Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2015, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2015, Side 24
Helgarblað 14.–17. ágúst 201524 Umræða Á dögunum datt í hendur mér bók sem ég hafði lengi vit- að af og oft hefur hvarflað að mér að skoða, en hún er frá 1988 og heitir „Þjóð í hafti“ og er eftir Jakob F. Ásgeirsson. Ég hef lesið margt gott eftir Jakob, ævisögur Kristjáns Albertsson- ar og Alfreðs Elíassonar auk fjölda greina, en trúlega aftraði það mér helst að þar sem Jakob er yfirlýstur hægrimaður, meðal annars ritstjóri og útgefandi tímaritsins Þjóðmála, þá hélt ég að í bókinni væri hann kannski með hefðbundnar skamm- ir um ofstjórnartilburði vinstri- manna og ef til vill verkalýðshreyf- ingar, sem frjálshyggjumenn vildu frelsa þjóðina undan. En þetta reyndist misskilningur: Bókin fjallar aðallega um tímabilið á Íslandi frá 1930–60, þegar Fram- sóknarflokkurinn réð hér mestu, og með sanni má segja að höf- undurinn deili helst á hann; stefna flokksins var langmest ráðandi og merkilegt nokk virð- ist litlu máli hafa skipt hvort hann var með vinstrimönnum úr Al- þýðuflokknum í stjórn, eða í stjórnarsamstarfi með Sjálfstæðisflokkn- um, í þjóðstjórn eða jafnvel einn í stjórn, eins og var á tímabili; bann- og haftapóli- tík framsóknarmanna varð alltaf ofan á. Á þessu þriggja áratuga tímabili var „öll versl- un á Íslandi hneppt í svo harðar viðjar að ekki mátti flytja bók til landsins án þess að biðja yfirvöld um leyfi. Og ef bókin var pöntuð áður en menn fengu skriflegt leyfi í hend- ur höfðu þeir gerst brotlegir við landslög. Verslunarhættir þessara ára voru biðraðir, bakdyraverslun og svartamarkaður“ (Þjóð í hafti, bls. 11). Partílesning! Bókin er vel og læsilega skrif- uð eins og vænta mátti, og á köfl- um raunar drepfyndin, enda sagði mér maður sem ég ræddi við um bókina á dögunum að hann tæki hana stundum út úr hillu í gleð- skap heima hjá sér og læsi upp úr henni fólki til skemmtunar, til dæmis lista yfir það hvað var hrein- lega bannað að flytja inn til lands- ins á þessum árum, en það er lang- ur og kostulegur listi (bls. 39–40, og 48–49) Sömuleiðis er vitnað í gráthlægilegar frásagnir samtíma- manna, meðal annars af því þegar Aron Guðbrandsson þurfti að ráfa heilan dag milli ríkisstofnana og einkaleyfanefnda til að fá keypta peru í framljós á bílnum sínum (bls. 105–7). Vitrir eftir á eða vitlaus pólitík? Við sem hlæjum að þessu nú njót- um þess vissulega að geta verið vit- ur eftir á, og sumpart voru stjórn- málamenn þessara tíma í erfiðri aðstöðu, að reyna að stjórna eft- ir bestu getu á kreppu- og styrj- aldartímum. En í hina röndina var hreinlega um að ræða vitlausa og rangláta pólitík, sem að hluta til gekk út á að sporna gegn þeirri þró- un að byggð færðist úr sveitum til bæjanna („Framsóknarflokkurinn hefur stöðugt varað við þeim háska sem liggur í óeðlilegum vexti bæj- anna“ segir í miðstjórnarályktun frá fjórða áratugnum). Stjórnarstefnan gekk út á að hampa landbúnaðar- framleiðslu á kostnað fiskveiða og fiskvinnslu, enda var hugmyndin sú að landbúnaður yrði okkar helsta útflutningsgrein, og stefnan gekk líka út á að þrengja að verslun og koma henni að mestu í hend- urnar á SÍS. (Í tímariti Samvinnu- manna sagði: „Kaupmennirnir eru ekki aðeins óþarfir, heldur lands- ins verstu ómagar. Kaupmennskan leiðir til sálarsýkingar og örbirgðar hjá fjölda fólksins, en samvinnufé- lagsskapurinn eflir sálarheilbrigði og almenna velmegun“ (bls 86–7)). Þjóð í hafti Þá og líka nú Kvótakerfið „Það byggir á veiðum einhvers skipstjóra sem reri snemma á níunda áratug liðinnar aldar.“ Þjóð í hafti „Það mætti vel gefa út aftur þessa bók sem ég hef hér gert að umræðu- efni. Og þá með viðbótum að sjálfsögðu, um höftin sem nú eru enn við lýði.“ Einar Kárason rithöfundur skrifar Þér að segja

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.