Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2015, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2015, Blaðsíða 38
Helgarblað 14.–17. ágúst 201534 Sport Sími 555 3100 www.donna.is Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Skjót fyrstahjálp, hjartahnoð og hjartastuðtæki björguðu lífi mínu Ég lifði af Leitin að síðasta púslinu n Stóru klúbbarnir á Englandi leita að liðstyrk n Hálfur mánuður þar til glugginn lokar Aðeins hálfur mánuður er þar til félagaskiptaglugginn í enska boltanum lokar og ljóst að stórra tíðinda er að vænta á þeim vettvangi á næstunni. DV skoðar hér hvaða leikmenn stóru klúbbarnir á Englandi gætu keypt og hvaða leikmenn þeir gætu þurft fyrir komandi átök. Chelsea Gætu keypt: Vinstri bak- vörð, miðvörð, framherja Englandsmeistarar Chelsea fóru rólega af stað í deildinni um liðna helgi þegar liðið gerði jafntefli við Swansea. Kaup Chelsea á vinstri bakverðinum Baba Rahman eru nánast frágengin. Þessi 21 árs leik- maður, sem er landsliðsmaður Gana, kemur frá Augsburg í Þýskalandi. Óvíst er hvort José Mourinho kaupi fleiri leikmenn áður en glugginn lokar. Þó er ljóst að mikið mun mæða á Diego Costa í framlínu Chelsea. Ef hann meiðist þarf Chelsea að reiða sig á ískaldan Radamel Falcao eða Loic Remy. Þá hefur Chelsea mikinn áhuga á John Stones, miðverði Everton, en óvíst er hvort félagið sé reiðu- búið að borga uppsett verð fyrir þennan stórefnilega leikmann. Leikmannahópur Chelsea er sterkur en liðið gæti þurft á meiri breidd að halda komi til þess að lykilmenn meiðist. Manchester City Gætu keypt: Miðjumann Augu bresku slúðurpressunnar hafa að mestu beinst að belgíska landsliðsmanninum Kevin de Bruyne. City er sagt hafa mikinn áhuga á þessum leikstjórnanda Wolfsburg í Þýskalandi og það ekki að ástæðulausu. Á síðustu leiktíð skoraði hann 17 mörk og lagði upp 29 í 56 leikjum sem er magnaður árangur. City fór vel af stað í fyrstu umferð deildarinnar en gæti þurft meiri breidd. Stevan Jovetic er farinn til Inter á láni og aðeins tímaspursmál er hvenær Edin Dzeko fer til Roma. Það þýðir að City hefur aðeins tvo hreinræktaða framherja í leikmannahóp sínum, þá Sergio Aguero og Wilfried Bony. Arsenal Gætu keypt: Framherja, kantmann Margir telja að Arsenal verði í harðri titilbaráttu á þessari leiktíð þótt óvænt tap gegn West Ham á heimavelli hafi fengið sparkspekinga til að efast. Arsene Wenger hefur yfir stórum og góðum leikmannahópi að ráða en er þó sagður vilja fá heimsklassaleikmann í framlínu liðsins áður en glugginn lokar. Arsenal hefur verið orðað við Karim Benzema, leikmann Real Madrid, að undanförnu. Ef Wenger tekst að landa honum gæti Arsenal farið langt í vetur í öllum keppnum. Þá er liðið sagt vera nálægt því að landa pólska landsliðsmanninum Grzegorz Krychowiak hjá Sevilla. Krychowiak var einn besti leikmaður Sevilla á síðustu leiktíð og var hann valinn í lið ársins í spænsku deildinni. Manchester United Gætu keypt: Vængmann, miðjumann Manchester United hefur keypt marga leikmenn í sumar en enn gætu stór tíðindi borist frá Old Trafford. Fullyrt hefur verið að United sé þegar búið að landa Pedro Rodriguez frá Spánar- og Evrópumeisturum Barcelona. Hann kæmi með aukna breidd í sóknarleik United og yrði verð- ugur arftaki Angel Di Maria sem var seldur á dögunum. Þá er United talið hafa mikinn áhuga á Lucas Biglia, miðjumanni Lazio og þykir ekki ólíklegt að United gangi frá kaupunum á honum á næstu dögum. United gæti þó þurft að beina sjónum sínum að öflugum framherja. Robin van Persie er horfinn á braut og Javier Hernandez virðist ekki vera í náðinni hjá Louis van Gaal. Ef United landar ekki framherja fyrir lok gluggans er ljóst að mikið muni mæða á Wayne Rooney. Liverpool Gætu keypt: Miðjumann Brendan Rodgers hefur gert sniðug kaup í sumar og er alls óvíst hvort liðið muni leita að frek- ari styrkingu fyrir lok gluggans. Liverpool hefur þó verið orðað við miðjumann til að fylla skarð Stevens Gerrards sem fór til Bandaríkjanna í sumar. Þannig hefur liðið verið orðað við Radja Nainggolan hjá Roma og Mateo Kovacic hjá Inter. Eftir vonbrigðin í fyrra hefur Brendan Rodgers fengið til liðsins öfluga leikmenn sem styrkja lið Liverpool. Christian Benteke, Danny Ings, Nathaniel Clyne, Roberto Firmino og James Milner eru þar fremstir í flokki. Góður Spurningin er hvort Arsenal sé reiðubúið að greiða uppsett verð fyrir Karim Benzema. Á leið frá Barca? Pedro vill spila meira og er sagður vilja yfirgefa herbúðir Barcelona. Manchester United þykir líklegur áfangastaður. Öflugur Kevin de Bruyne var einn besti leikmaður Evrópu á síðustu leiktíð. Öflugur Belgíski landsliðsmaðurinn Radja Nainggolan hefur verið orðaður við Liverpool í sumar. Það er þó alls óvíst hvort Liverpool kaupi fleiri leikmenn í sumar. Rahman Baba Rahman sést hér til hægri í leik með landsliði Gana. Hann er væntanlegur á Stamford Bridge.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.