Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2015, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2015, Blaðsíða 28
Helgarblað 14.–17. ágúst 20152 Tölvur og hugbúnaður - Kynningarblað Tölvukaupmaðurinn á horninu Tölvuvinir eru smáir, knáir og engum háðir Ú ti er hrímkalt haust og á glugga gnauðar vindur. Í sjónvarpinu segir forsætis- ráðherrann „Guð blessi Ís- land!“ Íslenska bankakerfið var hrunið. Þá tók Ólafur Baldurs- son, kokkur og nýútskrifaður kerfis- fræðingur í Norðlingaholtinu, til sinna ráða. Hann stofnaði fyrirtæki í kringum tölvu- og viðgerðarþjón- ustu með aðsetur í sex fermetra herbergi á heimili sínu þar sem hann bjó ásamt konu sinni. Prent- aðir voru litlir dreifimiðar í göml- um prentara og þeir skornir í litl- ar einingar. Svo var farið var með þá í poka og dreift til nágranna og í næstu hverfi. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Síminn logaði á heim- ilinu og ljóstíran á vinnuljósi við- gerðarmannsins logaði flestar næt- ur fram undir morgun. Síðan þá hefur fyrirtækið haldið áfram að vaxa og blómstra og er nú með aðsetur að Langholtsvegi 126 og fermetrarnir orðnir aðeins fleiri. Viðskiptavinir nálgast nú tí- unda þúsundið og þeim fer stöðugt fjölgandi. Starfsmenn eru sjö tals- ins og veitir stundum ekki af fleir- um. Tölvuvinir eru smáir en knáir, engum háðir. Lítið fjölskyldufyrir- tæki. Þarna eru seldar allar gerðir af tölvubúnaði, fartölvur, borðtölvur, spjaldtölvur, prentarar og íhlutir. Þjónustan er fyrst og fremst góð og persónuleg sem er að sjálfsögðu eitt af aðalsmerkjum kaupmannsins á horninu, en það eru Tölvuvinir svo sannarlega. n Tölvuvinir Tölvuvinir selja allar gerðir af tölvubúnaði, fartölvur, borð- tölvur, spjaldtölvur, prentara og íhluti. Umhverfisvæn og hagkvæm endurnýting prenthylkja Nýr tóner framlengir líf prenthylkisins K rafan um góða og skilvirka umhverfisstjórnun fyrir- tækja verður sífellt hávær- ari og mikilvægari, hvort sem um ræðir stór eða smærri fyrirtæki. Og þar er vissu- lega að mörgu að huga. Á hverju ári enda um 300 milljónir prenthylkja á urðunarstöðum víðs vegar um heiminn. Þessi hylki eru að mestu gerð úr plasti, en plast- efni eru mjög lengi að eyðast í náttúrunni og geta valdið miklum skaða. Endurvinnsla og endurnýt- ing hylkjanna skiptir því miklu máli til að stemma stigu við þeirri þróun. Fyrirtækið Nýr tóner fyllir á notuð prenthylki og endurnýtir allt plastið úr notuðu hylkjunum, en viðkvæm- ari hlutir hylkisins eru endurnýjaðir, t.d. tromlur, ýmis kefli og tölvuflög- ur. Allur tóner sem eftir er í hylkjun- um fer sömuleiðis í endurvinnslu. Það getur verið 50–70% ódýrara að láta endurfylla prenthylki en að kaupa ný hylki frá umboðsað- ila, en með endurnýtingu er mögulegt að framlengja líf prenthylkja allt að 10 sinn- um. Það er því bæði gott fyrir umhverfið og rekstur- inn að endurvinna hylk- in með þessum hætti. Fyrirtækið Nýr tóner sér jafnframt um að senda og sækja hylki fyrir við- skiptavini sína. Frekari upplýsingar um þjón- ustu Nýr tóner má finna á vefsíðunni nyrtoner.is n Nýr tóner tekur prenthylkin í sundur, hreinsar þau og setur inn nýja varahluti. Umhverfisvænt Það er bæði gott fyrir umhverfið og rekstur fyrirtækisins að endurvinna og nýta prenthylkin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.