Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2015, Blaðsíða 38
Helgarblað 14.–17. ágúst 201534 Sport
Sími 555 3100 www.donna.is
Ný vefverslun: www.donna.is
Erum nú á Facebook: donna ehf
Skjót fyrstahjálp, hjartahnoð
og hjartastuðtæki björguðu lífi mínu
Ég lifði af
Leitin að síðasta púslinu
n Stóru klúbbarnir á Englandi leita að liðstyrk n Hálfur mánuður þar til glugginn lokar
Aðeins hálfur mánuður er þar til félagaskiptaglugginn
í enska boltanum lokar og ljóst að stórra tíðinda er að
vænta á þeim vettvangi á næstunni. DV skoðar hér
hvaða leikmenn stóru klúbbarnir á Englandi gætu keypt
og hvaða leikmenn þeir gætu þurft fyrir komandi átök.
Chelsea
Gætu keypt: Vinstri bak-
vörð, miðvörð, framherja
Englandsmeistarar Chelsea
fóru rólega af stað í deildinni
um liðna helgi þegar liðið gerði
jafntefli við Swansea. Kaup
Chelsea á vinstri bakverðinum
Baba Rahman eru nánast
frágengin. Þessi 21 árs leik-
maður, sem er landsliðsmaður
Gana, kemur frá Augsburg í
Þýskalandi. Óvíst er hvort José
Mourinho kaupi fleiri leikmenn
áður en glugginn lokar. Þó er
ljóst að mikið mun mæða á
Diego Costa í framlínu Chelsea.
Ef hann meiðist þarf Chelsea
að reiða sig á ískaldan Radamel
Falcao eða Loic Remy. Þá hefur
Chelsea mikinn áhuga á John
Stones, miðverði Everton, en
óvíst er hvort félagið sé reiðu-
búið að borga uppsett verð fyrir
þennan stórefnilega leikmann.
Leikmannahópur Chelsea er
sterkur en liðið gæti þurft á
meiri breidd að halda komi til
þess að lykilmenn meiðist.
Manchester City
Gætu keypt: Miðjumann
Augu bresku slúðurpressunnar hafa að mestu beinst að belgíska landsliðsmanninum
Kevin de Bruyne. City er sagt hafa mikinn áhuga á þessum leikstjórnanda Wolfsburg
í Þýskalandi og það ekki að ástæðulausu. Á síðustu leiktíð skoraði hann 17 mörk og
lagði upp 29 í 56 leikjum sem er magnaður árangur. City fór vel af stað í fyrstu umferð
deildarinnar en gæti þurft meiri breidd. Stevan Jovetic er farinn til Inter á láni og aðeins
tímaspursmál er hvenær Edin Dzeko fer til Roma. Það þýðir að City hefur aðeins tvo
hreinræktaða framherja í leikmannahóp sínum, þá Sergio Aguero og Wilfried Bony.
Arsenal
Gætu keypt: Framherja, kantmann
Margir telja að Arsenal verði í harðri titilbaráttu
á þessari leiktíð þótt óvænt tap gegn West
Ham á heimavelli hafi fengið sparkspekinga til
að efast. Arsene Wenger hefur yfir stórum og
góðum leikmannahópi að ráða en er þó sagður
vilja fá heimsklassaleikmann í framlínu liðsins
áður en glugginn lokar. Arsenal hefur verið orðað
við Karim Benzema, leikmann Real Madrid, að
undanförnu. Ef Wenger tekst að landa honum
gæti Arsenal farið langt í vetur í öllum keppnum.
Þá er liðið sagt vera nálægt því að landa pólska
landsliðsmanninum Grzegorz Krychowiak hjá
Sevilla. Krychowiak var einn besti leikmaður
Sevilla á síðustu leiktíð og var hann valinn í lið
ársins í spænsku deildinni.
Manchester United
Gætu keypt: Vængmann, miðjumann
Manchester United hefur keypt marga leikmenn í sumar en enn gætu stór tíðindi borist frá Old
Trafford. Fullyrt hefur verið að United sé þegar búið að landa Pedro Rodriguez frá Spánar- og
Evrópumeisturum Barcelona. Hann kæmi með aukna breidd í sóknarleik United og yrði verð-
ugur arftaki Angel Di Maria sem var seldur á dögunum. Þá er United talið hafa mikinn áhuga á
Lucas Biglia, miðjumanni Lazio og þykir ekki ólíklegt að United gangi frá kaupunum á honum á
næstu dögum. United gæti þó þurft að beina sjónum sínum að öflugum framherja. Robin van
Persie er horfinn á braut og Javier Hernandez virðist ekki vera í náðinni hjá Louis van Gaal. Ef
United landar ekki framherja fyrir lok gluggans er ljóst að mikið muni mæða á Wayne Rooney.
Liverpool
Gætu keypt: Miðjumann
Brendan Rodgers hefur gert
sniðug kaup í sumar og er alls
óvíst hvort liðið muni leita að frek-
ari styrkingu fyrir lok gluggans.
Liverpool hefur þó verið orðað
við miðjumann til að fylla skarð
Stevens Gerrards sem fór til
Bandaríkjanna í sumar. Þannig
hefur liðið verið orðað við Radja
Nainggolan hjá Roma og Mateo
Kovacic hjá Inter. Eftir vonbrigðin
í fyrra hefur Brendan Rodgers
fengið til liðsins öfluga leikmenn
sem styrkja lið Liverpool. Christian
Benteke, Danny Ings, Nathaniel
Clyne, Roberto Firmino og James
Milner eru þar fremstir í flokki.
Góður
Spurningin er
hvort Arsenal
sé reiðubúið
að greiða
uppsett verð
fyrir Karim
Benzema.
Á leið frá Barca? Pedro
vill spila meira og er sagður
vilja yfirgefa herbúðir
Barcelona. Manchester
United þykir líklegur
áfangastaður.
Öflugur Kevin de Bruyne
var einn besti leikmaður
Evrópu á síðustu leiktíð.
Öflugur Belgíski
landsliðsmaðurinn
Radja Nainggolan
hefur verið orðaður
við Liverpool í sumar.
Það er þó alls óvíst
hvort Liverpool
kaupi fleiri leikmenn
í sumar.
Rahman Baba Rahman sést hér til
hægri í leik með landsliði Gana. Hann er
væntanlegur á Stamford Bridge.