Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2015, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2015, Blaðsíða 49
Helgarblað 14.–17. ágúst 2015 Menning 45 Glerhreinsir • Gólfsápa • WC hreinsir Rykmoppur og sápuþykkni frá Pioneer Eclipse sem eru hágæða amerískar hreinsi- vörur. Teppahreinsivörur frá HOST Hágæða hreinsivörur – hagaeda.is og marpol.is – Sími: 660 1942 Frábærar þýskar ryksugur frá SEBO Decitex er merki með allar hugsanlegar moppur og klúta í þrifin. UNGER gluggaþvottavörur, allt sem þarf í gluggaþvottErum einnig með: Marpól er með mikið úrval af litlum frábærum gólfþvottavélum Tilboð fyrir hótel og gistiheimili í apríl/maí! Undur heimsins Í bókinni 30 undur veraldar er meðal annars sagt frá Kínamúrn- um, píramídunum, Taj Mahal og Eiffel-turninum. Hver reisti þessi og fleiri undur, hvenær og hvers vegna? Þessu er svarað í bókinni og líflegar myndir fylgja vitan- lega með. Hættuleg dýr 15 grimmustu risaeðlurnar er skemmtileg bók fyrir ungt áhuga- fólk um þessi merkilegu dýr. Lesandinn er fræddur um það hvenær risaeðlurnar voru uppi, hvar þær bjuggu og hversu stórar og hættulegar þær voru. Stórar og áhrifamiklar myndir eru vitan- lega í bókinni. Nýjar bækur P ortúgalskur leikhópur leit- ar um þessar mundir að fólki til að taka þátt í sýningunni ATLAS, sem fer fram á stóra sviði Borgarleikhússins 27. ágúst næstkomandi. Sýningin er hluti af sameiginlegri dagskrá leiklistarhá- tíðarinnar Lókal og Reykjavík Dance Festival sem fer fram í lok ágúst. Lókal og RDF vinna nánar saman í ár en áður og er sameiginlegt þema hátíð- anna „Allir eru stórkostlegir“, eða á ensku „Everybody‘s spectacular. Portúgalskt listateymi skipað dans- höfundinum Ana Borralho og raftón- listarmanninum Joao Galante vonast til að fá hundrað Reykvíkinga; fulltrúa hinna ýmsu starfsgreina til að taka þátt í sýningunni sem hefur meðal annars verið sett upp í Lissabon, Helsinki og Rio de Janeiro. „Þau vinna oftar en ekki með fólki úr borgunum þar sem þau eru að sýna,“ segir Alexander Ro- berts, einn skipuleggjenda danshá- tíðarinnar. „Þau vilja fá einhvers konar þver- snið af samfélaginu upp á sviðið. Þau vilja fá fólk úr sem flestum starfsgrein- um. Planið er að sviðsetja einhvers konar samstöðu meðal þessa fjöl- breytta hóps,“ segir Alexander. „Fólk þarf ekki að hafa neina reynslu en það þarf að vera tilbúið að mæta á æfingar og standa á sviðinu og tala. Hver manneskja þarf þó ekki að gera mikið þar sem þetta eru hundrað manns á sviðinu,“ segir Alexander. „Þetta verk er áhugavert fyr- ir margra hluta sakir, en núna er það sérstaklega áhugavert vegna allra þeirra fjöldahreyfinga sem hafa ver- ið að koma fram: Drulsugangan og Hinsegin-gangan en líka verkföllin sem hafa verið undanfarið,“ segir Al- exander. Æfingar verða haldnar vikuna 21. ágúst–27. ágúst og eru áhugasam- ir beðnir um að hafa samband við Thelmu Marín Jónsdóttur í tölvupósti á thelmamj@gmail.com. n Hundrað Reykvíkingar á Stóra sviðinu Portúgalskur leikhópur leitar að þátttakendum strákunum af því að mér fannst ég ekki eiga það skilið. Ég ætti að vera að klára þessa plötu. Ég sökk lengra og lengra niður í kvíða og reiði. Tóti: Það var merkilegt að maður sá þetta alveg gerast. En um leið og maður nefndi þetta varð þetta bara verra. Þetta var eitthvert víti sem enginn gat hjálpað þér úr nema þú sjálfur. Arnór: Mér gekk svo rosalega hægt að semja. Venjulega sé ég allt fyrir mér eins og kvikmynd og auð- velt að hlusta á það sem Tóti semur því það kveikir svo mikið af mynd- um. En það var allt lokað. Ég sá ekk- ert fallegt í því sem ég var að setja upp. Á þessum tíma var ég virki- lega farinn að setja spurningarmerki við mig sjálfan sem tónlistarmenn og umhverfi mitt: myndi ég klára þessa plötu einhvern tímann og ef ég myndi klára hana, gæti ég gert þetta aftur? Þetta var alveg ömurlegt tímabil. Það var margt annað sem gekk hægt í ferlinu: að komast inn í stúdíó að taka upp, hljóðblöndun- um, umslagið tók allt langan tíma. En það að ég var ekki tilbúinn með texta við lögin seinkaði plötunni ör- ugglega um ár eða eitthvað. Gott að rífast um hljóminn Destrier var tekin upp af ykkur sjálf- um víðs vegar um bæinn en af hverju fenguð þið Styrmi Hauksson, sem hefur unnið með Retro Stefson, Ás- geiri Trausta og fleirum, til að að- stoða