út tvær breiðskífur og nokkrar styttri plötur. Þó ekki séu nema tæp tvö ár frá því að dánartilkynningin var gefin út rís sveitin upp frá dauðum um helgina til að leika á Innipúkanum. DV hitti strákana í Sudden og forvitnaðist um endurlífgunina. Fóstbræðralag, ekki hljómsveit Loji, gítarleikari og söngvari: Þetta er kannski meira reunion heldur en comeback, Það er bara skemmtilegt fyrir okkur að hittast og spila áður en Beggi flytur út til Hollands í nám. Bergur, bassaleikari og söngv- ari: Lokatónleikarnir voru árið 2013, svo nú verða bara tónleikar á tveggja ára fresti, annað hvert sumar. Hvaða lög ætlið þið að spila? Bergur: Þetta verða aðallega lög af breiðskífunum tveimur. Bergur hefur verið áberandi í tón- listarlífinu þar sem hann leikur á bassa með Grísalappalísu, Oyama, en hinir hafa verið minna áberandi. Haf- ið þið allir verið að vinna í tónlist frá því að Sudden hætti? Oddur trommari: Ég var í námi og hef eiginlega ekki spilað á tromm- ur í svona eitt og hálft eða tvö ár. Ég vissi ekkert hvað ætti að gera, ég hafði allt í einu svo mikinn frítíma. Það var skrýtið fyrstu mánuðina að vera ekki að fara á æfingu. Þetta voru náttúrlega næstum því tíu ár. Dagur gítarleikari: Ég hef verið að reyna, en það er svolítið erfitt að finna nýja hljómsveit. Þetta er svolítið eins og að hætta með kærustu. Ég hef átt nokkrar rebound-hljómsveitir, en engin hefur fest sig í sessi. Loji: Þetta var svo sterkt samband. Nú hugsar maður alltaf: er ég að fara að treysta þessari manneskju, er ég að fara að opna mig jafn mikið? Oddur: Maður er kannski líka bara góðu vanur, við spiluðum svo lengi saman. Maður verður pirraður þegar einhver tengir ekki fullkomlega. Dagur: Þetta var líka miklu meira en hljómsveit – þetta var eiginlega fóstbræðralag. Það var eiginlega fá- ránlegt hvað við æfðum mikið, oft fimm eða sjö sinnum í viku. Bergur: Við gerðum eiginlega ekk- ert annað en að æfa og spila. Ég er í tveimur böndum núna og æfi samt aldrei jafn mikið og við gerðum – kannski stundum ef það eru upptök- ur eða eitthvað. En þetta var bara svo „næs“. við vorum bara í FB og kíktum beint út á Granda eftir tíma. Fimm gaurar með hljóðfæri Hvernig finnst ykkur senan hafa breyst frá því að þið voruð að byrja fyrir ára- tug? Dagur: Ókei. Þetta lætur mig hljóma mjög gamlan – og mér finnst ég vera að verða mjög gamall – en mér finnst bara allt hafa breyst. Krakkar hlusta ekki lengur á rokk! Þeir hlusta bara á eitthvað hip-hop sem ég skil ekki alveg. Ég á stundum bágt með fóta mig á tónleikum, ég verð bara að viðurkenna það. Það var svakaleg orka á þessum tíma og mikið í gangi. Manni fannst allir vera í hljómsveit- um – það hefur kannski ekki breyst – en það var mikið af rokki í gangi. Loji: Maður fór á tónleika með hljómsveitum eins og Skátum og Reykjavík, og jafnvel minni hljóm- sveitum eins og Bertel. Það var bara geggjað að fara á Bertel-tónleika. Þetta voru svo mikil „bönd“ – bara fimm gaurar með hljóðfæri. Það var eitthvað svo relevant að sjá bönd spila en í dag er það ekki jafn algengt. Tón- listin og hvernig þú „performar“ hana er að breytast. Ég hef svolitlar áhyggj- ur af því að það mæti enginn að sjá okkur á Innipúkanum af því að Gísli Pálmi verður líka að spila. Beggi: Er hann að spila á sama tíma og við? Loji: Hálftíma seinna. Bergur: Þá næ ég honum kannski. Listaverkið sem stendur eftir Þegar þið eruð að byrja er þetta bara svona blátt-áfram gaurarokk, en seinni platan er þyngri og alvarlegri, svolítið tilraunakennt listaskólarokk. Oddur: Það er rosalega mikil gredda í eldri lögunum, svo minnk- aði það. Dagur: Mér finnst seinni