Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2015, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2015, Blaðsíða 43
Helgarblað 14.–17. ágúst 2015 Fólk 39 Við elskum umslög - en prentum allt mögulegt • Nafnspjöld • Reikninga • Veggspjöld • Bréfsefni • Einblöðunga • Borðstanda • Bæklinga • Markpóst • Ársskýrslur Hagnýtar upplýsingar www.umslag.is Umslag | Lágmúli 5 | Reykjavík | Sími 533 5252 | umslag@umslag.is Flutti til Sjanghæ með fjölskylduna n Þróunarstjóri CCP í Kína n Margt ólíkt í menningunni n Spennt fyrir sýndarveruleika Á næstunni er væntanleg- ur fyrsti leikurinn frá CCP sem spilaður er á farsíma. Leikurinn heitir Gunjack og gerist í heiminum New Eden sem er innan stóra EVE On- line-heimsins. Spilarar spila leik- inn í sýndarheimi með hjálp sér- stakra sýndarveruleika–gleraugna sem síminn er festur í – en leik- urinn kemur út fyrir Samsung síma og Gear VR gleraugu sama fyrirtæk- is. Með símann fyrir augunum stíg- ur spilarinn inn í sýndarheim og tekur að sér hlutverk Gunjack sem er vopnaður byssum og öðrum skot- vopnum og ver námuútstöð fyrir óvinum. „Þegar síminn er kominn á réttan stað, og þú inn í sýndarheim- inn, ferðu af stað í stjórnklefa og tilfinningin er eins og þú sért að- alkarakterinn í leiknum,“ segir Stef- anía G. Halldórsdóttir, þróunarstjóri CCP í Kína. Sýndarheimar á siglingu „Þú sérð hans sjónarhorn, get- ur horft niður í kjöltuna, séð allan stjórnklefann og allt umhverfið. Óvinir koma svo aðvífandi og þitt hlutverk er að nota tvær byssur á stjórnklefanum til að skjóta þá nið- ur,“ segir Stefanía og bætir því við að inni í sýndarveruleika sé hægt að gera margt spennandi og skapa magnaða upplifun af leik. Stefanía segir að nýi leikurinn sé ekki endilega þróaður með not- endur EVE í huga. „Hann kemur úr annarri átt. Sýndarheimar eins og þessi eru á mjög hraðri siglingu í dag og þróast hratt. Á næstunni munu ýmiss konar ný tæki til að stunda þessa leiki koma á markaðinn. Við erum að taka skref inn í næstu bylgju í leikjaþróun, en á sama tíma mun- um við halda áfram vinnunni með hina leikina okkar.“ Það má með sanni segja að síðan CCP gaf út sinn fyrsta leik, EVE On- line, árið 2003, hafi fyrirtækinu vaxið fiskur um hrygg. Í dag starfa um 300 manns innan þess og starfsstöðv- ar eru í Reykjavík, Akureyri, Atlanta, Newcastle og Sjanghæ. Nýtt líf í stórborg Stefanía flutti fyrir hálfu öðru ári með fjölskyldu sína til Sjanghæ til að starfa fyrir CCP. „Ég byrjaði sem deildarstjóri í leikjahönnun hjá Eve Online á Íslandi og varð síðan þró- unarstjóri sama leiks í íslenska teym- inu. Maðurinn minn vinnur líka hjá CCP og við fluttum til Sjanghæ með börnin okkar þrjú, sem eru 15, 10 og 3 ára.“ Stefanía, sem starfar núna sem þróunarstjóri fyrir allt stúdíóið í Kína, segir það hafa verið ansi flókið að flytja með fjölskylduna í framandi land. „Við tölum ekki tungumálið og hér tala fáir ensku. Strákarnir okk- ar, sem eru eldri, eru í alþjóðlegum skóla og tala ensku þar. Það var erfitt fyrir þá í byrjun að læra allt á ensku, en þetta er orðið ljómandi fínt núna. Litla stelpan okkar fór í kínverskan leikskóla, þar er reyndar kennd enska líka, en hún er núna farin að tala kín- versku eins og þarf miðað við henn- ar aldur – það er mjög krúttlegt.“ Stef- anía segir að fjölskyldan reyni að vera eins opin og jákvæð eins og þau frek- ast geta, en ýmislegt í menningunni sé mjög ólíkt því sem við eigum að venjast á Íslandi. „Þetta er gríðarleg stórborg og hér er til dæmis ekki mik- ið um gras á opnum svæðum. Það krefst þess vegna skipulags að finna tækifæri fyrir börnin að leika sér úti.“ CCP-menningin Á skrifstofu CCP í Sjanghæ starfa 63 starfsmenn, þar af tveir Íslendingar, Stefanía og maðurinn hennar. „Við reynum að hafa svipaða vinnu- menningu hér og í höfuðstöðvun- um í Reykjavík. Fólk vinnur oft langa vinnudaga en við komum til móts við það og viljum að öllum líði vel,“ segir Stefanía að lokum. n „Við erum að taka skref inn í næstu bylgju í leikjaþróun. Ragnheiður Eiríksdóttir ragga@dv.is Mikilfengleg grafík Hér sést stjórnklefi Gunjack utan frá. Stjórnklefinn Svona er útsýnið úr klefanum. Stefanía G. Halldórs- dóttir Menn- ingin í Kína ólík þeirri íslensku. MyNd SiGtRyGGuR ARi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.