Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2015, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2015, Blaðsíða 8
Helgarblað 31. júlí–4. ágúst 20158 Fréttir Rafport ehf • Nýbýlavegur 14 • 200 Kópavogur • S: 554-4443 • rafport.is Fermax mynd- dyrasíma kerfi er bæði fáguð og flott vara á góðu verði sem hentar fyrir hvert heimili. Hægt að fá með eða án myndavélar og nokkur útlit til að velja um. „Tók tölvuna úr fyrsta sæti“ n Glímdi við tölvuleikjafíkn í áratugi n Sneri við blaðinu n Engin tölfræði til hérlendis um tölvufíkn T ölvur og snjalltæki eru stór partur af lífi nútíma- mannsins og því þarf ekki að koma á óvart að reglu- lega gjósi upp umræða um fíkn í þessi tæki. Geðlæknirinn Ótt- ar Guðmundsson gagnrýndi nýlega tölvuleikjafyrirtæki í athyglisverð- um pistli. Tölvuleikjafíkill, Þorsteinn Kristjáns Jóhannsson, til margra ára- tuga lýsir sinni reynslu og greinir frá þeim einkennum sem ber að varast. Spilaði í 18 klukkustundir á dag Þorsteinn heillaðist af tölvuleikj- um árið 1979, þá níu ára gamall. Tveimur árum síðar voru allir blað- burðarpeningar hans farnir að renna í tölvuleikjakassa og ekkert annað komst að. Áratug síðar varð fjandinn laus þegar hann fékk PC-tölvu og að- gang að netinu og fljótlega fór hann að vanrækja allt í lífi sínu, sambönd við ástvini og eigin heilsu, nema tölvuna. „Ég gat verið 18 tíma á dag, jafnvel lengur, við að spila. Í tölvunni gleymdi ég mér alveg og áhyggjur voru á bak og burt,“ segir Þorsteinn. Hann fékk vinnu við áhugamál- ið í tölvuleikjadeild BT þar sem hann var beinlínis hvattur til þess að prófa sem mest af leikjum. Hann líkir því við alka sem er beðinn um að smakka allar sendingar til ÁTVR. Að hans sögn gekk honum vel í vinnunni en utan hennar spilaði hann í að minnsta kosti tíu tíma á dag og vanrækti allt annað. Gæti þetta mögulega verið fíkn? Vendipunktur í lífi hans var þegar hann var viðstaddur miðnæturopn- un BT vegna nýútkomins tölvuleikj- ar. Hann leit yfir kúnnahópinn, sem var hópur 20–40 ára karlmanna, illa til hafðir og litlausir í framan. „Þá fór ég að hugsa um hvort þetta væri einhver dópistasamkoma. Þarna fór ég að velta því fyrir mér hvort þetta gæti mögulega verið fíkn en fram að þessu hafði ég talið mig vera mik- inn áhugamann um tölvuleiki,“ seg- ir Þorsteinn. Algjör umbreyting en þarf alltaf að gæta sín Í kjölfarið fór hann að taka á sín- um málum en á þessum tímapunkti var hann langt leiddur. Hann var 34 ára gamall og bjó heima hjá foreldr- um sínum. Hann átti æðislega tölvu en var stórskuldugur og ómenntað- ur. Hann var einhleypur og átti ekki börn. „Ég tók tölvuna úr fyrsta sæti og fór að setja aðra hluti í forgang eins og fjölskyldu, vini, skóla, vinnu og eigin heilsu,“ segir Þorsteinn. Umbreytingin hefur verið algjör því í dag er Þorsteinn fjögurra barna faðir, tvö með sambýliskonu sinni til rúmlega 10 ára en hún átti tvö fyr- ir, og hefur lokið meistaragráðu í kennslufræðum. „Ég er enn langt leiddur, ég má ekki snúa mér einn hálfhring í vitlausa átt, þá er ég aft- ur kominn í sama farveg. En þar sem ég er meðvitaður um vandamálið þá næ ég fyrr að koma mér út úr þessu. Það getur alveg komið fyrir að ég finni nýjan leik sem mér finnst afar spennandi, þá er ég allt í einu farinn að vakna fyrr til að spila smá og sofna síðar. Maður losnar ekki svo glatt við þetta.“ Þorsteinn heldur úti vefsíðunni tölvufíkn.is. Á síðunni má nálgast upplýsingar sem nýtast aðstandend- um og þeim sem hafa misst stjórn á tölvunotkun sinni. Síðan er fyrst og fremst sprottin upp af reynslu Þor- steins en um rúmlega tveggja ára- tuga skeið var hann djúpt sokkinn tölvuleikjafíkill. Gagnrýnir tölvuleikjafyrirtækin Óttar Guðmundsson geðlæknir birti í vikunni pistil á Stundinni sem vakti talsverða athygli en þar lýsti hann samtali við foreldra sjúklings sem lýstu því hvernig sonurinn var hel- tekinn af tölvuleikjum, netvafri og dularfullum samskiptum. Sonurinn, sem var 19 ára gamall, sneri sólar- hringnum við, tók matardiskinn inn í herbergi og borðaði ekki lengur með fjölskyldunni, einangraðist félags- lega og missti áhugann á öllu nema tölvunni sem hann sat