við hljóðblöndunina? Tóti: Við gerðum síðustu plötu al- veg sjálfir og ég mixaði hana. En það var gott að hafa Styrmi og þurfa að rífast og rökræða við hann um hvert maður vildi fara með þetta. Oft vor- um við mjög ósammála, þá var mis- jafnt hvort við fórum einhvern milli- veg, alveg mína leið eða alveg hans leið. Ég held að það hafi verið gott fyrir okkur að hafa einhvern til að ríf- ast við um hljóminn okkar. Arnór: Mér leið samt aldrei eins og þið væruð eitthvað sérstaklega ósammála. Þetta var bara góð sam- ræða um hvað við ættum að prófa. Við fórum náttúrlega ekki til Styrm- is af því að hann er þekktur fyrir ein- hvern sérstakan rokkhljóm heldur af því að við vildum fá einhvern úr að- eins annarri átt og ögra okkur sjálf- um. Fyrir mér er þetta bara náttúru- leg þróun, meiri þroski á plötunni. En þetta eru aðrar tilfinningar sem ég er að túlka og annað tímabil. Svo fyrir mig eru þessar plötur eins og svart og hvítt. Keli: Maður hefur heyrt frá öðru fólki að því finnist þessi plata tölu- vert aðgengilegri. Sem mér datt ekki beint í hug sjálfum. Kannski er hún einfaldari. Arnór: Og styttri. Fjórtán lög á meðan hin var sautján. Heimurinn tekur við sér Margir bjuggust við að þið mynd- uð slá í gegn víð- ar en á Íslandi með fyrri plötunni en hún fékk litla athygli erlendis. Núna eru góð- ir dómar að hrúgast inn, það seld- ist upp á tónleikana ykkar í London í desember (og þurfti að færa á stærri stað). Hvað er að gerast? Arnór: Við vorum ekki með út- gáfufyrirtæki úti og það skiptir öllu máli. Ef þú ert ekki með neinn til að sjá um PR, ýta á fjölmiðla og senda diskinn út þá gengur ekkert. Það er erfitt að vera að senda sjálfir og biðja fólk um að dæma plötuna. Tóti: Ég gæti líka trúað því að það sé svolítið erfitt að markaðssetja okkur. Þær skilgreiningar sem fólk hef- ur reynt að stimpla ykkur með hljóma kannski ekkert sérstaklega spennandi – djassmetall? Arnór: Nei og prog hljómar ekk- ert rosalega vel. Ég sé bara fyrir mér einhverja gaura sem standa kyrrir uppi á sviði að gera ótrúlega flókna en tilfinningalausa tónlist sem mað- ur getur ekki dottið inn í. En ég sé að miðlar úti eru að byrja að fatta okkur. Þessir dómar sem við höfum fengið um plötuna eru geðveikir, ekki bara af því að það er verið að gefa okkur 9 og 10 í einkunn, heldur af því að það er greinilegt að fólk er að sökkva sér ofan í diskinn. Sem er geðveikt af því að við erum að biðja um rosalega mikla athygli. Við lifum á tímum þar sem fólk hefur ekkert endilega tíma til að sökkva sér í klukkutímaplötu. Tóti: Mað- ur fann líka fyrir þessu í hlustun- arpartíinu sem við héldum í Bíó Paradís í byrj- un ágúst. Það er eiginlega ótrú- legt að fullur bíósalur af fólki sé tilbúinn að sitja og hlusta á plötu í heild sinni. Arnór: Það var svo- lítið svekkjandi þegar plötufyr- irtæki sem okkur finnst vera að gera góða hluti fyrir rokk sögðust fíla okk- ur en sögðu: „þið ættuð að gera meira hardcore, eða meira vintage rock eða eitthvað.“ Þá vissi maður að þau voru ekki að fatta það sem við værum að gera. Long Branch Records var eina útgáfufyrirtækið sem gerði engar kröfur. Þeir eru bara aðdáendur okk- ar og treysta okkur 100 prósent. Hvað er svo á döfinni? Munuð þið fylgja plötunni eftir með tón- leikaferð? Arnór: Já, í vikunni vorum við að semja við Infinity Concerts og þeir munu líklega skipuleggja fyrsta Bandaríkjatúrinn okkar á næsta ári. En næst er það Evrópa: Rieperba- hn-hátíðin í september og nokkur gigg í kringum það, svo er það stór Evróputúr í nóvember og desem- ber. Eftir að við fengum þetta fólk í kringum okkur, umboðsmann, út- gáfu- og bókunarfyrirtæki, finnum við fyrir miklu meira „buzzi“ úti. Þetta er kannski ekki nýtt upphaf en það eru ótrúlega spennandi tímar fram undan. Vignir, þú hefur verið frekar þög- ull hérna á hliðarlínunni. Vilt þú koma einhverju að í lokin? Vignir: Jú, bara að ég hlakka til jólanna. Það tengist samt ekkert túrnum eða Agent Fresco. n Löng og eRfið fæðing StRíðSHeStS n Destrier, önnur breiðskífa Agent fresco, er komin út n fimm ár frá síðustu plötu n Kvíði og reiði söngvarans móta tónlistina Textasmiðurinn og lagahöfundurinn Söngvarinn Arnór Dan semur texta og laglínur við hjóðfæragrunna sem gítarleikarinn Tóti semur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.