Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2015, Blaðsíða 20
Helgarblað 14.–17. ágúst 201520 Umræða
Verið alltaf velkomin í Kolaportið!
Opið laugardaga og sunnudaga kl. 11-17.
Næg bílastæði við
Kolaportið
Það liggja allar leiðir til okkar – veldu þína!
Kolaportið
er umkringt af
bílastæðahúsum.
Vesturgata · Mjóstræti
Fjöldi stæða 106
Ráðhúsið · Tjarnargata 11
Fjöldi stæða 130
Traðarkot · Hverfisgata 20
Fjöldi stæða 270
Kolaportið · Kalkofnsvegur 1
Fjöldi stæða 270
K
V
IK
A
Bandaríkjaforsetar á Íslandi
n Johnson klifraði upp á grindverk n Clinton fékk sér pylsu í miðbænum
A
llt frá árum heimsstyrjaldar
innar síðari hafa Banda
ríkin og Íslands átt með sér
náin tengsl og Íslendingar
verið meðal traustustu
bandamanna Bandaríkjamanna. Þrír
forsetar þessarar stórþjóðar hafa sótt
Ísland heim, meðan þeir voru í emb
ætti og þrír aðrir hafa hingað komið
ýmist áður en þeir tóku við embætti
forseta eða eftir að þeir létu af emb
ætti.
Soðin egg á Keflavíkurflugvelli
Laugardaginn 16. júlí 1955 hafði
Dwight Eisenhower rúmlega tveggja
klukkustunda viðdvöl á Keflavíkur
flugvelli á leið sinni til Genfar. Eisen
hower hafði áður komið hingað til
lands og þá sem yfirhershöfðingi Atl
antshafsbandalagsins. Það var í jan
úar 1951, en þá átti hann viðræður
við Bjarna Benediktsson utanríkis
ráðherra.
Í þetta sinn tók forseti Íslands,
herra Ásgeir Ásgeirsson, á móti hin
um bandaríska starfsbróður sínum,
auk Ólafs Thors forsætisráðherra
og fleiri ráðherra. Forsetarnir fluttu
stutt ávörp skömmu eftir lendingu
vélarinnar og því næst lék lúðrasveit
þjóðsöngva landanna. Þá fór fram
liðskönnun ameríska hervarðarins
og íslenska lögregluliðsins. Að því
loknu var stigið upp í bifreiðar, ekið
á samkomustað yfirmanna herliðsins
á Keflavíkurflugvelli og sest að veislu
borði, en boðið var upp á soðinn lax í
smjörsósu og soðin egg.
Johnson klifrar upp á grindverk
Í septembermánuði 1963 kom Lyndon
B. Johnson, varaforseti Bandaríkj
anna, hingað í opinbera heimsókn
ásamt konu sinni Lady Bird og dóttur
þeirra, Lyndu Bird. Flugvél þeirra lenti
á Keflavíkurflugvelli en þaðan voru
þau flutt með þyrlu til Bessastaða. Þar
afhenti herra Ásgeir Ásgeirsson John
son forláta silfurhorn, en Johnson
þakkaði fyrir sig með miklum og hag
legum kortaskáp.
Johnson átti þvínæst fund með
ríkisstjórninni í Stjórnarráðinu. Eft
ir fundinn afhenti Johnson sérhverj
um ráðherra forláta vindlakveikjara,
sem hann dró upp úr frakkavasa
sínum og mælti: „And here is one
for you, and one for you, – and you
too.“ Er varaforsetinn kom út hafði
nokkur mannfjöldi safnast saman á
Lækjartorgi. Johnson brá því á það
ráð að klifra upp á grindverkið fyrir
framan Stjórnarráðið og hélt stutta
ræðu. Hann veifaði til mannfjöld
ans sem stóð í Bankastræti og sagði:
„Come closer.“ – Og benti mönnum
á að koma nær. Fólk þyrptist að og
Johnson flutti ræðu styrkri röddu um
vináttu þjóðanna og þau umræðu
efni sem borið hafði á góma á fundi
með ráðherrunum – nauðsyn þess að
stuðla að friði og binda enda á kjarn
orkukapphlaupið. Viðstaddir hróp
uðu margsinnis húrra fyrir varafor
setanum.
Rjómapönnukökur á Blikastöð-
um
Á sama tíma var dóttir varaforset
ans gestur Háskóla Íslands. Stúd
entar afhentu henni blómvönd og
rokk. Er Lynda tók við rokknum sagði
hún þetta alveg eins og rokk ömmu
hennar. Þvínæst snæddi hún hádeg
isverð í Stúdentakjallaranum. Lady
Bird, móðir hennar, hélt aftur á móti
í boð með íslenskum konum í am
eríska sendiráðinu og heimsótti því
næst Blikastaði í Mosfellssveit. Þar
snæddi hún rjómapönnukökur með
Ingólfi Jónssyni landbúnaðarráð
herra og konum úr stjórn Kvenfélags
Lágafellssóknar. Að skilnaði gaf Lady
Bird Helgu Magnúsdóttur húsfreyju
vindlingaöskju með mynd af sér og
fjölskyldu sinni á lokinu.
Forsætisráðherrahjónin héldu
varaforsetahjónunum kvöldverðar
boð á Hótel Borg, en að því loknu
fluttu þyrlur gestina til Keflavíkur.
