Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2015, Blaðsíða 17
Helgarblað 31. júlí–4. ágúst 2015 Umræða 17
Reynir Pétur, Forrest Gump og lífið í borginni
við bara tveimur mönnum, sem var
þó að því leyti heimilislegt að þeir
heilsuðu mér báðir með handa-
bandi, en þetta voru þeir Lalli Johns
og Sævar heitinn Ciesielski.
Endurnýjun lífdaganna
Á þessum tíma spáði því enginn að
miðbær Reykjavíkur ætti eftir að
ganga í endurnýju lífdaganna. Þess
vegna er vert að bera þetta saman
við hvernig hann er orðinn nú, fjórt-
án árum seinna. Það merkilega er
að núna er Laugavegurinn og raun-
ar allur miðbærinn farinn að minna
miklu meira á Ku´damm í Berlín og
þannig götur þar sem lífið blómstr-
ar. Og við ættum að hafa það í huga
þegar við látum túrismann fara í
taugarnar á okkur, með öllum sín-
um hótelum og lundabúðum. Hinn
kosturinn er kannski sá að mið-
bærinn veslist upp og grotni nið-
ur á ný. Nú orðið er stórkostlegt að
ráfa á góðum degi eða kvöldi um
þessar slóðir: gegnum bæinn, Aust-
urvöllinn, niðrað höfn, hvort sem
það er hjá Hörpu þar sem alltaf er
mannmergð, eða Suðurbugtina, hjá
Slippnum, út á Granda, alls staðar er
líf og fjör. Það þyrfti að byggja meira;
það er lýti á hafnarsvæðinu að hafa
alla þessa stóru óbyggðu grunna ná-
lægt Hörpunni, þá þarf að fylla með
stórum og fallegum húsum. Jafnvel
þó að Landsbankinn vilji byggja, þá
er óþarfi að afskrifa þá hugmynd að
óathuguðu máli með ópum og for-
mælingum; Landsbankinn hefur
byggt sér mörg hús á landinu í gegn-
um tíðina sem eru bæjarprýði þar
sem þau standa.
Nýi arkitektúrinn
Annars er merkilegt hvað fólk bregst
yfirleitt ókvæða við þegar koma upp
hugmyndir um að byggja ný hús í
borginni. Það er eins og menn vilji
bara helst byggja gömul hús. Að sjálf-
sögðu á ekki að rífa gömul falleg hús
til að byggja ný, það hefur verið gert
allt of mikið af því í gegnum tíðina
því miður, en auðar lóðir á að byggja
með nýjum húsum, það hefur alltaf
verið gert. Eftir miðbæjarbrunann
1915 voru byggð við Austurstræti
nútímaleg stórhýsi í anda síns tíma,
engum datt í hug að endurreisa þau
gömlu, eða reyna að hafa nýju hús-
in í anda kofaþyrpingarinnar í kring.
Eða þegar Hótel Borg var byggð. Eða
Nathan og Ólsenhúsið, sem flest-
ir kenna við Reykjavíkurapótek. Við
eigum mikið af flottum arkitektum
og auðvitað eiga þeir að fá að hanna
eftir sínu höfði þar sem slíkt þarf að
gera. Iðnaðarbankahúsið við Lækj-
argötu á að hverfa, það hefur lengi
staðið mjög undarlega og á skjön, öll
húsin í kring hurfu í stórum bruna
fyrir næstum hálfri öld. Það birtist
hugmynd að hótelbyggingu á reitn-
um, nútímaleg og fín, en sjaldan
hefur maður heyrt annað eins rama-
kvein og þá var rekið upp. Vissulega
þarf að taka tillit til fornleifa á svæð-
inu, og maður sér ekki hvers vegna
það á ekki að vera hægt, gamlar rúst-
ir voru innlimaðar í nýbyggingu úti í
Aðalstræti fyrir nokkrum árum, öll-
um til sóma.
Hvergi hefur verið meira byggt
innanum eldri byggð en í Berlín á
liðnum áratugum, og næstum án
undantekninga hafa það verið nú-
tímaleg hús, mörg stórglæsileg, og
er borgin á ný að verða ein hin veg-
legasta í álfunni. Þannig eigum við
líka að hugsa, skoða heiminn með
opnum huga: það hefði Reynir
Pétur gert. n
„Það var bókstaf-
lega enginn á ferli
á Laugaveginum, og það
sem meira er, mörg hús-
anna stóðu tóm, verslanir
voru farnar.
Reynir Pétur „Allir gengu á eftir
hinum glaðværa og brosmilda manni
sem fremstur fór og hafði þá gengið
allan hringveginn.“ MyNd RóbERt REyNissoN