yfir í 16–18 tíma á sólarhring. Í greininni fer Óttar mikinn í gagn- rýni sinni á framleiðendur tölvuleikja sem hanna leiki sína fyrst og fremst með markhópinn unga karlmenn í huga. „Tölvan verður eins og raðfull- næging unglingsins þar sem öllum þörfum og löngunum fyrir spennu, trylling og ævintýri er sinnt,“ segir Óttar, sem rekur tölvuleikjafíknina til testósterón áhrifa því ungar konur hafi ekki sama áhuga á tölvuleikjum. Óttar gagnrýnir íslenska fyrirtækið CCP harðlega og segir að um fram- leiðslu á hættulegu vímuástandi sé að ræða sem eyðileggur líf á svipað- an hátt og önnur eiturlyf. Aðstand- endur fíkla líti á leikina sem verkfæri djöfulsins. Sömu rök gegn matvælafyrir- tækjum „Þetta er fullmikil dramatík, með sömu rökum þá ætti ég að ráðast gegn sælgætisfyrirtækjum eða jafn- vel matvælafyrirtækjum sem fram- leiða osta og kjötvörur,“ segir Þor- steinn, sem einnig hefur glímt við matarfíkn. Hann segir athyglisvert hvernig fíknirnar haldist í hendur. „Ef að ég spila tölvuleiki þá léttist ég en um leið og ég hætti þá á ég það til að opna ísskápinn,“ segir Þorsteinn kíminn. Erfitt að meta hvenær um fíkn sé að ræða Hann vill þó varast að stimpla alla sem fíkla þó að tiltekin iðja taki mik- inn tíma yfir eitthvert tímabil. „Yfir- gnæfandi meirihluti notar tölvuna og tölvuleiki sem eðlilega afþreyingu. Sumir spila kannski tölvuleiki eins og brjálæðingar í einhvern tíma en eru á engan hátt einhverjir fíklar. Frændur mínir urðu Evrópumeist- arar í spilun á tölvuleiknum Quake á sínum tíma og eyddu miklum tíma í leikinn en svo hættu þeir einfaldlega að spila tölvuleiki. Að sama skapi fer oft mikill tími í skemmtanalíf- ið hjá ungu fólki yfir ákveðið tímabil en svo hætta því flestir á meðan aðr- ir, sem glíma við alkóhólisma, fest- ast í netinu. Það er ekki einfalt að meta hvenær fólk er farið að glíma við fíkn,“ segir Þorsteinn og bætir við í léttum tón: „Það er einnig athygl- isvert hvernig óæskileg iðja, eins og tölvuleikjaspil, er túlkuð sem fíkn en uppbyggileg iðja er flokkuð sem áhugamál. Endorfínfíklar hlaupa um allar trissur og fá klapp á bakið.“ Vinna sér inn tíma fyrir tölvu Hann segir að foreldrar þurfi að vanda sig í uppeldinu í kringum tölvu og gæta þess að vera sam- kvæmir sjálfum sér. „Ég sé sjálf- an mig í syni mínum og passa því vel upp á tölvunotkunina. Tölvan er ekki gefins hjá honum, hann þarf að vinna sér inn tíma í henni, til dæm- is með heimanámi. Þegar búið er að ákveða tíma, til dæmis að hann megi vera í tölvunni til kl. 22.00, þá er mik- ilvægt að vera algjörlega samkvæm- ur sjálfum sér. Ekki skipa barninu að slökkva fyrr eða leyfa þeim að dóla langt fram yfir umsaminn tíma. Um daginn varð hann reiður þegar hann þurfti að hætta og skellti hurðum en það þýddi umsvifalaust bann í ákveðinn tíma sem staðið var við. n Hvað er tölvufíkn? Einkenni tölvufíknar geta verið mismun- andi milli manneskja en það eru nokkur atriði sem benda til þess að tölvu- notkunin sé að verða vandamál. Fjöldi klukkutíma fyrir framan tölvu er ekki mælieining á tölvufíkn, heldur hvaða áhrif notkunin hefur á lífið. Hafa ber í huga að mikil tölvunotk- un þarf ekki alltaf að vera ávísun á tölvufíkn. Það eru afleiðingarnar sem eru besti vísirinn á hvort vandamál sé til staðar eða ekki. Einkenni ungmenna og fullorðinna eru aðeins frábrugðin en það eru nokkur atriði sem allflestir tölvufíklar eiga sameiginlegt. n Setja sér engin mörk n Missa tímaskyn eða gleyma sér í tölvunni n Eiga erfitt með að klára verkefni í vinnu eða heima n Einangrun frá fjölskyldu og vinum n Sektarkennd eða fara í vörn vegna tölvunotkunar n Afneitun þegar bent er á vandamálið n Líður betur fyrir framan tölvuskjáinn *TEkið Af VEfSíðunni TölVufíkn.iS. Þorsteinn kristján Jóhannsson Heldur úti vefnum tölvufíkn.is þar sem hann hefur safnað saman upplýsingum og birt sögu sína. Tölvufíkn Samkvæmt erlendum tölum glíma 5 prósent unglinga við tölvufíkn en hlutfall háskólanema er enn hærra. Engar íslenskar tölur eru til en það helgast af því að sjúkdóms- greiningin „tölvufíkn“ er ekki til. Mynd 123rf.coM Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.