Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2015, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2015, Blaðsíða 24
Helgarblað 14.–17. ágúst 201524 Umræða Á dögunum datt í hendur mér bók sem ég hafði lengi vit- að af og oft hefur hvarflað að mér að skoða, en hún er frá 1988 og heitir „Þjóð í hafti“ og er eftir Jakob F. Ásgeirsson. Ég hef lesið margt gott eftir Jakob, ævisögur Kristjáns Albertsson- ar og Alfreðs Elíassonar auk fjölda greina, en trúlega aftraði það mér helst að þar sem Jakob er yfirlýstur hægrimaður, meðal annars ritstjóri og útgefandi tímaritsins Þjóðmála, þá hélt ég að í bókinni væri hann kannski með hefðbundnar skamm- ir um ofstjórnartilburði vinstri- manna og ef til vill verkalýðshreyf- ingar, sem frjálshyggjumenn vildu frelsa þjóðina undan. En þetta reyndist misskilningur: Bókin fjallar aðallega um tímabilið á Íslandi frá 1930–60, þegar Fram- sóknarflokkurinn réð hér mestu, og með sanni má segja að höf- undurinn deili helst á hann; stefna flokksins var langmest ráðandi og merkilegt nokk virð- ist litlu máli hafa skipt hvort hann var með vinstrimönnum úr Al- þýðuflokknum í stjórn, eða í stjórnarsamstarfi með Sjálfstæðisflokkn- um, í þjóðstjórn eða jafnvel einn í stjórn, eins og var á tímabili; bann- og haftapóli- tík framsóknarmanna varð alltaf ofan á. Á þessu þriggja áratuga tímabili var „öll versl- un á Íslandi hneppt í svo harðar viðjar að ekki mátti flytja bók til landsins án þess að biðja yfirvöld um leyfi. Og ef bókin var pöntuð áður en menn fengu skriflegt leyfi í hend- ur höfðu þeir gerst brotlegir við landslög. Verslunarhættir þessara ára voru biðraðir, bakdyraverslun og svartamarkaður“ (Þjóð í hafti, bls. 11). Partílesning! Bókin er vel og læsilega skrif- uð eins og vænta mátti, og á köfl- um raunar drepfyndin, enda sagði mér maður sem ég ræddi við um bókina á dögunum að hann tæki hana stundum út úr hillu í gleð- skap heima hjá sér og læsi upp úr henni fólki til skemmtunar, til dæmis lista yfir það hvað var hrein- lega bannað að flytja inn til lands- ins á þessum árum, en það er lang- ur og kostulegur listi (bls. 39–40, og 48–49) Sömuleiðis er vitnað í gráthlægilegar frásagnir samtíma- manna, meðal annars af því þegar Aron Guðbrandsson þurfti að ráfa heilan dag milli ríkisstofnana og einkaleyfanefnda til að fá keypta peru í framljós á bílnum sínum (bls. 105–7). Vitrir eftir á eða vitlaus pólitík? Við sem hlæjum að þessu nú njót- um þess vissulega að geta verið vit- ur eftir á, og sumpart voru stjórn- málamenn þessara tíma í erfiðri aðstöðu, að reyna að stjórna eft- ir bestu getu á kreppu- og styrj- aldartímum. En í hina röndina var hreinlega um að ræða vitlausa og rangláta pólitík, sem að hluta til gekk út á að sporna gegn þeirri þró- un að byggð færðist úr sveitum til bæjanna („Framsóknarflokkurinn hefur stöðugt varað við þeim háska sem liggur í óeðlilegum vexti bæj- anna“ segir í miðstjórnarályktun frá fjórða áratugnum). Stjórnarstefnan gekk út á að hampa landbúnaðar- framleiðslu á kostnað fiskveiða og fiskvinnslu, enda var hugmyndin sú að landbúnaður yrði okkar helsta útflutningsgrein, og stefnan gekk líka út á að þrengja að verslun og koma henni að mestu í hend- urnar á SÍS. (Í tímariti Samvinnu- manna sagði: „Kaupmennirnir eru ekki aðeins óþarfir, heldur lands- ins verstu ómagar. Kaupmennskan leiðir til sálarsýkingar og örbirgðar hjá fjölda fólksins, en samvinnufé- lagsskapurinn eflir sálarheilbrigði og almenna velmegun“ (bls 86–7)). Þjóð í hafti Þá og líka nú Kvótakerfið „Það byggir á veiðum einhvers skipstjóra sem reri snemma á níunda áratug liðinnar aldar.“ Þjóð í hafti „Það mætti vel gefa út aftur þessa bók sem ég hef hér gert að umræðu- efni. Og þá með viðbótum að sjálfsögðu, um höftin sem nú eru enn við lýði.“ Einar Kárason rithöfundur skrifar Þér að segja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.