Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2015, Blaðsíða 18
Heimilisfang
Kringlan 4-12
6. hæð
103 Reykjavík
fréttaskot
512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
aðalnúmer
ritstjórn
áskriftarsími
auglýsingar
sandkorn
18 Umræða
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Eggert Skúlason og Kolbrún Bergþórsdóttir
Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson • Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur
Helgarblað 31. júlí–4. ágúst 2015
Þetta er
hrikalegt
Arfleifð Obama
Alexandra Baldursdóttir, gítarleikari í Mammút, eftir að brotist var inn hjá henni. - Pressan
B
andaríkjaforseti er einn valda-
mesti maður heims, ef ekki sá
valdamesti, og því skiptir máli
hver situr í Hvíta húsinu. Tek-
ið er eftir því sem Bandaríkjaforseti
segir og gerir. Þegar þessi sami maður
gengur fram fyrir skjöldu og talar fyr-
ir mannréttindum vekur það athygli
meðal þjóða heims, er þeim hvatn-
ing til úrbóta og til þess fallið að auka
þeim víðsýni.
Barack Obama Bandaríkjafor-
seti var nýlega í heimsókn í Kenía, en
þaðan var faðir hans ættaður. Í ræðu
sem Obama hélt við komuna til lands-
ins fordæmdi hann kúgun kvenna og
harmaði að víða um heim væri kom-
ið fram við þær eins og annars flokks
borgara. Þessari ræðu ber að fagna.
Bandaríkjaforseti er mikilvægur
bandamaður í hinni löngu og ströngu
baráttu fyrir jafnrétti kynjanna. Það er
ekki síst mikilvægt að hann tali máli
kvenna í löndum þar sem staða þeirra
er afleit.
Í heimsókn sinni ræddi Obama
einnig við forseta Kenía um stöðu
samkynhneigðra, en þar í landi eru
samkynhneigðir litnir hornauga, eins
og því miður of víða. Samkynhneigðir
eiga sannarlega hauk í horni þar sem
Bandaríkjaforseti er. Hann er stuðn-
ingsmaður hjónabanda samkyn-
hneigðra og barðist fyrir því að aflétt
yrði hundrað ára gömlu banni í
bandaríska hernum við samkyn-
hneigð.
Barack Obama hefur áberandi út-
geislun og er gríðarlega snjall og inn-
blásinn ræðumaður sem á auðvelt
með að hrífa fólk með sér. Hann sýnir
hvað eftir annað á sér mannlegar hlið-
ar og skammast sín ekki fyrir að op-
inbera viðkvæmni. Þessir eiginleikar
endurspegluðust einkar greinilega í
júní síðastliðnum þegar hann minnt-
ist fórnarlambanna í skotárásinni í
Charleston í Suður-Karólínu. Þá hóf
forsetinn að syngja hið fallega lag Am-
azing Grace á svo áhrifamikinn hátt
að söfnuðurinn í kirkjunni stóð á fæt-
ur og söng með. Forsetinn minnt-
ist hinna látnu síðan í stuttri og hnit-
miðaðri ræðu. Þarna sá heimsbyggðin
dæmi um það hvernig hægt er að
bregðast við skelfilegum atburðum
með mannlegri reisn og góðmennsku.
Víðsýni Obama opinberaðist
einnig þegar hann fór fyrstur Banda-
ríkjaforseta í heimsókn í ríkisfangelsi
en í tengslum við þá heimsókn gagn-
rýndi hann þá stefnu að setja fólk
(og þar á meðal ungar og ómótaðar
manneskjur) í margra ára fangelsi fyr-
ir fremur léttvæg brot. Forsetinn vill
gera úrbætur á meingölluðu réttar-
kerfi, kerfi sem stuðlar ekki að betrun
heldur er líklegt til að búa til glæpa-
menn.
Stjórnmálamenn virðast alltof oft
hafa lítinn áhuga á mannréttinda-
málum, það er eins og þeir líti á þau
sem dútl sem óþarfi sé að einbeita
sér að. Þetta áhugaleysi þeirra stuðlar
sannarlega ekki að því að gera heim-
inn betri. Það er fagnaðarefni að for-
seti Bandaríkjanna skuli ítrekað og
einlæglega ræða um mannréttinda-
mál og mikilvægi úrbóta. Slíkur mað-
ur hefur sannarlega afrekað þó nokk-
uð á valdatíð sinni. Arfleifð hans
hlýtur að vera góð. n
Kvarnast úr gjaldeyris-
eftirliti Seðlabankans
Samhliða því að stigin verða af-
gerandi skref við losun fjár-
magnshafta ættu að skapast
hagræðingartækifæri hjá Seðla-
banka Íslands við að draga úr
umsvifum gjaldeyriseftirlits
bankans. Það kom því ýmsum
spánskt fyrir sjónir þegar Seðla-
bankinn auglýsti þrjú laus störf í
gjadeyriseftirliti bankans – aðeins
nokkrum vikum eftir að stjórn-
völd kynntu haftaáætlun sína.