Tveimur mánuðum síðar var John F.
Kennedy myrtur og Johnson tók við
sem forseti.
„Dálítið nefþykkur“
„Hann var alveg eins og ég átti von á,
að vísu dálítið nefþykkur, en annars
bara eins og almúgafólk, og mjög
almennilegur.“ Svo fórust Guðrúnu
Jónsdóttur orð í samtali við Morgun
blaðið árið 1973, en hún var þá 78
ára gömul og bjó gegnt bandaríska
sendiráðinu við Laufásveg. Hér átti
hún við Richard M. Nixon Banda
ríkjaforseta sem þá dvaldi á Íslandi
og átti fund með George Pompidou
Frakklandsforseta, en umræðuefni
forsetanna var nýr Atlantshafssátt
máli. Líkt og Johnson, áratug fyrr, var
Nixon alþýðlegur í fasi og hafði geng
ið yfir götuna til að heilsa upp á Guð
rúnu, nágranna sendiráðsins.
Nixon tók fleiri Íslendinga tali á
förnum vegi. Fyrsta kvöldið hér á
landi fór hann í óvænta miðnætur
göngu og rölti niður með Fríkirkj
unni frá bandaríska sendiráðinu við
Laufásveg, en aðeins tveir öryggis
verðir fylgdu honum og tveir íslensk
ir lögregluþjónar. Nixon heilsaði upp
á alla sem á vegi hans urðu, sérstak
lega börn. Allir tóku honum vel nema
einn maður sem var við skál og þótt
ist eiga eitthvað vantalað við forseta
Bandaríkjanna. Forsetinn gekk eftir
Lækjargötu og upp Bankastræti og
munaði minnstu að umferðaröng
þveiti yrði í miðbænum, svo mjög
varð fólki starsýnt á forsetann.
Ekki þótti mikill árangur verða af
leiðtogafundinum. Ári síðar neyddist
Nixon til að segja af sér vegna Water
gatehneykslisins.
Veggteppi og laxveiðar
George Bush, varaforseti Bandaríkj
anna, kom hingað til lands í júlí 1983
og átti fund með Steingrími Her
mannssyni forsætisráðherra og Geir
Hallgrímssyni utanríkisráðherra.
Meðal umræðuefna var varnarsam
starf landanna. Meðan á þessu gekk
heimsótti Barbara, eiginkona vara
forsetans, dvalarheimili aldraðra
við Dalbraut með ráðherrafrúnum,
Eddu Guðmundsdóttur og Ernu
Finnsdóttur. Heimilismenn færðu
henni þar að gjöf handofið vegg
teppi. Þá skoðaði varaforsetafrúin sig
um á Árbæjarsafni og sótti loks Hall
dór og Auði Laxness heim. Þvínæst
skoðuðu varaforsetahjónin Þingvelli
saman í fylgd séra Heimis Steinsson
ar þjóðgarðsvarðar.
George Bush er kunnur lax
veiðimaður og var honum flogið
með þyrlu Landhelgisgæslunnar að
Þverá, þar sem varaforsetinn renndi
fyrir lax og var ekki lengi að landa
einum fagmannlega. Steingrímur
Hermannsson var með í för og fékk
annan skömmu síðar. Bush átti eft
ir að landa fleiri löxum á Íslandi, þó
löngu síðar yrði.
Leikhúsfólkið hittist
Heimsókn Ronalds Reagan 1986 er
án efa frægasta heimsókn Banda
ríkjaforseta hingað til lands, en
hann átti þá fund hér með Mikhail
Gorbachev Sovétleiðtoga. Frú Vig
dís Finnbogadóttir, forseti Íslands,
og Steingrímur Hermannsson for
sætisráðherra tóku á móti Reagan á
Keflavíkurflugvelli í hávaðaroki. Það
an var haldið beinustu leið á Bessa
staði í kurteisisheimsókn.
Reagan og Vigdís höfðu hist áður
og hann mundi eftir því að Vigdís
átti sér fortíð í leikhúsi – rétt eins og
hann. Gefum Vigdísi orðið: „Það var
gott að spjalla við Reagan, hann var
hlýr maður á sinn hátt og sjarmer
andi.“ Hún minnist þess að ýmsar
vinkvenna sinna hefðu safnað leik
aramyndum með honum á yngri
árum. Blaðamennirnir lokkuðu for
setana út á hlað og þar „sprönguðu
þau um“ eins og Vigdís orðar það,
hann í þykkum frakka og hún í rauðri
kápu. Vigdís sagði við Reagan að hún
vonaðist til að fundur leiðtoga stór
veldanna bæri árangur – „það von
Bill Clinton í miðbænum Eins og frægt er orðið fékk hann sér pylsu á Bæjarins bestu og
sú var með sinnepi.
Björn Jón Bragason
bjornjon@dv.is
Fréttir úr fortíð „Forsetinn gekk
eftir Lækjargötu
og upp Bankastræti og
munaði minnstu að um-
ferðaröngþveiti yrði í mið-
bænum, svo mjög varð
fólki starsýnt á forsetann.
Eisenhower á
Keflavíkurflugvelli
Ásgeir Ásgeirsson
forseti og Ólafur Thors
forsætisráðherra tóku á
móti honum.