Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2015, Blaðsíða 6
Helgarblað 14.–17. ágúst 20156 Fréttir
Hlaupaskór ársins
hjá Runners World
Saucony Triumph 12
Verð kr. 24.990,-
Hrækti í andlit
lögreglumanns
Lögreglan á höfuðborgarsvæð-
inu fékk tilkynningu um hávaða
frá íbúð í Garðabæ á öðrum tím-
anum aðfaranótt fimmtudags.
Þegar lögregla kom á vettvang
var mjög ölvaður maður á stiga-
gangi að valda ónæði. Maður-
inn var handtekinn og vistaður
í fangageymslu sökum ástands.
Þegar verið var að færa hann á
lögreglustöð hrækti hann í andlit
lögreglumanns.
Mynd Eyþór Árnason Kærir svika-
hrapp á Bland.is
Gestur A. Grjetarsson tapaði 10 þúsund krónum á viðskiptum sínum
G
estur A. Grjetarsson, sem rek-
ur netþjónustuna Svaka.net í
Borgarnesi, ætlar að kæra
meintan svikahrapp frá Akur-
eyri sem virðist hafa hreiðrað
um sig á sölusíðunni vinsælu Bland.
is.
Gestur auglýsti í júlí eftir ábreiðu
fyrir tjaldvagn og hafði maðurinn,
sem var með notandanafnið Johnny
Good, samband og kvaðst einmitt
eiga slíka ábreiðu. Fyrst vildi hann fá
30 þúsund krónur fyrir en á endanum
sættust þeir á að Gestur myndi stað-
greiða honum 10 þúsund krónur.
„Hann sagði að ábreiðan myndi
fara suður með vini sínum og gaf upp
símanúmerið hjá honum. Þar lenti ég
alltaf á talhólfi. Hann sagðist sjálfur
vera á sjónum og var með alls konar,
þannig séð, trúverðugar sögur,“ segir
Gestur, sem hefur ekki náð í manninn
í síma lengi.
Með einbeittan brotavilja
Þegar hann sá fram á að hann myndi
aldrei fá ábreiðuna og hvað þá pen-
inginn sinn endurgreiddan ætlaði
hann að láta málið kyrrt liggja, enda
„aðeins“ um 10 þúsund krónur að
ræða. Gesti snerist hugur þegar hann
sá umræðu um, að því er virtist, sama
náunga, í hópnum Brask og brall á
Facebook þar sem kvartað var und-
an honum. Þar notaði hann meðal
annars upphafsstafina JB.
svindlar á krökkum
„Hann virðist vera með einbeittan
brotavilja að svindla á fólki og hann
virðist líka hafa reynt að svindla á
krökkum, sem mér finnst alveg ófyrir-
gefanlegt. Mér bara krossbrá þegar ég
las þetta því ég hélt að þetta væri eins-
dæmi með mig og í kjánahætti mín-
um hélt ég þetta hefði kannski ver-
ið einhver misskilningur,“ segir hann.
„Fólk getur verið svo djöfull miklir
drullusokkar.“
Tók upp símtölin
Í framhaldinu ákvað Gestur, sem er
43 ára, að kæra manninn til að koma
í veg fyrir að hann haldi áfram iðju
sinni. Hann er með í fórum sínum
reikningsnúmerið hans, símanúmer
og SMS-samskipti. Að auki tók hann
upp símtöl þeirra í gegnum vinnusím-
ann sinn en hann þarf oft að notast við
slíkar upptökur í starfi sínu.
Hvattur til að kæra
Johnny Good hefur eytt reikningn-
um sem hann var með á Bland.is en
Gestur hefur grun um að hann breyti
reglulega um reikning og skipti um
notendanafn til að geta haldið áfram
að svíkja fólk. „Bland á samskipt-
in okkar til. Þau sögðu að ég væri
með mjög sterk gögn í höndunum og
hvöttu mig til að kæra. En lögreglan
tók dræmt í þetta hjá mér og sagði að
það yrði ekkert úr þessu. Mér finnst fá-
ránlegt að segja svoleiðis, eins og það
sé í góðu lagi að stunda svik og pretti.“
Býst ekki við endurgreiðslu
Heldurðu að þú fáir peninginn þinn
aftur? „Ég veit það ekki. Auðvitað
vildi ég fá þetta endurgreitt en hann
hefur engan hug á því, þessi náungi.
