Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2015, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2015, Blaðsíða 2
Helgarblað 14.–17. ágúst 20152 Fréttir Lífrænt Valið besta heilsuefnið Fæst í apótekum, Hagkaup, Krónunni, Grænni heilsu, Heilsuhúsinu og Fjarðarkaup. www.thebeautyshortlist.com Best Health Supplement - Overall Wellbeing Hreinsar líkamann, bætir andadrátt og líkamslykt, fegrar og frískar húðina Bætir meltingu, gerir líkamann basískan, kemur á réttu pH gildi Yr 100 lífræn næringarefni sem gefa orku, einbeitingu og vellíðan Spirulina, Chlorella & Barleygrass Lifestream framkvæmir þrefaldar næringarprófanir; við uppskeru, eftir framleiðslu og að lokum með vottun frá óháðri prófunarstofu. Dagleg græn upplyfting. Heilnæmt fæði, hámarks upptaka og nýting á næringarefnum. 120 hylki. Leita afrekskvenna Vilja fá frásagnir almennings af afrekum S um afrek eru sýnileg og minn- isstæð. Afrek kvenna eru þó mörg hver dulin almenningi, falin í hversdagsleikanum og hafa aldrei verið verðlaunuð, segja aðstandendur sýningar sem verður opnuð í Ráðhúsi Reykjavíkur í sept- ember. Sýningin, sem er afrekssýn- ing kvenna á Íslandi, ætlar að gera grein fyrir framlagi kvenna til samfé- lagsins, persónulegum og pólitískum sigrum, afrekum kvenna í hversdags- lífi og á opinberum vettvangi. Sýn- ingin verður með fjölbreyttu sniði, notast verður við myndir, texta, hljóð- og myndupptökur og annað það sem fólki kann að detta í hug til að koma afrekunum sem best til skila. „Saumakona, húsfreyja, skíða- meistari, jógakennari, kokkur, vél- stjóri, bankastjóri, móðir, allar sög- ur sem þú telur að feli í sér afrek eru vel þegnar. Hafir þú upplýsingar um eitthvað sem gæti átt erindi á sýn- inguna væri ábending um slíkt vel þegin. Við leitum að sögum og efni á hvaða formi sem er. Tekið verður á móti tillögum til og með 24. ágúst nk. Endilega bendið vinum, vanda- mönnum og samstarfsfólki á að senda ábendingar og hugmyndir um afrek kvenna á netfangið afrekasyn- ing@reykjavik.is,“ segja aðstandend- ur sem hvetja almenning til að senda inn hugmyndir. n 720 milljónir í jáeindaskanna Íslensk erfðagreining hefur skuld- bundið sig til að gefa 5,5 millj- ónir Bandaríkjadala, eða rúm- ar 720 milljónir íslenskra króna, til að kaupa jáeindaskanna fyrir Landspítala. Þetta kemur fram á heimasíðu Landspítalans. Þar segir að Kári Stef- ánsson, forstjóri Íslenskrar erfða- greiningar, hafi afhent Kristjáni Þór Júlíussyni heil- brigðisráðherra yfirlýsingu þess efnis á miðvikudag. Ráðherra seg- ist vonast til þess að jáeindaskanni komist í gagnið á spítalanum eftir eitt og hálft ár. Á hverju ári eru um 100 krabbameinssjúklingar send- ir til útlanda í jáeindaskanna (petskanna) vegna þess að slíkt tæki er ekki til hér. Skanninn þyk- ir nýtast einkar vel fyrir ýmsar tegundir af lungnakrabbameinum, eitlakrabbamein, leghálskrabba- mein og krabbamein í koki. Já- eindaskanni gagnast líka vel við að finna uppruna krabbameins ef fólk hefur greinst með meinvarp. Nóttin kostar 220 þúsund krónur n Breyttu vitanum í Dyrhólaey í hótel n Stórkostlegt útsýni B úið er að breyta vitanum í Dyrhólaey í hótel og kostar nóttin þar með morgunverði 220 þúsund krónur. Hægt verður að dvelja þar frá 1. september til 31. október. Að sögn Sigurðar Elíasar Guð- mundssonar, hótelstjóra á Icelandair Hótel