Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2015, Qupperneq 2
Helgarblað 14.–17. ágúst 20152 Fréttir
Lífrænt
Valið besta
heilsuefnið
Fæst í apótekum, Hagkaup, Krónunni,
Grænni heilsu, Heilsuhúsinu og Fjarðarkaup.
www.thebeautyshortlist.com
Best Health Supplement - Overall Wellbeing
Hreinsar líkamann, bætir andadrátt og líkamslykt,
fegrar og frískar húðina
Bætir meltingu, gerir líkamann basískan,
kemur á réttu pH gildi
Yr 100 lífræn næringarefni sem gefa orku,
einbeitingu og vellíðan
Spirulina, Chlorella & Barleygrass
Lifestream framkvæmir þrefaldar næringarprófanir; við uppskeru,
eftir framleiðslu og að lokum með vottun frá óháðri prófunarstofu.
Dagleg græn upplyfting. Heilnæmt fæði, hámarks
upptaka og nýting á næringarefnum.
120 hylki.
Leita afrekskvenna
Vilja fá frásagnir almennings af afrekum
S
um afrek eru sýnileg og minn-
isstæð. Afrek kvenna eru þó
mörg hver dulin almenningi,
falin í hversdagsleikanum og
hafa aldrei verið verðlaunuð, segja
aðstandendur sýningar sem verður
opnuð í Ráðhúsi Reykjavíkur í sept-
ember. Sýningin, sem er afrekssýn-
ing kvenna á Íslandi, ætlar að gera
grein fyrir framlagi kvenna til samfé-
lagsins, persónulegum og pólitískum
sigrum, afrekum kvenna í hversdags-
lífi og á opinberum vettvangi. Sýn-
ingin verður með fjölbreyttu sniði,
notast verður við myndir, texta, hljóð-
og myndupptökur og annað það sem
fólki kann að detta í hug til að koma
afrekunum sem best til skila.
„Saumakona, húsfreyja, skíða-
meistari, jógakennari, kokkur, vél-
stjóri, bankastjóri, móðir, allar sög-
ur sem þú telur að feli í sér afrek eru
vel þegnar. Hafir þú upplýsingar um
eitthvað sem gæti átt erindi á sýn-
inguna væri ábending um slíkt vel
þegin. Við leitum að sögum og efni
á hvaða formi sem er. Tekið verður
á móti tillögum til og með 24. ágúst
nk. Endilega bendið vinum, vanda-
mönnum og samstarfsfólki á að
senda ábendingar og hugmyndir um
afrek kvenna á netfangið afrekasyn-
ing@reykjavik.is,“ segja aðstandend-
ur sem hvetja almenning til að senda
inn hugmyndir. n
720 milljónir í
jáeindaskanna
Íslensk erfðagreining hefur skuld-
bundið sig til að gefa 5,5 millj-
ónir Bandaríkjadala, eða rúm-
ar 720 milljónir íslenskra króna,
til að kaupa jáeindaskanna fyrir
Landspítala. Þetta kemur fram
á heimasíðu
Landspítalans. Þar
segir að Kári Stef-
ánsson, forstjóri
Íslenskrar erfða-
greiningar, hafi
afhent Kristjáni
Þór Júlíussyni heil-
brigðisráðherra yfirlýsingu þess
efnis á miðvikudag. Ráðherra seg-
ist vonast til þess að jáeindaskanni
komist í gagnið á spítalanum eftir
eitt og hálft ár.
Á hverju ári eru um 100
krabbameinssjúklingar send-
ir til útlanda í jáeindaskanna
(petskanna) vegna þess að slíkt
tæki er ekki til hér. Skanninn þyk-
ir nýtast einkar vel fyrir ýmsar
tegundir af lungnakrabbameinum,
eitlakrabbamein, leghálskrabba-
mein og krabbamein í koki. Já-
eindaskanni gagnast líka vel við
að finna uppruna krabbameins ef
fólk hefur greinst með meinvarp.
Nóttin kostar
220 þúsund krónur
n Breyttu vitanum í Dyrhólaey í hótel n Stórkostlegt útsýni
B
úið er að breyta vitanum í
Dyrhólaey í hótel og kostar
nóttin þar með morgunverði
220 þúsund krónur. Hægt
verður að dvelja þar frá 1.
september til 31. október.
