Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2015, Blaðsíða 15
Helgarblað 31. júlí–4. ágúst 2015 Fréttir Erlent 15
„Þú ert sko vinur minn“
Vinátta tekur á sig hinar ólíkustu
myndir – líka í dýraríkinu. Hér má sjá
nokkrar sem ljósmyndarar Reuters
hafa smellt af í gegnum tíðina.
Félagar Lítill api, ljónsungi og tígrisdýrsungar leika sér saman í Guaipo
Manchurian-tígrisdýragarðinum í Shenyang í Kína. Apinn virðist una sér ágætlega á baki
ljónsungans sem kann greinilega vel við félagsskapinn.
Sérstakir samferðamenn Hér sannast hið fornkveðna að ber er hver að baki, nema sér bróður
eigi. Þau eru ólíklegir samferðamenn, skjaldbakan og krókódíllinn, en þrátt fyrir allt virðist þeim semja nokkuð vel.
Smá knús Tvær mjólkurkýr
nebbast við kött á mjólkurbúi í Granby í
Quebec núna í júlí. Kettinum virðist líka
atlætið.
Kúrið Hér hefur api komið sér fyrir í
fangi hunds í flóttamannabúðum í
Norður-Úganda.
Ólíkir en sömu þarfir Þessi tík tók að sér að
fóðra tíu daga gamlan tígrisunga ásamt því að sinna sínum eigin
hvolpi. Móðir tígrisungans gat ekki sinnt honum og fékk ekki mjólk
eins og hann þurfti á að halda. Var því brugðið á það ráð að kanna
hvort tíkin gæti hjálpað, sem hún og gerði.
Matmálstími Þessi svarti svanur tók það að sér að
færa gullfiskum æti í dýragarði í Shenzhen í Kína. Gullfiskarnir voru
hæstánægðir með fóðrunina.
Ef þú hleypur 10 kílómetra notarðu
jafnmikla orku og þarf til að hafa kveikt
á einum ljósastaur í átta klukkustundir
Opið 10-17 alla daga til 30. ágúst.
Leiðarlýsingar á landsvirkjun.is/heimsoknir
Gagnvirkar orkusýningar Landsvirkjunar í Búrfelli
og Kröflu varpa ljósi á orkuna sem býr í öllum hlutum.
Landsvirkjun vinnur rafmagn úr endurnýjanlegum
orkugjöfum; vatnsafli, jarðvarma og vindi.
Líttu við í sumar.