Af öllum mönnum þá á ég að vera
með svona hluti á hreinu því ég vinn
við upplýsingatækni. En hugsunin
hjá mér sem olli því að ég millifærði
10 þúsund kallinn var að þetta væri
lítil upphæð og svo langaði mig að
sjá hvort fólk vildi gera sig ómerkilegt
fyrir svona lítinn pening,“ segir hann.
„Ég hef séð í gegnum fyrirtækið
mitt að það er auðvelt fyrir þá sem
hafa einbeittan brotavilja að svindla
stórar fjárhæðir út úr fólki og ég hef
hjálpað því við að endurheimta þær.
Ef fólk horfir framhjá því ef það er
svindlað á því þá er það að sam-
þykkja að þetta sé í lagi.“
Fá vöruna fyrst í hendurnar
Gestur vill ítreka við fólk að borga
ekki í viðskiptum sem þessum nema
að vera komið með vöruna í hend-
urnar. Þess má einnig geta að Bland.
is býður upp á greiðslu í gegnum Net-
gíró, sem á að veita kaupandanum
tryggingu fyrir því að fá peninginn
sinn til baka ef reynt er að svindla á
honum. n
Gestur a. Grjetarsson Vill ítreka við fólk að borga ekki í viðskiptum sem þessum nema
að vera komið með vöruna í hendurnar.
Svikahröppum hefur fækkað
Bland.is vinnur náið með lögreglu eftir vissum verkreglum
Starfsmenn Bland.is segjast ekki geta tjáð sig um einstök mál sem koma upp en þeir geri
allt sem í þeirra valdi stendur til að sporna við óprúttnum viðskiptaháttum á síðunni.
„Við vinnum náið með lögreglu þegar kemur til átaka á milli kaupanda og seljanda eða
grunur liggur á sviksamlegu athæfi kaupanda eða seljanda en að virða jafnframt lög og
reglur um persónuvernd og friðhelgi einkalífs," segir í skriflegu svari frá Bland.is.
„Ef við verðum vör við svikahrappa á síðunni hjá okkur, reynum við eftir bestu getu að
vara notendur við sem hafa átt í samskipum við viðkomandi aðila. Við verðum hins vegar
að skoða hvert og eitt mál sérstaklega þar sem notendur hafa verið sakaðir um svindl
áður án þess að það eigi endilega rétt á sér. Ef við heyrum frá notanda sem telur sig hafa
verið svikinn af öðrum notanda, þá hvetjum við viðkomandi til þess að kæra til lögreglu.
Við vinnum síðan náið með lögreglu eftir vissum verkreglum sem gilda á milli okkar og
lögreglu,“ segir í svari Bland.is.
„Undanfarin ár höfum við hjá Bland unnið að því að gera vefinn öruggari, til dæmis með
því að auðkenna notendur. Eftir þá framkvæmd hefur verulega dregið úr svikahröppum
á Bland, en það hefur samt komið fyrir og vísa ég þá í ofangreind svör.“
Fyrir framan tölvu Johnny
Good hefur eytt reikningnum
sem hann var með á Bland.is.
Mynd TEnGisT EFni FréTTar Ekki
Freyr Bjarnason
freyr@dv.is
Ísland á inn-
flutnings-
bannlista
Ísland er komið á bannlista
Rússlands varðandi innflutning
á mat og má búast við að
Íslendingar verði af verulegum
tekjum af þessum ástæðum.
Forsætisráðherra landsins,
Dmitry Medvedev, tilkynnti
þetta á fimmtudag. Á lista
með Íslendingum er Albanía,
Svartfjallaland, Lichenstein og
Úkraína.
Þetta þýðir að Rússland
kaupir engar matvörur frá
Íslandi. Útflutningstekjur SFS til
Rússlands eru hátt í 40 milljarðar
króna. Ástæðan fyrir banninu er
sú að Ísland styður viðskiptabann
á Rússland sem var sett á vegna
átakanna við Úkraínu.
„Fólk get-
ur verið
svo djöfull miklir
drullusokkar.“