Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2015, Blaðsíða 33
Helgarblað 31. júlí–4. ágúst 2015 Lífsstíll 33
Er skipulagið í lagi...?
Lausnir fyrir heimili og fyrirtæki
Brettarekkar
Gey
mslu
- og
dekk
jahi
llur
Mikil burðargeta
Einfalt í uppsetningu
KÍKTU VIÐ Á WWW.ISOLD.IS OPIÐ 08:00 - 17:00
Nethyl 3-3a - 110 Reykjavík
Sími 53 53 600 - Fax 567 3609
T
ulipop hefur aukið vöru-
úrval sitt og býður nú upp
á skólavörulínu. Sumar-
ið er hálfnað og foreldr-
ar fara bráðum að huga að
skóla undirbúningi barnanna.
Hönnunarhornið vill því benda
foreldrum á að hinn ofurkrútt-
legi ævintýraheimur Tulipop
býður nú upp á glæsi-
lega skólavörulínu sem
er ætluð bæði strákum
og stelpum. Vörurn-
ar eru að sjálfsögðu
skreyttar auðþekkjan-
legum Tulipop-verum
sem höfða til barna á
breiðu aldursbili. Blý-
antar, minnisbækur,
möppur, nestisbox,
drykkjar brúsar og skóla-
töskur fást með upp-
áhaldsverum barn-
anna. n
kolfinna@artikolo.is
Íslensk hönnun með
börnunum í skólann
Tulipop býður nú upp á skólavörulínu
Spegill er ekki bara spegill
Það er hægt að nota spegla á mjög mismunandi hátt
Þ
að er gaman að nýta hluti
á margvíslegan hátt. Þá er
gott að fara út fyrir hefð-
bundinn ramma til að
finna nýjar leiðir til að nota
hluti sem eru órjúfanlegur hluti af
hversdagslegu lífi okkar. Ég ákvað
að taka spegil sem dæmi og láta
mér detta í hug hvernig hægt er að
nota hann í öðrum tilgangi en bara
til að spegla sig.
Speglar sem listaverk
Skapaðu sjónblekkingu Það er
alltaf skemmtilegt að raða speglum
á móti hvor öðrum. Allt í einu ertu
með tífalda speglamynd. Þetta er
skemmtilegt til dæmis inni á stiga-
gangi eða frammi á gangi og al-
gengt að sjá í lyftum, svo dæmi
sé tekið.
Gamla stækkunarbragðið
Alltaf er hægt að plata skynjun-
ina og stækka lítið rými með því
að hengja upp spegil á góðum
stað. Þetta er oft gert til dæmis
inni á þröngum göngum.
Spegill til að auka birtu
Speglar endurkasta ljósi. Ef það
þarf að auka birtu í rými er snið-
ugt að staðsetja spegil nálægt
kertum eða ljósum svo að birt-
an endurkastist og tvöfaldist. n
Hönn-
unar-
Horn
Kolfinna Von Arnardóttir
kolfinna@artikolo.is
Listaverk
Hægt er
að raða
speglum í
óhefðbundin
form upp á
vegg. Þannig
myndast
skemmtilegt
listaverk.
Frumlegt
Hægt er að nota bæði heila litla spegla eða
að brjóta gamlan spegil og endurraða brot-
unum á frumlegan máta. Þá ertu viss um að
enginn eigi eins. Hafa skal þó í huga að sagt er
að það boði sjö ára ógæfu að brjóta spegil.
Speglar sem borðskraut
Flestir eiga lengjuspegla sem þeir hafa keypt einhvern tímann í
IKEA. Þessir speglar eru afar fallegir sem borðskraut og jafnvel
veitingabakkar í veislum. Þeir geta skreytt verulega upp á
borðbúnað. Ég fór einu sinni í veislu þar sem löngum spegli
var stillt upp á upphækkun, ská yfir borð. Svo var girnilegum
snittum raðað ofan á. Þetta er eitt flottasta og frumlegasta
borðskrautið sem ég man eftir.
Speglar sem garðskraut
Hver segir að speglar séu bara til innanhússnotkunar? Skemmtilegt er að lífga upp á
pallinn með því að skella einum spegli þar. Það gefur garðinum mjög flottan og
ævintýralegan brag.
Innblástur í spegli
Hægt er að skrifa skemmtilegar setningar á spegla eða orð sem
minna okkur á tiltekna hluti. Þetta getur veitt manni innblástur
og aukinn kraft inn í daginn. Tala nú ekki um að maður er þá líka
búinn að sérsníða spegilinn og ber hann þá þinn karakter.
Skólavörur
Skólalínan er
auðþekkjanleg
á Tulipop-
verunum sem
höfða til barna
á breiðu
aldursbili.