platan vera yfirvegaðri og kannski þroskaðri. Oddur: ... og skipulagðari. Dagur: Já, allir textarnir tengjast til dæmis. Áður höfðum við bara kastað fram einhverju sem okkur fannst kúl. Oddur: Við duttum bara niður á eitthvað sem okkur fannst geðveikt og vorum ekkert mikið að pæla of mikið í lögunum. Það er allt í lagi, en ég held að við höfum bara fengið svolítið ógeð á því. Loji: Við vorum kannski líka á svo- lítið skrýtnum stað sjálfir sem band þegar við vorum að klára hana. Bergur: Það var erfitt að gera hana en líka mjög skemmtilegt. Einn með- limur hætti þegar við vorum að vinna í henni. Við vorum að endurhugsa allt og öll lögin urðu allt öðruvísi en það sem við höfðum gert áður – líka vegna þess að hún varð til að stórum hluta í stúdíóinu. Dagur: Við fórum líka að pæla miklu meira í öðrum tónlistarstefnum en rokki, til dæmis ambient og dans- tónlist. En þetta er listaverkið sem ég er stoltastur af, verð ég að segja. Beggi er volga vatnið Dagur: Það sem mér fannst skemmti- legt við Sudden er að hver hafði sína meiningu og sitt „input“. Oddi finnst gaman að spila hratt þannig að við höfðum alltaf einn hraðan part handa honum. Ég var miklu meira í svona hljóðheimspælingum og ég fékk að prófa mig áfram með það. Loji var í söngpælingum og lagauppsetning- arpælingum. Beggi var náttúrlega þéttasti bassaleikarinn í bænum og leiraði þetta allt saman. Svona eins og George Harrison. Bergur: Eða eins og bassaleikar- inn í ... hvað heitir grínbandið þarna? Dagur: Green Day? Loji: Spinal Tap! Bergur: Já! Gítarleikararnir eru eins eldur og ís ... og svo er bassaleik- arinn volga vatnið. Alltaf á byrjunarreit Hvað mynduð þið segja að hafi verði hápunkturinn á ferli Sudden Weather Change? Var það þegar ykkur var hrósað á Pitchfork.com? Dagur: Var okkur hrósað á Pitch- fork? Ég held að við hefðum næst- um því getað orðið frægir þarna á einum tímapunkti, þegar söngvar- inn í Bloc Party var að DJ-a lög með okkur og Lily Allen hafði víst áhuga á okkur. En við vorum bara svo ungir að við vissum ekkert hvað við áttum að gera. En ég verð samt að segja að bestu „mómentin“ voru það þegar við náðum að skemmta okkur best, ekki einhver frami. Það sem mér fannst skemmtilegast var annaðhvort að spila á lokatónleikunum eða spila á Airwaves, á undan Crystal Antlers. Það var alveg brjálað. Fyrstu tónleik- arnir voru líka skemmtilegir, þegar við vorum bara unglingar með há- vaða. Og Patti Smith kom, hún var bara eitthvað á glugganum í Hljóma- lind. Loji: Það var geðveik stígandi í þessu hjá okkur allan tímann. Af hverju hætti hljómsveitin þá? Bergur: Ætli það hafi ekki bara verið einhver þreyta eða eitthvað. Fólk vildi bara fara að gera eitthvað annað. Þetta gerist oft, held ég. Við vorum að gera alls konar stóra hluti, gefa út plötu, spila á stórum tónleik- um eða fara til útlanda að spila. En vorum alltaf að upplifa okkur aftur á byrjunarreit. Eitthvað geðveikt var að gerast, en svo fór maður bara beint aftur út á Granda að æfa. Er það ekki svolítið það sem Loji fjallar um í heimildarmyndinni um ykkur – Ljóðræn heimildamynd – að vera valin Bjartasta vonin á íslensku tónlistarverðlaununum en vera samt alltaf bara að hanga út á Granda? Loji: Hún fjallar nákvæmlega um þetta. Að vera á stað sem ætti að vera einhver stökkpallur út í heim en samt bara alltaf á byrjunarreit. n Rokksveitin Sudden Weather Change heldur „reunion“ á Innipúkanum um helgina Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is „Þetta var líka miklu meira en hljómsveit – þetta var eiginlega fóstbræðralag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.