Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2015, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2015, Blaðsíða 10
Helgarblað 14.–17. ágúst 201510 Fréttir Sprenging í útráS Stjórnenda n Yfir 1.000 framkvæmdastjórar íslenskra fyrirtækja með lögheimili í útlöndum n Óvíst hvort ríkið fer á mis við skatttekjur n Þróunin „kemur á óvart“ Belgía Brasilía Bandaríkin A lls 1.009 fram- kvæmdastjórar íslenskra fyrirtækja, þar á meðal stjórnendur nokkurra af stærstu félögum landsins og aðrir sem reka einkahlutafélög af öllum stærðum og gerðum, eru skráðir með lögheimili í útlönd- um. Það er aukning um 43 prósent frá árinu 2010 og fjöldinn hefur rúmlega þrefaldast frá 2009. Fram- kvæmdastjórarnir búa í alls 62 löndum og bera í flestum tilvikum enga eða takmarkaða skattskyldu hér á landi samkvæmt skattalög- um. Steinþór Haraldsson, lög- fræðingur og staðgengill Ríkiskatt- stjóra, segir í samtali við DV að virkt eftirlit sé með því hvort íslenskir ríkisborgarar, sem eru búsettir er- lendis, dvelji á Íslandi lengur en í 183 daga, yfir tólf mánaða tímabil. Samkvæmt lögum um tekjuskatt eiga allar skattgreiðslur þeirra sem það gera að renna til íslenska ríkis- ins. „Við erum með ákveðna skrán- ingu í kringum þessa aðila og eft- irlit þar sem við lítum yfir farinn veg þar sem farið er til dæmis yfir fram- töl og sérstök skráning skoðuð þar sem fyllt er inn hversu marga daga á árinu þess- ir einstaklingar voru hér á landi. Við erum aftur á móti með tiltölulega fámenna alþjóðadeild sem hefur mörgum öðrum verkefnum að sinna. Það er alltaf spurning hvað er nægi- legt eftirlit en við reynum að sinna þessu og ganga í þessi mál,“ segir Steinþór. Flestir með eitt félag Samkvæmt tölum sem Creditinfo tók saman fyrir DV þá starfa framkvæmdastjórarn- ir 1.009 hjá alls 1.267 ólíkum fé- lögum. Flestir eru skráðir með lögheimili í Noregi eða 253 talsins. Þar á eftir koma Dan- mörk, Svíþjóð, Bretland, Banda- ríkin, Þýskaland og Lúxemborg. Einstaklingarnir eru í langflest- um tilvikum framkvæmdastjór- ar í einu íslensku félagi, eða 879 manns. Hinir 130 eru skráðir í Flestir búsettir í Noregi og Danmörku Af þeim 1.009 framkvæmdastjórum sem um ræðir eru 253 búsettir í Noregi. Þar á eftir koma Danmörk, Svíþjóð, Bretland og Bandaríkin. Bretland 1 1 1 Barbados 71 74 Síle 1 Noregur Svíþjóð 253Danmörk 121 Frakkland Spánn Færeyjar Grænland Holland Hondúras 13 13 3 2 9 1 Írland 1 Ítalía Kanada 19 Kongó Lúxem- borg Þýskaland 37 Malta Morokkó 1 Máritanía Mónakó 5 1 Namibía Portúgal 1 Pólland Sviss 23 fleiri en einu, mest níu. 128 framkvæmdastjórar hafa aldrei verið íslenskir ríkis- borgarar og ekki haft lögheim- ili hér á landi. „Almenna reglan er sú að framkvæmdastjórar þurfa að vera íslenskir og meirihluti framkvæmdastjórnar búsettur hér á landi. Síðan kemur stóra undanþágan sem er Evrópska efnahagssvæðið (EES) en ég ít- reka að í flestum tilvikum er um að ræða eðlilega tilhögun. Upp- runi tekna þeirra er þá hér á landi, og þær streyma yfir til hins lands- ins, en inn í það grípa tvísköttun- arsamningar sem eiga að koma í veg fyrir tvísköttun og skattaund- anskot. Við erum síðan með ýms- ar samskiptaleiðir vegna samn- inganna og upplýsingar um tekjur sem koma héðan eiga því að skila sér til erlendra skattaembætta. Við- komandi launagreiðandi hefur síð- an sams konar upplýsingaskyldu gagnvart hérlendum yfirvöldum,“ segir Steinþór og heldur áfram: „Það er því mín skoðun að í flestum tilvikum ætti íslenska ríkið að fá þær skatttekjur frá þessum að- ilum sem því ber, það er þeim sem við erum ekki búin að semja af okk- ur með tvísköttunarsamningunum. Ef rétt er á spöðum haldið þá erum við með mikið upplýsingastreymi sem kemur í veg fyrir að það sé ver- ið að gera eitthvað sniðugt.“ Jókst eftir hrunið Það er ekki nýmæli að stjórnendur íslenskra fyrirtækja flytji lögheim- ili sitt til útlanda. Íslenskir fjölmiðl- ar birtu í kjölfar efnahagshrunsins fjölda frétta þar sem greint var frá Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is „Við erum aftur á móti með tiltölu- lega fámenna alþjóðadeild sem hefur mörgum öðrum verkefn- um að sinna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.