Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2015, Blaðsíða 10
Helgarblað 14.–17. ágúst 201510 Fréttir
Sprenging í útráS Stjórnenda
n Yfir 1.000 framkvæmdastjórar íslenskra fyrirtækja með lögheimili í útlöndum n Óvíst hvort ríkið fer á mis við skatttekjur n Þróunin „kemur á óvart“
Belgía
Brasilía
Bandaríkin
A
lls 1.009 fram-
kvæmdastjórar íslenskra
fyrirtækja, þar á meðal
stjórnendur nokkurra af
stærstu félögum landsins
og aðrir sem reka einkahlutafélög
af öllum stærðum og gerðum, eru
skráðir með lögheimili í útlönd-
um. Það er aukning um 43 prósent
frá árinu 2010 og fjöldinn hefur
rúmlega þrefaldast frá 2009. Fram-
kvæmdastjórarnir búa í alls 62
löndum og bera í flestum tilvikum
enga eða takmarkaða skattskyldu
hér á landi samkvæmt skattalög-
um.
Steinþór Haraldsson, lög-
fræðingur og staðgengill Ríkiskatt-
stjóra, segir í samtali við DV að virkt
eftirlit sé með því hvort íslenskir
ríkisborgarar, sem eru búsettir er-
lendis, dvelji á Íslandi lengur en í
183 daga, yfir tólf mánaða tímabil.
Samkvæmt lögum um tekjuskatt
eiga allar skattgreiðslur þeirra sem
það gera að renna til íslenska ríkis-
ins.
„Við erum með ákveðna skrán-
ingu í kringum þessa aðila og eft-
irlit þar sem við lítum yfir farinn veg
þar sem farið er til dæmis yfir fram-
töl og
sérstök
skráning
skoðuð
þar sem fyllt
er inn hversu
marga daga
á árinu þess-
ir einstaklingar
voru hér á landi.
Við erum aftur á
móti með tiltölulega
fámenna alþjóðadeild
sem hefur mörgum öðrum
verkefnum að sinna. Það er
alltaf spurning hvað er nægi-
legt eftirlit en við reynum að
sinna þessu og ganga í þessi
mál,“ segir Steinþór.
Flestir með eitt félag
Samkvæmt tölum sem
Creditinfo tók saman fyrir DV
þá starfa framkvæmdastjórarn-
ir 1.009 hjá alls 1.267 ólíkum fé-
lögum. Flestir eru skráðir með
lögheimili í Noregi eða 253
talsins. Þar á eftir koma Dan-
mörk, Svíþjóð, Bretland, Banda-
ríkin, Þýskaland og Lúxemborg.
Einstaklingarnir eru í langflest-
um tilvikum framkvæmdastjór-
ar í einu íslensku félagi, eða 879
manns. Hinir 130 eru skráðir í
Flestir búsettir
í Noregi og
Danmörku
Af þeim 1.009 framkvæmdastjórum
sem um ræðir eru 253 búsettir í
Noregi. Þar á eftir koma Danmörk,
Svíþjóð, Bretland og Bandaríkin.
Bretland
1
1
1
Barbados
71
74
Síle
1
Noregur
Svíþjóð
253Danmörk
121
Frakkland
Spánn
Færeyjar
Grænland
Holland
Hondúras
13
13
3
2
9
1
Írland
1
Ítalía
Kanada
19
Kongó
Lúxem-
borg
Þýskaland
37
Malta
Morokkó
1
Máritanía
Mónakó
5
1
Namibía
Portúgal
1
Pólland
Sviss
23
fleiri en einu, mest níu. 128
framkvæmdastjórar hafa
aldrei verið íslenskir ríkis-
borgarar og ekki haft lögheim-
ili hér á landi.
„Almenna reglan er sú að
framkvæmdastjórar þurfa að
vera íslenskir og meirihluti
framkvæmdastjórnar búsettur
hér á landi. Síðan kemur stóra
undanþágan sem er Evrópska
efnahagssvæðið (EES) en ég ít-
reka að í flestum tilvikum er um
að ræða eðlilega tilhögun. Upp-
runi tekna þeirra er þá hér á landi,
og þær streyma yfir til hins lands-
ins, en inn í það grípa tvísköttun-
arsamningar sem eiga að koma í
veg fyrir tvísköttun og skattaund-
anskot. Við erum síðan með ýms-
ar samskiptaleiðir vegna samn-
inganna og upplýsingar um tekjur
sem koma héðan eiga því að skila
sér til erlendra skattaembætta. Við-
komandi launagreiðandi hefur síð-
an sams konar upplýsingaskyldu
gagnvart hérlendum yfirvöldum,“
segir Steinþór og heldur áfram:
„Það er því mín skoðun að í
flestum tilvikum ætti íslenska ríkið
að fá þær skatttekjur frá þessum að-
ilum sem því ber, það er þeim sem
við erum ekki búin að semja af okk-
ur með tvísköttunarsamningunum.
Ef rétt er á spöðum haldið þá erum
við með mikið upplýsingastreymi
sem kemur í veg fyrir að það sé ver-
ið að gera eitthvað sniðugt.“
Jókst eftir hrunið
Það er ekki nýmæli að stjórnendur
íslenskra fyrirtækja flytji lögheim-
ili sitt til útlanda. Íslenskir fjölmiðl-
ar birtu í kjölfar efnahagshrunsins
fjölda frétta þar sem greint var frá
Haraldur Guðmundsson
haraldur@dv.is
„Við erum aftur á
móti með tiltölu-
lega fámenna
alþjóðadeild sem hefur
mörgum öðrum verkefn-
um að sinna.