Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2015, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2015, Side 28
Helgarblað 14.–17. ágúst 20152 Tölvur og hugbúnaður - Kynningarblað Tölvukaupmaðurinn á horninu Tölvuvinir eru smáir, knáir og engum háðir Ú ti er hrímkalt haust og á glugga gnauðar vindur. Í sjónvarpinu segir forsætis- ráðherrann „Guð blessi Ís- land!“ Íslenska bankakerfið var hrunið. Þá tók Ólafur Baldurs- son, kokkur og nýútskrifaður kerfis- fræðingur í Norðlingaholtinu, til sinna ráða. Hann stofnaði fyrirtæki í kringum tölvu- og viðgerðarþjón- ustu með aðsetur í sex fermetra herbergi á heimili sínu þar sem hann bjó ásamt konu sinni. Prent- aðir voru litlir dreifimiðar í göml- um prentara og þeir skornir í litl- ar einingar. Svo var farið var með þá í poka og dreift til nágranna og í næstu hverfi. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Síminn logaði á heim- ilinu og ljóstíran á vinnuljósi við- gerðarmannsins logaði flestar næt- ur fram undir morgun. Síðan þá hefur fyrirtækið haldið áfram að vaxa og blómstra og er nú með aðsetur að Langholtsvegi 126 og fermetrarnir orðnir aðeins fleiri. Viðskiptavinir nálgast nú tí- unda þúsundið og þeim fer stöðugt fjölgandi. Starfsmenn eru sjö tals- ins og veitir stundum ekki af fleir- um. Tölvuvinir eru smáir en knáir, engum háðir. Lítið fjölskyldufyrir- tæki. Þarna eru seldar allar gerðir af tölvubúnaði, fartölvur, borðtölvur, spjaldtölvur, prentarar og íhlutir. Þjónustan er fyrst og fremst góð og persónuleg sem er að sjálfsögðu eitt af aðalsmerkjum kaupmannsins á horninu, en það eru Tölvuvinir svo sannarlega. n Tölvuvinir Tölvuvinir selja allar gerðir af tölvubúnaði, fartölvur, borð- tölvur, spjaldtölvur, prentara og íhluti. Umhverfisvæn og hagkvæm endurnýting prenthylkja Nýr tóner framlengir líf prenthylkisins K rafan um góða og skilvirka umhverfisstjórnun fyrir- tækja verður sífellt hávær- ari og mikilvægari, hvort sem um ræðir stór eða smærri fyrirtæki. Og þar er vissu- lega að mörgu að huga. Á hverju ári enda um 300 milljónir prenthylkja á urðunarstöðum víðs vegar um heiminn. Þessi hylki eru að mestu gerð úr plasti, en plast- efni eru mjög lengi að eyðast í náttúrunni og geta valdið miklum skaða. Endurvinnsla og endurnýt- ing hylkjanna skiptir því miklu máli til að stemma stigu við þeirri þróun. Fyrirtækið Nýr tóner fyllir á notuð prenthylki og endurnýtir allt plastið úr notuðu hylkjunum, en viðkvæm- ari hlutir hylkisins eru endurnýjaðir, t.d. tromlur, ýmis kefli og tölvuflög- ur. Allur tóner sem eftir er í hylkjun- um fer sömuleiðis í endurvinnslu. Það getur verið 50–70% ódýrara að láta endurfylla prenthylki en að kaupa ný hylki frá umboðsað- ila, en með endurnýtingu er mögulegt að framlengja líf prenthylkja allt að 10 sinn- um. Það er því bæði gott fyrir umhverfið og rekstur- inn að endurvinna hylk- in með þessum hætti. Fyrirtækið Nýr tóner sér jafnframt um að senda og sækja hylki fyrir við- skiptavini sína. Frekari upplýsingar um þjón- ustu Nýr tóner má finna á vefsíðunni nyrtoner.is n Nýr tóner tekur prenthylkin í sundur, hreinsar þau og setur inn nýja varahluti. Umhverfisvænt Það er bæði gott fyrir umhverfið og rekstur fyrirtækisins að endurvinna og nýta prenthylkin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.