Að sögn Sigurðar Elíasar Guð-
mundssonar, hótelstjóra á Icelandair
Hótel Vík, sem annast rekstur vitahót-
elsins, hafa bókanir gengið þokka-
lega. „Eins og með allt nýtt sem er að
byrja þá tekur tíma að koma því í rétt-
an farveg. Það hefur heilmikil kynn-
ingarvinna átt sér stað til að koma
þessu á framfæri,“ segir hann.
Hluti af „Incredible Stopover“
Um er að ræða hluta af samstarfs-
verkefninu „Incredible Stopover“
sem Íslenska auglýsingastofan held-
ur utan um fyrir Icelandair Hotels.
Það er ætlað þeim sem sækjast eft-
ir einstakri upplifun meðan á stuttri
dvöl þeirra stendur á Íslandi.
Icelandair Hótel Vík gerði
tímabundinn leigusamning við Vega-
gerðina um afnot af vitanum. Hann
er enn í fullri notkun og verður það
á meðan gestir dvelja í honum en
stjórnkerfið í honum er sjálfvirkt og
því enginn vitavörður þar að störfum
dagsdaglega.
Þrjú herbergi á þremur hæðum
Vitinn, sem var byggður árið 1927,
er á þremur hæðum og þar eru þrjú
herbergi á annarri og þriðju hæð. Á
jarðhæðinni er bað, sturta, setustofa
og eldhús. „Guðbjörg Magnúsdótt-
ir innanhússarkitekt hjálpaði okkur
að innrétta vitann. Hún á allar inn-
réttingarnar og innri arkitektúr á
Icelandair Hótel Vík og okkur fannst
sjálfsagt að hún kæmi í þetta með
okkur,“ greinir Sigurður Elías frá.
Einkakokkur í boði
Fólk þarf að hafa mikið á milli hand-
anna til að geta keypt gistingu í vitan-
um en til samanburðar kostar nóttin
á lúxussveitahótelinu Hótel Rangá í
Master-svítu 129 þúsund krónur með
mat og nuddi. Það tilboð gildir reynd-
ar fyrir tvo á meðan fimm manns geta
gist í vitanum í einu.
Hægt er að greiða aukalega fyr-
ir þjónustu einkakokks sem matreið-
ir dýrindismat ofan í gesti vitans á
veitingastaðnum Bergi á Iceland air
Hótel Vík og er boðið upp á akstur
þangað.
Erlendir blaðamenn heillaðir
Í apríl síðastliðnum var hópi erlendra
blaðamanna boðið að gista í vitan-
um og var það mikil upplifun fyrir þá.
„Þeir voru algjörlega heillaðir. Það má
lesa um það í erlendum blöðum og
tímaritum. Þetta er svolítið sérstakt
því þetta er í fyrsta skipti sem þetta er
gert hér á landi á þennan hátt,“ seg-
ir Sigurður.
Sjálfur prófaði hann að gista þar
með konu sinni í vor. „Það var algjör-
lega einstök upplifun. Þarna er stór-
kostlegt útsýni til allra átta. Að fara út
á svalirnar í vitanum á kvöldin í sólar-
laginu með Mýrdalsjökul í baksýn og
Reynisfjöruna í austri, það gerist ekki
stórfenglegra.“ n
Freyr Bjarnason
freyr@dv.is
Hótel Nóttin í vitanum kostar 220 þúsund krónur. MyndIr BIrgIr
Sigurður Elías guðmundsson
Segir útsýnið stórfenglegt úr vitanum.
Svefnherbergi Þrjú svefnherbergi eru í vitanum.
Eldhús Eldhús er í vitanum.
dyrhólaey Þarna sést í vitann í Dyrhólaey.
Móberg kaup-
ir Hópkaup og
Leit.is
Móberg ehf. hefur
gengið frá kaupum
á fyrirtækjunum
Hópkaup og Leit.
is, sem áður var
í eigu DCG. Með
þessu ætlar Móberg að styrkja og
auka umsvif sín á netmarkaðinum.
„Stefna okkar er að þróa 3–6 ný
fyrirtæki á hverju ári og þessi kaup
eru liður í því. Okkar markmið er
að þróa lausnir og þjónustu sem
hreyfa við markaðinum og skapa
ávinning fyrir almenning,“ segir
Skorri Rafn Rafnsson, forstjóri Mó-
bergs, í tilkynningu.
Móberg var stofnað árið 2012
og hefur eflst og styrkst með hverju
ári frá stofnun. Fyrirtækið á og rek-
ur Netgíró, Bland, 433.is, Sportið,
Wedo og Mói Media og nú bætast
Hópkaup og Leit.is í hópinn.