Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2015, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2015, Blaðsíða 14
Helgarblað 31. júlí–4. ágúst 201514 Fréttir Erlent Kauptúni 3, 210 Garðabær | S. 771 3800 | signature.is Opið: mán.-fös. 12-18 og lau. 12-16 Aspen Hvítt glerborð 160x90 sm með 4 staflanlegum stólum með nylon- áklæði. Létt og skemmtilegt sett úr áli. Tilboðsverð 79.000 kr. Útisófasett í mörgum stærðum og gerðum Verð frá 99.000 kr. CelesTe Granítborð 183x100 sm Tilboðsverð 165.000 kr. stólar frá 15.920 kr. Við elskum umslög - en prentum allt mögulegt • Nafnspjöld • Reikninga • Veggspjöld • Bréfsefni • Einblöðunga • Borðstanda • Bæklinga • Markpóst • Ársskýrslur Hagnýtar upplýsingar www.umslag.is Umslag | Lágmúli 5 | Reykjavík | Sími 533 5252 | umslag@umslag.is Vilja áhorfendur í fæðingunni n Ekki algengt á Íslandi, segir yfirljósmóðir n Umdeild þróun erlendis Á horfendafæðingar (e. Crowd- birthing) eru að ryðja sér til rúms erlendis samkvæmt nýrri könnun sem bendir til þess að ungar mæður vilji hafa að meðaltali átta einstaklinga viðstadda fæðinguna. „Höfum ekki orðið vör við þessa þróun hér,“ segir yfirljós- móðir fæðingavaktar en nýlega setti Landspítalinn fram þau tilmæli að að- eins einn aðstandandi yrði viðstaddur fæðinguna. Könnunin, sem um ræðir, var gerð af vefsíðunni Channelmum og byggð- ist á viðtölum við 2.000 mæður. Í henni kom fram að fjöldi þeirra sem eru við- staddir fæðinguna sé að tvöfaldast með hverri kynslóð. Haft er eftir Shi- oban Freegard, stofnanda Channel Mum, að yngri kynslóðir væru van- ar að deila öllum þáttum lífs síns með fólki í gegnum hina ýmsu samfélags- miðla og því skyldi fæðingin, sem mæður líta oftar en ekki á sem sína stærstu stund, vera undanskilin? Tilmæli Landspítalans að aðeins einn sé viðstaddur fæðingu Frá og með 1. maí síðastliðnum tóku í gildi ný tilmæli um heimsóknir og viðveru á meðgöngu- og sængur- legudeild og fæðingavakt Landspít- ala. Þar er mælst til þess að eingöngu einn einstaklingur sé viðstaddur hverja fæðingu „til þess að trufla ekki það viðkvæma ferli sem fæðingin er“. Ástæðan er hins vegar ekki síður að- stöðuleysi en erfitt getur verið fyr- ir fæðingarlækna og ljósmæður að athafna sig ef margir eru viðstaddir. Sitt sýndist hverjum um þessi nýju til- mæli og mótmælti Sóley Tómasdótt- ir þeim meðal annars í pistli á Knúz – vefriti. „Þessi tilmæli eru í andstöðu við yfirlýst markmið spítalans um að skapa þægilegt og rólegt umhverfi þar sem konan gæti verið sjálf við stjórn- völinn í fæðingunni, enda ljóst að fyrir margar konur skiptir máli að hafa með sér fleiri en einn aðstandanda,“ sagði Sóley. „Ekki orðið vör við þessa þróun hér“ „Við höfum ekki orðið vör við þessa þróun hér og ég er nú að heyra þetta orð, „crowdbirthing“, fyrst frá þér,“ seg- ir Anna Sigríður Vernharðsdóttir, yf- irljósmóðir fæðingavaktar Landspít- alans og hlær. Hins vegar er töluverð ásókn í að hafa fleiri en einn einstak- ling viðstaddan. Þá er yfirleitt um að ræða maka, móður eða tengdamóður og jafnvel vinkonu. Ef konur óska ein- dregið eftir því að það séu fleiri en einn viðstaddir þá er sest niður og málið rætt. Við viljum alls ekki að verðandi móðir fari ósátt inn í fæðinguna,“ seg- ir Anna Sigríður og bætir við: „Þegar málið er rætt kemur stundum í ljós að beiðnin um að einhver sé viðstaddur er ekkert endilega komin frá verðandi móður og þá er stundum ágætt að hafa þessi tilmæli,“ segir Anna Sigríður. Truflun getur valdið því að fæðing stöðvist En eru einhverjir annmarkar á því að svo margir fylgist með fæðingunni? „Fæðingin er viðkvæmt ferli og nauðsynlegt að þar ríki ákveðin ró og friður. Það er mikið hormónaflæði í gangi og truflanir geta valdið því að það hægist á fæðingunni, jafnvel að hún stöðvist. Of mikill fjöldi við- staddra gæti virkað truflandi enda fólk kannski frekar í hlutverki áhorfenda en að styðja hina verðandi móður,“ segir Anna Sigríður. n Anna Sigríður Vernharðsdóttir, yfirljósmóðir fæðingavaktar Landspítalans Hefur ekki orðið vör við þá þróun hérlendis að veruleg aukning sé á þeim fjölda einstak- linga sem verðandi foreldrar óski eftir að séu viðstaddir. „Við viljum alls ekki að verðandi móðir fari ósátt inn í fæðinguna Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.