Á það er hins vegar að líta að
tveir forstöðumenn gjaldeyris-
eftirlitsins hafa hætt störfum með
skömmu millibili. Pétur Steinn
Pétursson, forstöðumaður eft-
irlitsdeildar og lykilstarfsmaður í
gjaldeyriseftirlitinu, sagði þannig
nýlega upp störfum og hyggst
fara í nám. Það sama gerði Freyja
Vilborg Þórarinsdóttir, fyrrverandi
forstöðumaður undanþágudeild-
ar, sem er núna í framhaldsnámi
við Columbia-háskóla í Banda-
ríkjunum.
Málsvarar ranglætis?
F
yrir tveimur árum skrifaði ég
tvær greinar í DV um mál sem
nú eru á nýjan leik mjög í um-
ræðunni. Önnur greinin fjallaði
um almenna skatta og sértæka og bar
hún yfirskriftina, Hvað gera Heimdell-
ingar nú? Hin greinin fjallaði einnig
um skatta undir heitinu, Það er gott
að birta skattskrárnar. Efni beggja
þessara greina á sér samnefnara, nefni-
lega varðstöðu Sjálfstæðisflokksins um
hagsmuni efnafólks.
Í fyrrnefndri grein spáði ég því að
ungir sjálfstæðismenn ættu ekki eft-
ir að gagnrýna gjaldtöku á ferða-
mannastöðum fremur en gjaldtöku á
sjúkrahúsum. Þeir vildu nefnilega að
„neytandinn“ borgaði fyrir veitta þjón-
ustu beint upp úr eigin vasa en sæju
hins vegar öll tormerki á að við borgum
sameiginlega fyrir slíka þjónustu fyrir
milligöngu ríkissjóðs.
Tveggja ára spádómur
Niðurlag þessarar blaðagreinar var eft-
irfarandi: „Hvað gerir fólkið sem tímir
ekki að greiða skatt í rekstur Landspít-
alans þegar innheimtuhliðin verða
opnuð á Þingvöllum? Það er ekki að
undra að ríkisstjórnin aflétti nú í gríð og
erg sköttum af stórútgerðinni og ferða-
þjónustunni – hún ætlar að láta okk-
ur borga skattinn beint. En það sam-
ræmist að sjálfsögðu hugmyndafræði
peningafrjálshyggjunnar að hver og
einn borgi fyrir sína eigin neyslu – ekki
neyslu annarra. Hinn heilbrigði borgi
ekki fyrir hinn sjúka og milljónerinn
greiði ekki aðgang að Geysi fyrir þann
sem litlar tekjur hefur í gegnum ríkis-
sjóð. Allir borgi beint upp úr misbólgn-
um buddum sínum. Þannig að ég spái
því að Heimdallur þegi.“
Vilja hlífa hinum efnameiri
Þetta hefur gengið eftir eins og hér var
spáð. Ungir sjálfstæðismenn hafa þag-
að þunnu hljóði vegna áforma um
skattlagningu á unnendur náttúrunn-
ar, finnst það reyndar frábært að seilst
sé ofan í vasa þeirra ef það gæti orðið
til að hlífa sérstökum skjólstæðingum
Sjálfstæðisflokksins, hinum efnameiri
í samfélaginu. Réttlátt? Það held ég að
okkur finnist fæstum.
Þessi sama umhyggja fyrir hinum
efnameiri birtist okkur jafnan í ágúst-
mánuði þegar DV og Frjáls verslun
birta okkur efni úr skattskrám. Við það
tekur hugsjónafólk Sjálfstæðisflokksins
jafnan flugið. Ágústmánuður í ár er þar
engin undantekning.
Þykir vænt um ágústmánuð!
Ég hef það á tilfinningunni að eldheit-
um sjálfstæðismönnum þyki vænt um
þennan árstíma. Pólitískt starf þeirra
fær þá inntak og tilgang. Hugsjónir loga.