Vík, sem annast rekstur vitahót- elsins, hafa bókanir gengið þokka- lega. „Eins og með allt nýtt sem er að byrja þá tekur tíma að koma því í rétt- an farveg. Það hefur heilmikil kynn- ingarvinna átt sér stað til að koma þessu á framfæri,“ segir hann. Hluti af „Incredible Stopover“ Um er að ræða hluta af samstarfs- verkefninu „Incredible Stopover“ sem Íslenska auglýsingastofan held- ur utan um fyrir Icelandair Hotels. Það er ætlað þeim sem sækjast eft- ir einstakri upplifun meðan á stuttri dvöl þeirra stendur á Íslandi. Icelandair Hótel Vík gerði tímabundinn leigusamning við Vega- gerðina um afnot af vitanum. Hann er enn í fullri notkun og verður það á meðan gestir dvelja í honum en stjórnkerfið í honum er sjálfvirkt og því enginn vitavörður þar að störfum dagsdaglega. Þrjú herbergi á þremur hæðum Vitinn, sem var byggður árið 1927, er á þremur hæðum og þar eru þrjú herbergi á annarri og þriðju hæð. Á jarðhæðinni er bað, sturta, setustofa og eldhús. „Guðbjörg Magnúsdótt- ir innanhússarkitekt hjálpaði okkur að innrétta vitann. Hún á allar inn- réttingarnar og innri arkitektúr á Icelandair Hótel Vík og okkur fannst sjálfsagt að hún kæmi í þetta með okkur,“ greinir Sigurður Elías frá. Einkakokkur í boði Fólk þarf að hafa mikið á milli hand- anna til að geta keypt gistingu í vitan- um en til samanburðar kostar nóttin á lúxussveitahótelinu Hótel Rangá í Master-svítu 129 þúsund krónur með mat og nuddi. Það tilboð gildir reynd- ar fyrir tvo á meðan fimm manns geta gist í vitanum í einu. Hægt er að greiða aukalega fyr- ir þjónustu einkakokks sem matreið- ir dýrindismat ofan í gesti vitans á veitingastaðnum Bergi á Iceland air Hótel Vík og er boðið upp á akstur þangað. Erlendir blaðamenn heillaðir Í apríl síðastliðnum var hópi erlendra blaðamanna boðið að gista í vitan- um og var það mikil upplifun fyrir þá. „Þeir voru algjörlega heillaðir. Það má lesa um það í erlendum blöðum og tímaritum. Þetta er svolítið sérstakt því þetta er í fyrsta skipti sem þetta er gert hér á landi á þennan hátt,“ seg- ir Sigurður. Sjálfur prófaði hann að gista þar með konu sinni í vor. „Það var algjör- lega einstök upplifun. Þarna er stór- kostlegt útsýni til allra átta. Að fara út á svalirnar í vitanum á kvöldin í sólar- laginu með Mýrdalsjökul í baksýn og Reynisfjöruna í austri, það gerist ekki stórfenglegra.“ n Freyr Bjarnason freyr@dv.is Hótel Nóttin í vitanum kostar 220 þúsund krónur. MyndIr BIrgIr Sigurður Elías guðmundsson Segir útsýnið stórfenglegt úr vitanum. Svefnherbergi Þrjú svefnherbergi eru í vitanum. Eldhús Eldhús er í vitanum. dyrhólaey Þarna sést í vitann í Dyrhólaey. Móberg kaup- ir Hópkaup og Leit.is Móberg ehf. hefur gengið frá kaupum á fyrirtækjunum Hópkaup og Leit. is, sem áður var í eigu DCG. Með þessu ætlar Móberg að styrkja og auka umsvif sín á netmarkaðinum. „Stefna okkar er að þróa 3–6 ný fyrirtæki á hverju ári og þessi kaup eru liður í því. Okkar markmið er að þróa lausnir og þjónustu sem hreyfa við markaðinum og skapa ávinning fyrir almenning,“ segir Skorri Rafn Rafnsson, forstjóri Mó- bergs, í tilkynningu. Móberg var stofnað árið 2012 og hefur eflst og styrkst með hverju ári frá stofnun. Fyrirtækið á og rek- ur Netgíró, Bland, 433.is, Sportið, Wedo og Mói Media og nú bætast Hópkaup og Leit.is í hópinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.