Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2015, Blaðsíða 28
Helgarblað 31. júlí–4. ágúst 201528 Skrýtið Sakamál
Vesturhrauni 5
Garðabæ
S: 530-2000
Bíldshöfða 16
Reykjavík
S: 530-2002
Tryggvabraut 24
Akureyri
S: 461-4800
www.wurth.is - www.facebook.com/wurthisland
Rafhlöðu-
borvél
og skrúf-
bitasett
takmarkað
upplag
Borvél
Inniheldur:
BS 14-A Light borvél
2 x Li-on rafhlöður, 1,5 Ah
1 x hleðslutæki
1 x ORSY 200 tösku
30.876 kr.
Þessa glæsilegu borvél
og skrúfbitasett bjóðum
við í tilefni þess að Würth
samsteypan er 70 ára í ár.
70 áraafmælis-útgáfa
7.428 kr.
n Hún sat í fangelsi lengur en nánast nokkur annar Svíi
A
nnika Östberg fæddist
1954 í Stokkhólmi í Svíþjóð
en flutti með móður sinni
til Kaliforníu á sjöunda
áratugnum. Hún strauk
að heiman, fór til San Francisco
og dembdi sér í dópneyslu og það
sem henni gjarna fylgir. Hún gift-
ist síðar Brian nokkrum Deasy,
kastaði fíkniefnum fyrir róða en
leitaði huggunar í þeim á ný eftir að
hjónaband þeirra sigldi í strand.
Árið 1973 fékk Annika skilorðs-
bundinn dóm fyrir þjófnað og síð-
ar, sama ár, annan slíkan fyrir
vörslu ólöglegra fíkniefna. Þremur
árum síðar fékk hún árs skilorðs-
bundinn dóm fyrir að veita ólög-
ráða einstaklingi áfengi, einnig var
henni gert að sitja í fangelsi í einn
dag og greiða 65 dala sekt. En áður
en þetta allt átti sér stað, 1972, var
maður stunginn til bana í íbúð
hennar í San Francisco og var hún
fundin sek um aðild að því. En um
það mál verður ekki fjallað hér.
Seinni tíma syndir
Þessi frásögn hefst 30. apríl 1981
í San Joaquin-sýslu í Kaliforníu.
Annika stundaði þá sölu á stolnu
kjöti til veitingastaða og hafði mælt
sér mót við fyrrverandi veitinga-
húseiganda, Joe Torre, í vöru-
geymslu. Annika var þá í slagtogi
með manni að nafni Bob Cox og á
meðan hún þóttist vera að sækja
kjöt í bifreið þeirra gerði Bob þessi
sér lítið fyrir og skaut Joe til bana.
Skötuhjúin hirtu allt fémætt af lík-
inu og óku á brott.
Daginn eftir, er þau voru komin
til Lake-sýslu, bilaði bifreið þeirra.
Richard J. Helbush vegalögreglu-
maður ók fram á þau og ákvað af
greiðvikni sinni að veita þeim þá
aðstoð sem hann gæti. Því hefði
Richard betur sleppt því allt bend-
ir til þess að hann hafi verið skot-
inn í bakið þegar hann gekk að
bíl sínum. Að sögn Anniku skaut
Bob lögreglumanninn í hnakkann
þegar hún þóttist leita að ökuskír-
teini sínu. Hún sagði Bob síðan að
losa sig við líkið, þau hirtu af hon-
um veskið og óku á brott á lögreglu-
bílnum.
Eftirför, skotbardagi og hand-
taka
Ekki leið langur tími þar til lík Ric-
hards fannst og kollegi hans, Don
Anderson, sá til stolnu lögreglubif-
reiðarinnar í grennd við Cobb-fjall.
Eftir stutta eftirför missti Bob stjórn
á bílnum og skotbardagi upphófst.
Bob sá um að láta kúlunum rigna
yfir lögregluna en Annika hjálpaði
honum að endurhlaða. En enginn
má við margnum og Bob fékk í sig
fimm skot og sá þann kost vænstan
að gefast upp. Annika var ekki á
því og var að teygja sig í byssuna
þegar hún var handtekin. Síðar
lýsti Annika glæpum sínum í smá-
atriðum og skellti skuldinni á fíkni-
efnaneyslu, en prufur sem teknar
voru sýndu aftur á móti að hún var
ekki í neyslu á þeim tíma.
Neitað um reynslulausn
Árið 1983 fékk Annika 25 ára til lífs-
tíðardóms fyrir morðin á Joe Torre
og Richard J. Helbush. Samkvæmt
reglum þess tíma var algengt að
fangar sem hegðuðu sér vel fengju
reynslulausn að lokinn hálfri af-
plánun, en eftir árið 2000 varð
breyting þar á. Anniku var neit-
að um reynslulausn og flutning til
Svíþjóðar árin 1997, 2002, 2005 og
2008. Í Svíþjóð var ýtt úr vör herferð
Anniku til stuðnings og þess krafist
að dómur hennar yrði tímasettur
og að hún fengi að ljúka afplán-
un í föðurlandi sínu. Fullyrt var að
Annika hefði ekki verið ein að verki
þegar Joe og Richard voru myrtir
og að fangelsisvist hennar væri þá
þegar orðin nógu löng. Aðrir voru á
öndverðum meiði.
Loksins heim til Svíþjóðar
Í apríl 2009 var Annika loks flutt
til Svíþjóðar og í nóvember sama
ár úrskurðaði sænskur dómstóll
að lengd afplánunar hennar yrði
ákveðin; hún gæti um frjálst höf-
uð strokið í maí 2011, meira en 30
árum eftir handtökuna. Það gekk
eftir og var henni sleppt úr fangelsi
2. maí 2011 og hafði þá setið í fang-
elsi lengur en nánast nokkur ann-
ar Svíi. n
„En enginn má við
margnum og Bob
fékk í sig fimm skot og sá
þann kost vænstan að
gefast upp.
Á bak við lás og slá Annika Östberg
lauk 30 ára afplánun sinni í Svíþjóð.
AnnikA og BoB
urðu tveimur
mönnum
Að BAnA William „Bob“ Cox Hafði lítið í lögregluna að segja í lokauppgjörinu.