Í ágústmánuði mótmæla þeir af tilfinn-
ingahita, vísa í baráttu „skattadags“ þar
sem „skattaklukkur“ tifa, að ógleymdri
baráttunni um skattskrána. Baráttu-
fólkið telur það vera skýlaust brot á
helgum mannréttindum að sýna und-
ir kennitölum kjaramisréttið í landinu.
Þingkona boðar frumvarp á Alþingi
þar sem settar verði lagalegar skorður
við því að skattstjóri birti skattskrárnar
svo fjölmiðlarnir geti ekki lengur haft
milligöngu um að koma upplýsingum
á framfæri við almenning í landinu.
Vilja hefna sín á öryrkjum!
Og fyrst upplýst skal um tekjuháa skatt-
greiðendur, af hverju þá ekki um al-
mannatryggingabætur öryrkja? spyrja
hin hörðustu. Finnst það reyndar sjálf-
sagt mál enda öryrkjar þiggjendur en
skattgreiðendur veitendur samkvæmt
þessum kokkabókum. Þannig leggur
frjálshyggjan þetta upp. Ef upplýsa á
um oftekjufólkið þá skal hefndin tekin
út á öryrkjum.
Hví tifar skattaklukkan ekki á
krabbameinsdeildinni?
Reyndar fer minna fyrir skattaklukkun-
um nú en oft áður og get ég mér þess til
að það sé vegna þess að þeim fer fjölg-
andi sem átta sig á tvískinnungnum
sem fólginn er í því að berjast gegn al-
mennum tekjutengdum sköttum en
láta óátalið að krabbameinssjúklingur
borgi tvö hundruð þúsund á ári í með-
ferð í heilbrigðisþjónustunni. Þetta
þýðir á mannamáli að barist er gegn
því að heilbrigt og vinnufært fólk greiði
sameiginlega fyrir heilbrigðisþjónustu
en blessun lögð yfir álögur á þann sem
er orðinn óvinnufær vegna vanheilsu.
Auðvitað eru þetta eins konar skatt-
álögur líka. Ranglátar álögur. Fróðlegt
væri ef Sjálfstæðisflokkurinn sýndi okk-
ur tifið í skattaklukkunni á göngudeild-
um sjúkrahúsanna.
Feimnir sjálfstæðismenn
Ég hef grun um að margir sómakær-
ir sjálfstæðismenn séu orðnir feimn-
ir vegna ákafa margra flokkssystkina
sinna sem hamast mest gegn birtingu
skattskrárinnar. Hinir sómakæru sjá
sem er að það er fyrst og fremst há-
tekjufólkið sem andæfir birtingu úr
skattskrám og þá væntanlega vegna
þess að það veit sem er að tekjumis-
réttið í þjóðfélaginu speglast í skatt-
skránni. Því svíður þegar ranglætið sem
það sjálft þrífst á er opinberað.
Krefst vandaðra vinnubragða
Þau sem hafna leyndinni og vilja hafa
allt uppi á borðum benda á hinn bóg-
inn á að í skjóli leyndar þrífist misrétti
og enn fremur að við eigum öll rétt á því
að vita hvernig verðmætunum í þjóðfé-
laginu er skipt. Það er svo aftur önnur
saga að á þeirri mynd sem okkur birt-
ist í fjölmiðlum eru ýmsar brotalamir.
Iðulega er að finna mistök hjá skattin-
um, tekjur af fjármagnsbraski koma
ekki fram, úttektir úr séreignasparnaði
lífeyrissjóða gefa ranga mynd af föst-
um tekjum og fleira mætti telja. Þetta
eru þó undantekningar. En þær ber að
taka alvarlega og hvílir fyrir bragðið rík
skylda á fjölmiðlum að leiðrétta rang-
færslur ef fram koma. Um leið og fjöl-
miðlum eru þakkaðar upplýsingarn-
ar þarf að hvetja þá til að vanda vel til
verka. n
Ögmundur Jónasson
alþingismaður
Kjallari
„Það er fagnað-
arefni að forseti
Bandaríkjanna skuli ítrek-
að og einlæglega ræða
um mannréttindamál og
mikilvægi úrbóta.
Leiðari
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@dv.is
Við þurfum rúmið, þú
þarft að fara núna
Hrafnkell Gauti var sendur heim af spítalanum um miðja nótt. - DV
Ég hef alltaf viljað
vera minn eigin herra
Patrekur Sólrúnarson, tvítugur Akureyringur, sem hefur byggt upp ræstingaveldi í Noregi. - DV
Hlaupaskór ársins
hjá Runners World
Saucony Triumph 12
Verð kr. 24.990,-